Opinn spjallfundur um málefni heimilanna
gætu félagsmenn og áhugafólk um málefni heimilanna.
Nú er komið að mánaðarlegum opnum spjallfundi Hagsmunasamtaka heimilanna. Fundurinn verður haldinn næstkomandi þriðjudag, 6. febrúar, kl. 20-22, á Café Meskí, Fákafeni 9 (í innri sal kaffihússins).
Áskorun til stjórnvalda um rannsókn á því sem var gert eftir hrun
Rannsókn er nauðsynleg til að auka gagnsæiog efla traust almennings á stjórnsýslunni og stjórnmálum.
Hagsmunasamtök heimilanna hafa skorað á Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra að standa að gerð rannsóknarskýrslu á þeim ákvörðunum sem voru teknar og þeim aðgerðum sem farið var í gagnvart heimilum landsins eftir hrun.
Opinn spjallfundur um málefni heimilanna
Ágætu félagsmenn og áhugafólk um málefni heimilanna.
Nú er komið að mánaðarlegum opnum spjallfundi Hagsmunasamtaka heimilanna. Fundurinn verður haldinn næstkomandi þriðjudag, 9. janúar, kl. 20-22, á Café Meskí, Fákafeni 9 (í innri sal kaffihússins).
Jólakveðja til heimilanna
Hagsmunasamtök heimilanna senda hugheilar hátíðakveðjur til heimila landsins.
Með ósk um farsæld og batnandi hag á komandi ári.
Mótmælum bónusabruðli Klakka/Existu á kostnað almennings!
ATHUGIÐ: Uppfært að kvöldi 14. desember. Mótmælin sem voru boðuð hafa núna verið afboðuð, þar sem stjórnendur Klakka hafa lagt til að hætt verði við greiðslu kaupauka vegna sölu Lýsingar/Lykils, með vísan til viðbragða samfélagsins við þeirri fyrirætlan. Eftirfarandi færsla fær þó að standa óbreytt.
Hagsmunasamtök heimilanna vilja vekja athygli á mótmælum sem haldin verða á morgun við Ármúla 1 fyrir utan Lykil, kl. 12:30 - 13:00.
Um viðburðinn og fleira tengt honum: https://www.facebook.com/events/137028826996458/
Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR ræðir um fyrirhuguð mótmæli í Reykjavík síðdegis: http://www.visir.is/section/MEDIA98&fileid=CLP59506
Fréttir á RÚV: http://www.ruv.is/frett/bonusgreidslur-i-andstodu-vid-hluthafastefnu
Opinn spjallfundur um málefni heimilanna
Ágætu félagsmenn og áhugafólk um málefni heimilanna.
Nú er komið að mánaðarlegum opnum spjallfundi Hagsmunasamtaka heimilanna. Fundurinn verður haldinn næstkomandi þriðjudag, 5. desember, kl. 20-22, á Café Meskí, Fákafeni 9 (í innri sal kaffihússins).
Við hvetjum félagsmenn sem og aðra til að nýta sér þetta tækifæri og mæta til að taka þátt í umræðum um málefni heimilanna!
Jafnframt er ætlunin að halda slíka fundi í fyrstu viku hvers mánaðar í vetur og verða þeir auglýstir nánar í hvert sinn.
Stjórn Hagsmunasamtaka heimilanna.
Áskorun frá Hagsmunasamtökum heimilanna til stjórnmálaflokka
Eftirfarandi áskorun hefur verið send stjórnmálaflokkunum frá Hagsmunasamtökum heimilanna:
Hagsmunasamtök heimilanna vilja minna alla flokka, sérstaklega þá sem eru í stjórnarmyndunarviðræðum, á hagsmuni heimilanna.
Allt of oft verða hagsmunir heimilanna, almennings í landinu, að afgangsstærð hjá stjórnmálamönnum.
Opinn spjallfundur um málefni heimilanna
Ágætu félagsmenn og áhugafólk um málefni heimilanna.
Nú er komið að mánaðarlegum opnum spjallfundi Hagsmunasamtaka heimilanna. Fundurinn verður haldinn næstkomandi þriðjudag, 7. nóvember, kl. 20-22, á Café Meskí, Fákafeni 9 (í innri sal kaffihússins).
Við hvetjum félagsmenn sem og aðra til að nýta sér þetta tækifæri og mæta til að taka þátt í umræðum um málefni heimilanna!
Jafnframt er ætlunin að halda slíka fundi í fyrstu viku hvers mánaðar í vetur og verða þeir auglýstir nánar í hvert sinn.
Stjórn Hagsmunasamtaka heimilanna.
Auglýsingaherferð Hagsmunasamtaka heimilanna
Hagsmunasamtök heimilanna hafa að undanförnu staðið fyrir auglýsingaherferð til að kynna helstu baráttumál sín og halda þeim á lofti. Fyrstu tvær auglýsingarnar voru birtar hér á dögunum, en hér fyrir neðan gefur að líta þrjár að auki sem birtar voru í aðdraganda nýafstaðinna kosninga.
Guð blessi heimilin: Borgarafundur í Háskólabíói
Guð blessi heimilin
Okurvextir og verðtrygging, mesta böl þjóðarinnar
Undir þessari yfirskrift og í tilefni þess að 9 ár verða liðin frá bankahruninu, hafa Verslunarmannafélag Reykjavíkur (VR) og Verkalýðsfélag Akraness (VLFA), boðið Hagsmunasamtökum heimilanna (HH) og öllum landsmönnum til opins fundar laugardaginn 7. október milli 14:00 og 16:00 í Háskólabíói.
Fundurinn verður haldinn í aðalsal Háskólabíós og einnig verður sjónvarpsskjám komið fyrir í anddyri þannig að sem flestir komist að. Auk þess verður fundinum streymt á netinu svo enginn ætti að missa af honum sem ekki á heimangengt, er búsettur úti á landi eða erlendis. [Opna í sérglugga hér.]
Opinn spjallfundur um málefni heimilanna
Ágætu félagsmenn og áhugafólk um málefni heimilanna.
Nú er komið að mánaðarlegum opnum spjallfundi Hagsmunasamtaka heimilanna. Fundurinn verður haldinn næstkomandi þriðjudag, 3. október, kl. 20-22, á Café Meskí, Fákafeni 9 (í innri sal kaffihússins).
Við hvetjum félagsmenn sem og aðra til að nýta sér þetta tækifæri og mæta til að taka þátt í umræðum um málefni heimilanna!
Jafnframt er ætlunin að halda slíka fundi í fyrstu viku hvers mánaðar í vetur og verða þeir auglýstir nánar í hvert sinn.
Stjórn Hagsmunasamtaka heimilanna.
Auglýsingaherferð um baráttumál heimilanna
Hagsmunasamtök heimilanna hafa að undanförnu staðið fyrir auglýsingaherferð til að kynna helstu baráttumál sín og halda þeim á lofti. Fyrst var send út fréttatilkynning og auglýsing birt í Fréttablaðinu þann 9. september síðastliðinn með yfirskriftinni: Viðvörun til neytenda vegna endurfjármögnunar fasteignalána. Því næst var birt auglýsing um kröfur samtakanna með áherslu afnám verðtryggingar þann 22. september og svo önnur með áherslu á réttindi gengislántakenda þann 29. september. Hér fyrir neðan má sjá tvær síðarnefndu auglýsingarnar.