Opið bréf til Umboðsmanns skuldara
vegna morgunverðarráðstefnu í samstarfi við Samtök fjármálafyrirtækja þann 25. mars 2019
Sæl Ásta Sigrún,
Við hjá Hagsmunasamtökum heimilanna lýsum furðu okkar á samstarfi embættis Umboðsmanns skuldara við Samtök fjármálafyrirtækja og teljum fyrirhugaða morgunráðstefnu í samstarfi við þau vera kalda kveðju til skjólstæðinga embættis þíns.
Niðurstöður aðalfundar Hagsmunasamtaka heimilanna 2019
Aðalfundur Hagsmunasamtaka heimilanna 2019 var haldinn 26. febrúar síðastliðinn. Á fundinum var kosin ný stjórn sem hefur nú skipt með sér verkum og er skipuð þannig:
Ásthildur Lóa Þórsdóttir formaður
Vilhjálmur Bjarnason varaformaður
Guðrún Bryndís Harðardóttir gjaldkeri
Einar Valur Ingimundarson ritari
Guðrún Indriðadóttir meðstjórnandi
Hafþór Ólafsson meðstjórnandi
Róbert Þ Bender meðstjórnandi
Niðurstöður aðalfundar Hagsmunasamtaka heimilanna 2019
Aðalfundur Hagsmunasamtaka heimilanna 2019 var haldinn 26. febrúar síðastliðinn. Á fundinum var kosin ný stjórn sem hefur nú skipt með sér verkum og er skipuð þannig:
Ársskýrsla HH 2018-2019
Samkvæmt venju eru fundargögn birt á heimasíðu samtakanna í aðdraganda aðalfundar í formi ársskýrslu sem inniheldur jafnframt allar upplýsingar um efni aðalfundarins samkvæmt boðaðri dagskrá.
Félagsmenn eru minntir á aðalfundinn kl. 20:00 þriðjudaginn 26. febrúar 2019, á Hótel Cabin Borgartúni 32 (7. hæð).
Þegar framboðsfrestur rann út höfðu borist eftirfarandi tilkynningar um framboð.
Aðalstjórn:
Ásthildur Lóa Þórsdóttir
Einar Valur Ingimundarson
Guðrún B. Harðardóttir
Guðrún Indriðadóttir
Hafþór Ólafsson
Róbert Þ Bender
Vilhjálmur Bjarnason
Varastjórn:
Björn Kristján Arnarson
Ragnar Unnarsson
Sigríður Örlygsdóttir
Sigurbjörn Vopni Björnsson
Stefán Stefánsson
Þórarinn Einarsson
Ársskýrsla Hagsmunasamtaka heimilanna 2018-2019
Aðalfundur Hagsmunasamtaka heimilanna 2019
Kæru félagsmenn,
Hagsmunasamtök heimilanna boða hér með til aðalfundar, sem verður haldinn þriðjudagskvöldið 26. febrúar 2019, kl. 20:00 á Hótel Cabin við Borgartún 32, í ráðstefnusal á 7. hæð.*
* Athugið að til þess að komast upp á 7. hæð þarf að fara í lyftu sem er í vesturenda hússins, fyrir innan gestamóttöku hótelsins.
Opinn spjallfundur um málefni heimilanna
Ágætu félagsmenn og áhugafólk um málefni heimilanna.
Nú er komið að fyrsta opna spjallfundi Hagsmunasamtaka heimilanna á nýju ári 2019.
ATHUGIÐ BREYTTAN FUNDARSTAÐ, en fundurinn verður að þessu sinni haldinn í Suðurhlíðaskóla, Suðurhlíð 36, 105 Reykjavík, þriðjudagskvöldið 5. febrúar kl. 20-22.
Við hvetjum félagsmenn og aðra áhugasama til að fjölmenna enda er margt á döfinni framundan og því enginn skortur á umræðuefnum!
Stærsta skaðabótamál Íslandssögunnar
Málflutningur í skaðabótamáli gegn Íslenska ríkinu, í máli nr. E-514/2018, fer fram í Héraðsdómi Reykjavíkur miðvikudaginn 30. janúar kl. 13:15 í dómsal 201.
Nú er loksins komið að málflutningi í skaðabótamáli á vegum Hagsmunasamtaka heimilanna vegna verðtryggðra neytendalána gegn íslenska ríkinu. Það er óumdeilt og var staðfest af EFTA dómstólnum árið 2014, að reglur um upplýsingagjöf til neytenda sem tóku verðtryggð lán, voru þverbrotnar á árunum 1994-2013, þar á meðal í húsnæðislánum frá 2001. Öll verðtryggð neytendalán sem voru veitt á þessu tímabili eru því undir í málinu, en ljóst er að þau skipta tugum þúsunda.
Hagsmunasamtök heimilanna 10 ára
Hrunið hefur ekki verið gert upp!
Fjárhagslegt, félagslegt og samfélagslegt tjón er gríðarlegt.
Um 15.000 fjölskyldur, eða 45.000 einstaklingar, hafa verið á hrakhólum eftir gjaldþrot þriggja banka.
Að missa heimili sitt og óöryggi hefur áhrif á líðan barna.
Vanlíðan íslenskra unglinga hefur aldrei verið meiri.
Traust til stjórnmálamanna er ekki til staðar!
Í dag, þriðjudaginn 15. janúar, eru 10 ár frá stofnun Hagsmunasamtaka heimilanna.
Kæra til Mannréttindadómstóls Evrópu
Hagsmunasamtök heimilanna leita nú réttlætisins á vettvangi Mannréttindadómstóls Evrópu. Kæra hefur verið verið send til dómstólsins vegna úrlausnar mála er varða gengistryggð lán af hálfu íslenskra stjórnvalda og dómstóla.
Jóla- og áramóta hugleiðingar frá formanni
Eftirfarandi ávarp frá formanni HH er úr fréttabréfi sem sent var til félagsmanna í desember. Athygli er vakinn á því að fréttabréf eru send reglulega til skráðra félagsmanna en hægt er að skrá sig í samtökin HÉR til að komast á póstlista félagsmanna.
Málflutningur í skaðabótamáli vegna verðtryggðra neytendalána
ATH. Fréttin hefur verið uppfærð: Þann 15. nóvember tilkynnti Héraðsdómur Reykjavíkur að fyrirhugaðri aðalmeðferð málsins nr. E-514/2018 yrði að fresta af óviðráðanlegum orsökum.
Síðan framangreind breyting var gerð hafa borist þær upplýsingar í millitíðinni að ný tímasetning aðalmeðferðar sé komin á dagskrá héraðsdóms þann 30. janúar 2019 kl. 13:15.
Opinn spjallfundur um málefni heimilanna
Ágætu félagsmenn og áhugafólk um málefni heimilanna.
Nú er komið að fyrsta opna spjallfundi Hagsmunasamtaka heimilanna þetta haustið. Fundurinn verður haldinn næstkomandi þriðjudag, 4. september, kl. 20-22, á Café Meskí, Fákafeni 9 (í innri sal kaffihússins).
Að þessu sinni mun inntak fundarins snúast um stöðu neytendaverndar á fjármálamarkaði og hvert við stefnum í neytendavernd á Íslandi.