Símatími

Mán - þri kl. 10-13

Hafa samband

heimilin@heimilin.is

Á döfinni

Annar samtöðufundur hópsins Slagur við Dróma

Hópurinn Slagur við Dróma heldur annan samtöðufund sinn í dag, miðvikudaginn 5. des. kl. 17:00 að Reykjavíkurvegi 64, Hafnarfirði. (2. hæð).

Fundurinn er sjálfstætt framhald fundarins 15. nóv. og eru "viðskiptavinir" Dróma hvattir til að fjölmenna.

Á fundinum verður lagt fram erindi til innanríkisráðherra, auk þess sem ræddar verða hugmyndir og aðgerðir hópsins í leit að réttlæti og jafnræði.

Lesa áfram...

Kostnaður við auglýsingar vegna frumvarps um neytendalán og borgarafundar HH.

kjölfar borgarafundar HH undir yfirskriftinni “Verðtryggingin dregin fyrir dóm” og auglýsinga í aðdraganda hans hafa komið fram spurningar varðandi kostnað sem stjórn HH þykir eðlilegt að svara.

Auglýsingakostnaður sem greiddur var af HH í tengslum við fundinn var samtals kr. 626.428,-. Öll vinna svo og annar kostnaður við auglýsingar var greiddur af einstaklingum og fyrirtækjum er láta sig málefnið varða. Vegur þar þyngst framlag eigenda og starfsfólks auglýsingastofunnar PIPAR sem áttu frumkvæði að og sameinuðust um að styrkja þetta verkefni, þar eð meirihluti þeirra eru lánþegar með verðtryggð fasteignalán. Eigendum og starfsmönnum PIPAR eins og mörgum öðrum, ofbýður óréttlætið tengt lánakjörum neytenda.

Stjórn Hagsmunasamtaka heimilanna

Lesa áfram...

Samstöðufundur "viðkiptavina" Dróma.

"Viðskiptavinir" Dróma eru hvattir til að mæta fyrir framan fyrirtækið að Lágmúla 6, á morgun, föstudaginn 23. nóvember kl. 13:00 og sýna þannig samtöðu lántaka.

Það er Facebook-hópurinn "Slagur við Dróma" sem stendur fyrir þessum viðburði, hópur fólks sem á einn eða annan hátt þarf að standa í ömurlegri baráttu við slitastjórn SPRON og Frjálsa Fjárfestingabankann. Þau krefjast réttlátrar meðferðar og þess að fá sömu meðferð og þeir sem voru í viðskiptum við aðrar bankastofnanir fyrir hrun. Munið að samstaða og samheldni skilar árangri sem hvert og eitt okkar getur aldrei náð fram hvert í sínu horni!

Lesa áfram...

Myndband af borgarafundi HH um verðtryggingu

Upptökur frá Borgarafundi Hagsmunasamtaka heimilanna þann 13. nóvember síðastliðinn verða birtar á morgun fimmtudaginn  22. nóvember á vefsíðunni www.hjariveraldar.is.

Samtökin vilja þakka Hjara Veraldar fyrir frábært starf við upptöku og miðlun á þessum sögulega fundi, og öðrum samskonar viðburðum undanfarin misseri. Hér er um að ræða hugsjónastarf sem verðskuldar mun meiri viðurkenningu en það hefur í raun hlotið.

Félagsmenn og aðrir áhugasamir sem ekki gátu sótt fundinn geta nú fengið að njóta þess að horfa á vandaða upptöku af fundinum með skýru hljóði.

 

Lesa áfram...

Formaður HH afhendir forseta Alþingis ályktun borgarafundarins

Ólafur Garðarsson formaður HH afhenti Ástu Ragnheiði Jóhannesdóttur forseta Alþingis ályktun borgarafundar HH fyrir framan alþingishúsið síðastliðinn föstudag. Ályktunin er svohljóðandi "Almennur fundur í Háskólabíó 13. nóvember 2012 krefst þess að Alþingi tryggi tafarlaust afnám verðtryggingar á lánsfé og að gildandi lög um neytendavernd séu virt".

 

Stjórn HH hafði við afhendinguna meðferðis strákúst sem er orðin að táknmynd fyrir baráttu samtakanna gegn verðtryggingunni og málaferlin gegn Íbúðalánasjóði vegna verðtryggðs fasteignaláns, sem nú standa yfir. Stefnendur í málinu stilltu sér einmitt upp með sams konar kúst á myndinni sem fylgdi viðtali því er birtist í Fréttatímanum fyrir helgi, og lögðu þarmeð grunninn að strákústinum sem táknmynd. Þeir fjölmörgu sem sóttur borgarafundinn í Háskólabíó síðastliðinn miðvikudag, svo og allir þeir sem styðja baráttuna gegn verðtryggingunni eru hvattir til að stilla upp strákústinum fyrir framan heimili sín og sýna þannig samstöðu í verki.

Lesa áfram...

Ályktun Opins Borgarafundar HH í Háskólabíó

Svohljóðandi ályktun var samþykkt á um 1000 manna borgarafundi samtakanna.

Almennur fundur í Háskólabíó 13. nóvember 2012 krefst þess að Alþingi tryggi tafarlaust afnám verðtryggingar á lánsfé og að gildandi lög um neytendavernd séu virt.

Hagsmunasamtök heimilanna

Lesa áfram...

Fullt út úr dyrum á borgarafundi HH í Háskólabíó

Fullt var út úr dyrum á borgarafundi Hagsmunasamtaka heimilanna í Háskólabíó í gærkvöld, þar sem um 1000 manns komu saman. Yfirskrift fundarins var "Verðtryggingin dregin fyrir dóm", og var þar kynnt málsókn gegn Íbúðánasjóði vegna verðtryggðs fasteignaláns sem samtökin standa að baki. Einnig var á fundinum fjallað um frumvarp til laga um neytendalán sem nú liggur fyrir Alþingi og HH hafa gert alvarlega athugasemdir við.

Lesa áfram...

Kynning formanns á fundi í Háskólabíó

Ég vil þakka öllum viðstöddum fyrir komuna og ég vil sérstaklega þakka þeim sem eru með framsögu og í pallborði fyrir að gefa sér tíma til koma að ræða málefni verðtryggingarinnar og vera til svara til almennings.

Megin stef fundarins er málsókn gegn verðtryggingu en áður en ég gef stjórnina á fundinum til fundarstjóra vil ég segja þetta:

Við höfum verið í 4 ár að berjast gegn blekkingum, svikamyllum og snákaolíusölumennsku á neytendalánamarkaði og leiðréttingu á órétti sem af slíku hefur hlotist. Ef ekki væri fyrir það að ríkisvaldið stóð að hönnun og útbreiðslu þess fyrirbæris sem verðtrygging húsnæðislána er, stæðum við ekki frammi fyrir þeim vanda sem nú er við að etja. Það er og verður hlutverk stjórnmálamanna að vinda ofan af afleiðingum verðtryggingar, sama hvað dómsmálum líður. Vandinn vex um hver mánaðarmót, fleiri og fleiri heimili verða eignalaus og ógjaldfær. Þessi þróun er á allan hátt niðurdrepandi fyrir samfélagið okkar. Við höfum varað við þessari þróun og nú hefur hún raungerst í vanskilum til ÍLS sem nemur tugum milljarða. Allt tap ÍLS er vegna vanskila.

Að lokum vil ég þakka þeim mikla fjölda einstaklinga, félaga of fyrirtækja sem hafa lagt fram fé til þessarar baráttu. Án ykkar framlaga væri ekkert að gerast. Minni á heimasíðuna www.heimilin.is.

F.h. Hagsmunasamtaka heimilanna

Ólafur Garðarsson

Lesa áfram...

Trojuhestur Steingríms

Steingrímur J Sigfússon er að reyna að lauma verðtryggingunni inn í neytendalöggjöfina með Trojuhest smálánalöggjafar. Verðtryggingin er ósamræmanleg þeirri neytendalöggjöf sem hér hefur verið í gildi síðan 1994. Í frumvarpi SJS sem við töldum að ætti að bæta úr málum er varða smálán og nokkur göt í neytendalánalöggjöf er verið að lauma inn með lymskulegum hætti afnámi á ýmsum réttindum neytenda.

Meðal þessara réttinda er að fá árlega hlutfallstölu kostnaðar tilgreinda á greiðsluáætlun fyrir lántöku. Að sjálfsögðu er vandkvæðum háð að gera slíkt varðandi verðtryggingu enda stangast hún á við neytendarétt. Lánin hafa því verið veitt með ólöglegum hætti síðan í desember 2000 þegar fasteignalán voru felld undir neytendalánalöggjöf. Frumvarpið er tilraun til að veita verðtryggðum lánum lögmæti en það mundi að sjálfsögðu stangast á við neytendalöggjöf og tilskipanir á EES svæðinu eftir sem áður. Það væri hinsvegar lengri vegur fyrir neytendur að sanna rétt sinn nái þessi löggjöf fram að ganga. Þeir gætu þurft að leita til ESA og í kjölfarið EFTA dómstólsins. Hagsmunasamtök heimilanna vita að það er undir hælinn lagt hvort réttlæti finnist í gegn um ESA auk þess sem ferlið er dýrt, langt og torsótt.

 

Lesa áfram...

Þingfesting stefnu Hagsmunasamtaka heimilanna vegna verðtryggðs fasteignaláns

Í dag var þingfest fyrir héraðsdómi Reykjavíkur stefna gegn Íbúðalánasjóði vegna verðtryggðs neytendaláns sem Hagsmunasamtök heimilanna standa að baki. Samtökin hófu þessa vegferð innan dómskerfisins fyrir rúmi ári síðan, en ríkislögmaður (fyrir hönd Íbúðalánasjóðs) fór fram á frávísun málsins vegna meints formgalla og féllust dómsstólar á þá kröfu í fyrstu atrennu.

Lesa áfram...
Subscribe to this RSS feed

© Hannað af Filmís 

Hagsmunasamtök heimilanna voru stofnuð 15. janúar 2009 og eru frjáls og óháð hagsmunasamtök á neytendasviði, til varnar og hagsbóta fyrir heimilin í landinu.

Orð frá formanni

CEO 

Orð frá formanni Varlega áætlað hafa 15.000 fjölskyldur, 45.000 einstaklingar misst heimili sín frá hruni. Enginn hefur svarað fyrir það, hvað þá axlað á því ábyrgð. 

Þegar 15% þjóðarinnar missa heimili sín, gætir áhrifanna víða. Við sjáum þau í ástandinu á leigumarkaði og við sjáum þau líka í auknum kvíða meðal ungmenna og kulnun hjá þeim sem eldri eru.

Þegar fólk er svipt heimilum sínum glatar það öryggi sínu sínu og fótfestu. Þegar við bætist magnvana reiði og örvænting vegna óréttlætisins sem það stendur frammi fyrir ásamt hjálpar- og varnaleysinu sem það upplifir þegar heimilinu er hreinlega stolið af því, er ekki nema von að eitthvað láti undan.

Spillingin í þjóðfélaginu er djúp og hún á sér margar hliðar. Hún birtist ekki bara í háu húsnæðisverði og skelfilegum leigumarkaði eða háum vöxtum og verðtryggingu, hún birtist ekki bara í því hvernig lífeyrissjóðirnir misfara með fé okkar allra eða í „krónu á móti krónu“ skerðingu, hún birtist ekki bara í lágum launum verkafólks á meðan sjálftökufólk af ýmsum toga skammtar sjálfu sér milljónir, hún birtist ekki bara í spilltum dómstólum sem gæta hagsmuna „hinna sterku“ í dómum sínum eða í því hvernig lög- og stjórnaskrárvarin réttindi hafa verið brotin á neytendum frá hruni með skelfilegum afleiðingum.

Nei, hún birtist í þessu öllu og meiru til. Spillingin er djúp og teygir anga sína víða. Hana þarf að rífa upp með rótum til að hægt sé að byggja upp nýtt og betra þjóðfélag.

Fyrsta skrefið væri að að afnema verðtryggingu á lánum heimilanna! Öðruvísi er ekki hægt að skapa eðlilegan húsnæðismarkað eða stöðva sjálftöku fjármálastofnanna á tekjum fólks.

En til að takast á við ræturnar þarf að fara fram rannsókn á aðgerðum stjórnvalda eftir hrun. Jú það var líka spilling fyrir hrun, en þá urðu ákveðin vatnaskil og það var þá sem meðvituð ákvörðun var tekin um að fórna heimilum landsins fyrir bankana.

15.000 heimili eiga skilið að fá svör og uppreist æru.

Við biðjum ykkur um að styðja kröfuna um Rannsóknarskýrslu heimilanna!

Ásthildur Lóa Þórsdóttir
Formaður HH

Fylgstu með á samfélagsmiðlum