Símatími

Mán - þri kl. 10-13

Hafa samband

heimilin@heimilin.is

Á döfinni

Jólakveðja til allra heimila

Hagsmunasamtök heimilanna óska félagsmönnum sem og landsmönnum öllum gleðilegra jóla og til hamingju með þann árangur sem náðst hefur fyrir heimilin á þessu ári.

 

Lesa áfram...

Endurkröfubréf vegna neytendalána

Hagsmunasamtök heimilanna hafa útbúið staðlað bréf fyrir neytendur sem þeir geta notað til að krefjast endurgreiðslu ofgreidds lánskostnaðar vegna ólögmætra skilmála á borð við gengistryggingu eða óréttmætra skilmála, til að mynda í samningum um neytendalán sem ekki tilgreina upplýsingar um lánskostnað með skýrum hætti.

Samkvæmt ráðleggingum sem koma fram í lögfræðiáliti sem samtökin létu gera fyrr á þessu ári eru neytendur sem telja að á réttindum sínum sé brotið eða þeir kunni að eiga rétt á endurgreiðslu, hvattir til þess að senda lánveitendum kröfubréf þar sem farið er fram á endurgreiðslu auk dráttarvaxta.

Leiðbeiningar: Hlaðið niður meðfylgjandi eyðublaði og prentið það út. Fyllið eyðublaðið út með upplýsingum um stað, dagsetningu, viðtakanda og sendanda, auk númers lánssamningsins. Upplýsingar um heimilisföng og kennitölu fjármálafyrirtækja má finna á vefsíðum þeirra (gjarnan neðst á síðu). Sendið lánveitanda bréfið með ábyrgðarpósti, kostnaður við það er 1.115 kr. skv. gjaldskrá Póstsins. Mikilvægt: óskið eftir afhendingu til skráðs viðtakanda hjá fyrirtækinu, og að fá móttökukvittun. Hafið upp frá þessu öll frekari samskipti bréfleg og varðveitið skjöl, bréf og önnur gögn skipulega.

ENDURKRÖFUBRÉF VEGNA NEYTENDALÁNA

2014-Endurkröfubréf-Neytend... by Hagsmunasamtök heimilanna

ÁLITSGERÐ UM RÉTT LÁNTAKENDA TIL AÐ HALDA EFTIR EIGIN GREIÐSLU

2013-02-20-Álitsgerð-Haldsr... by Hagsmunasamtök heimilanna

Lesa áfram...

Endurútreikningur neytendalána

Hagsmunasamtök heimilanna hafa ákveðið að bjóða félagsmönnum sínum og öðrum lántakendum upp á endurútreikning neytendalána gegn gjaldi. Útreikningarnir byggja á gildandi lögum um neytendarétt hér á landi, nánar tiltekið á lögum um neytendalán (nr. 121/1994), ákvæðum samningalaga (nr. 7/1936), ákvæðum vaxtalaga (nr. 38/2001), ásamt öðrum gildandi lögum og réttarreglum eftir því sem kann að eiga við um málsatvik hverju sinni.

Grunnverð fyrir endurútreikning er 31.375 kr. fyrir félagsmenn HH og 43.925 fyrir aðra. Ef um er að ræða flókna greiðslusögu bætast 6.275 kr. við verðið fyrir hverja skilmálabreytingu.

Þeir sem áhuga hafa á að nýta sér þessa þjónustu geta sent tölvupóst á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. og fengið allar nánari upplýsingar.

Fyrirvari: þjónustan nær eingöngu til staðlaðra neytendalána og er jafnframt áskilinn sá réttur að synja beiðni um þjónustuna í sérstökum tilvikum sem teljast óvenjuleg eða þar sem hinar stöðluðu reikniaðferðir fyrir neytendalán teljast af einhverjum ástæðum ekki eiga við.

Lesa áfram...

Ný heimasíða: "Fólk í fjötrum Dróma".

Ný heimasíða hefur verið sett í loftið undir yfirskriftinni:  "Fólk í fjötrum Dróma". Tilgangurinn er að sýna þá meðhöndlun sem "viðskiptavinir" fyrirtækisins hafa mátt þola, eða eins og það er orðað á síðunni "að sýna hvernig Drómi pönkast á "viðskiptavinum" sínum". Á síðunni má meðal annars lesa kærusem send hefur verið til sérstaks saksóknara á hendur Dróma fyrir skipulagða glæpastarfsemi.

 

Lesa áfram...

Frestun á nauðungarsölum fagnað

Stjórn Hagsmunasamtaka heimilanna (HH) fagnar því að innanríkisráðherra, Hanna Birna Kristjánsdóttir, skuli loks hafa brugðist við ítrekuðum áskorunum samtakanna um að stöðva nauðungarsölur á heimilum neytenda.

Fulltrúar samtakanna áttu fund með innanríkisráðherra þann 9. október þar sem þessi krafa var sett fram, annars vegar vegna þess að samtökin telja nauðungaruppboð vera óréttmæt nema að undangengnum dómsúrskurði og hins vegar vegna þess að ótækt væri að bjóða upp húsnæði fólks á meðan beðið væri boðaðra aðgerða ríkisstjórnarinnar. Svör ráðherrans við kröfum samtakanna voru á þá leið að stöðvun nauðungaruppboða gengi gegn stjórnarskárvörum réttindum kröfuhafa. Þegar ráðherrann var spurð nánar út í þetta í fjölmiðlaumræðum um nauðungaruppboð í kjölfar fundarins svaraði ráðherra því til að þetta væri samkvæmt áliti “helstu sérfræðinga á þessu sviði”.

Lesa áfram...

Skuldaleiðréttingatillögur stjórnvalda: Betur þarf ef duga skal til framtíðar

Það er mat stjórnar Hagsmunasamtaka heimilanna (HH) að aðgerðaáætlun um höfuðstólslækkun húsnæðislána sem kynnt var í Hörpunni hinn 30. nóvember síðastliðinn, feli í sér ágætar tillögur eins langt og þær ná, en að þær séu samt sem áður allt of léttvægar miðað við ástandið eins og það er orðið í dag. Rétt er að hafa í huga að tillögurnar eiga eftir að hljóta þinglega meðferð og samþykki, þar sem þær geta tekið talsverðum breytingum eða jafnvel verið synjað. Forskriftin að aðgerðaráætluninni var lögð fram með þingsályktunartillögu forsætisráðherra á sumarþinginu og skiluðu HH inn ítarlegri umsögn um hana. Hefði aðgerðaráætlunin litið dagsins ljós strax árið 2009 hefðu HH efalaust fagnað henni ákaft enda er hún mjög í samræmi við kröfur samtakanna á þeim tíma. Forsendurnar nú þegar fimm ár eru liðin frá hruni eru hins vegar talsvert breyttar og finnst okkur í HH tími til kominn að stjórnvöld horfist í augu við vandann í stað þess að setja sífellt fleiri plástra með fallegum myndum á svöðusárin.

Lesa áfram...

Rannsóknarskýrsla um starfsemi Dróma hf.

Hagsmunasamtök heimilanna hafa gefið út sérstaka rannsóknarskýrslu um starfsemi Dróma hf.

Meðal ástæðna þess að samtökin réðust í gerð skýrslunnar er sáttargerð sem Fjármálaeftirlitið (FME) gerði við Dróma hf. um að fyrirtækið skyldi greiða 2.800.000 krónur í sekt fyrir að hafa stundað ólögmæta innheimtustarfsemi. Nánar tiltekið komst FME að þeirri niðurstöðu, eftir athugun sem hófst fyrir tæpu ári síðan, að Drómi hf. hefði stundað frum- og milliinnheimtu á lánum í eigu ESÍ/Hildu og Frjálsa hf. í andstöðu við 3. gr. innheimtulaga.

Hagsmunasamtök heimilanna telja það algerlega óviðunandi niðurstöðu fyrir neytendur að FME taki með svo vægum hætti á fyrirtæki sem stundað hefur lögbrot gegn “viðskiptavinum” sínum undanfarin fjögur og hálft ár. Samtökin hafa farið á fund efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis til að kynna skýrsluna og hafa óskað eftir fundi með stjórnskipunar og eftirlitsnefnd annars vegar og hins vegar allherjar- og menntamálanefnd Alþingis í sama tilgangi.

Einnig er í undirbúningi kvörtun til Umboðsmanns Alþingis byggð á niðurstöðum í skýrslunni. Þess verður farið á leit að umboðsmaður skeri úr um það hvort Fjármálaeftirlitið sé yfirhöfuð hæft til að fjalla um málefni Dróma, í ljósi þess að það var einmitt FME sem stofnaði Dróma í mars árið 2009. Verði niðurstaðan sú að FME sé hæft til að fjalla um Dróma verður jafnframt óskað eftir því að kannað verði hvort FME hafi haft heimild til að ljúka málinu með umræddri sáttargerð.

Sjá einnig: gagnasafn um Dróma hf.

 

2013-HH-Rannsóknarskýrsla-D... by Hagsmunasamtök heimilanna

Lesa áfram...

Óréttmætar nauðungarsölur án undangengins dóms

Hagsmunasamtök heimilanna (HH) hafa að undanförnu vakið athygli á miklum fjölda auglýstra nauðungarsala á heimilum fólks. Á fundi sem fulltrúar samtakanna áttu í byrjun október með innanríkisráðherra, Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, var þess krafist að nauðungarsölur vegna neytendalána verði stöðvaðar tímabundið, m.a. á þeirrri forsendu að ríkisstjórnin hefur sjálf sett fram tímasettar áætlanir til hjálpar skuldugum heimilum.

Lesa áfram...

Hagsmunasamtök heimilanna krefjast skýringa frá innanríkisráðherra.

Hagsmunasamtök heimilanna skoruðu í vikunni á innanríkisráðherra að skýra fullyrðingar sínar um að stöðvun á nauðungarsölum gangi gegn stjórnarskárbundnum réttindum kröfuhafa. Einnig að gefa lögfræðilegar skýringar á því hvernig stöðvun nauðungarsala geti gengið gegn réttindum þeirra sem þegar hafa misst heimili sín í slíkum fullnustugerðum, en því hefur ráðherrann einnig haldið fram.

Ráðherrann hefur engu svarað og því ítreka samtökin áskorun sína hér með, og krefjast þess að fá svör við þessum spurningum. Alls hafa heimili 260 fjölskyldna verið auglýst á nauðungarsölum á vefnum syslumenn.is það sem af er októbermánuði. Það hlýtur að teljast lágmarks kurteisi að Hanna Birna Kristjánsdóttir, innanríkisráðherra skýri nánar fyrir þeim einstaklingum sem hér eiga í hlut, og þeirra sem nú bíða fullnustugerða á heimilum sínum, hvers vegna ríkisstjórnin hefur ekki nú þegar stöðvað nauðungarsölur sem HH hafa margítrekað að eru ólögmætar nema dómsúrskurður liggi fyrir.

 

Lesa áfram...

Áskorun til innanríkisráðherra, Hönnu Birnu Kristjánsdóttur

Eftir umfjöllun Hagsmunasamtaka heimilanna undanfarna daga um stöðvun nauðungarsala og gjaldþrota skorar stjórn HH á innanríkisráðherra, Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, að skýra nánar fullyrðingar sínar um að stöðvun á nauðungarsölum gangi gegn stjórnarskárbundnum réttindum kröfuhafa. Á fundi með fulltrúum HH í síðustu viku, og í fjölmiðlum undanfarna daga í kjölfar þess fundar hefur ráðherrann haldið því fram að álit “helstu sérfræðinga á þessu sviði” standi helst í vegi fyrir því að stjórnvöld stöðvi nauðungarsölur.

Lesa áfram...
Subscribe to this RSS feed

© Hannað af Filmís 

Hagsmunasamtök heimilanna voru stofnuð 15. janúar 2009 og eru frjáls og óháð hagsmunasamtök á neytendasviði, til varnar og hagsbóta fyrir heimilin í landinu.

Orð frá formanni

CEO 

Orð frá formanni Varlega áætlað hafa 15.000 fjölskyldur, 45.000 einstaklingar misst heimili sín frá hruni. Enginn hefur svarað fyrir það, hvað þá axlað á því ábyrgð. 

Þegar 15% þjóðarinnar missa heimili sín, gætir áhrifanna víða. Við sjáum þau í ástandinu á leigumarkaði og við sjáum þau líka í auknum kvíða meðal ungmenna og kulnun hjá þeim sem eldri eru.

Þegar fólk er svipt heimilum sínum glatar það öryggi sínu sínu og fótfestu. Þegar við bætist magnvana reiði og örvænting vegna óréttlætisins sem það stendur frammi fyrir ásamt hjálpar- og varnaleysinu sem það upplifir þegar heimilinu er hreinlega stolið af því, er ekki nema von að eitthvað láti undan.

Spillingin í þjóðfélaginu er djúp og hún á sér margar hliðar. Hún birtist ekki bara í háu húsnæðisverði og skelfilegum leigumarkaði eða háum vöxtum og verðtryggingu, hún birtist ekki bara í því hvernig lífeyrissjóðirnir misfara með fé okkar allra eða í „krónu á móti krónu“ skerðingu, hún birtist ekki bara í lágum launum verkafólks á meðan sjálftökufólk af ýmsum toga skammtar sjálfu sér milljónir, hún birtist ekki bara í spilltum dómstólum sem gæta hagsmuna „hinna sterku“ í dómum sínum eða í því hvernig lög- og stjórnaskrárvarin réttindi hafa verið brotin á neytendum frá hruni með skelfilegum afleiðingum.

Nei, hún birtist í þessu öllu og meiru til. Spillingin er djúp og teygir anga sína víða. Hana þarf að rífa upp með rótum til að hægt sé að byggja upp nýtt og betra þjóðfélag.

Fyrsta skrefið væri að að afnema verðtryggingu á lánum heimilanna! Öðruvísi er ekki hægt að skapa eðlilegan húsnæðismarkað eða stöðva sjálftöku fjármálastofnanna á tekjum fólks.

En til að takast á við ræturnar þarf að fara fram rannsókn á aðgerðum stjórnvalda eftir hrun. Jú það var líka spilling fyrir hrun, en þá urðu ákveðin vatnaskil og það var þá sem meðvituð ákvörðun var tekin um að fórna heimilum landsins fyrir bankana.

15.000 heimili eiga skilið að fá svör og uppreist æru.

Við biðjum ykkur um að styðja kröfuna um Rannsóknarskýrslu heimilanna!

Ásthildur Lóa Þórsdóttir
Formaður HH

Fylgstu með á samfélagsmiðlum