Símatími

Mán - þri kl. 10-13

Hafa samband

heimilin@heimilin.is

Á döfinni

Hitajöfnun og hitaaðlögun í draumalandinu

Jobbi átti hús og var í viðskiptum við Hitaveituna hf. Þannig vildi til að tveir mælar voru á vatnsnotkuninni. Annar var út í götu og hinn við sjálft inntakið. Hitaveita vildi meina að mælirinn í götunni væri öruggari og sannfærði Jobba um að notkunarmæling miðaðist við þann mæli. Nú verður gröfuóhapp (grafa hitaveitunnar) og gat kemst á rörið á milli mælisins úti í götu og mælisins við inntakið. Þetta var svert veiturör og út lak 25 ára jafnaðarnotkun hússins af vatni áður en tókst að skrúfa fyrir.

Lesa áfram...

Fundur með Jóhönnu ekki með fulltrúum HH

Vegna orða Jóhönnu Sigurðardóttur í frétt Mbl.is, þá vilja Hagsmunasamtök heimilanna taka fram að enginn talsmaður Hagsmunasamtaka heimilanna eða aðili með umboð samtakanna var á fundi fulltrúa Nýrra tíma með Jóhönnu Sigurðardóttur og Steingrími J. Sigfússyni í dag.  Vilji þau ræða við Hagsmunasamtökin þá verður það ekki í gegnum mótmælaaðgerðir eins og í dag, heldur á fyrirfram skipulögðum fundi.  Hagsmunasamtökin hafa lagt sig fram um fagleg og vel undirbúin vinnubrögð.  Kaffiboð með nokkurra mínútna fyrirvara fellur ekki undir það.

Stjórn Hagsmunasamtaka heimilanna er tilbúin að hitta forsætisráðherra og fjármálaráðherra hvenær sem er.  Við höfum þegar átt fund með mörgum aðilum, m.a. ráðuneytisstjóra fjármálaráðuneytisins, og eigum fulltrúa í undirnefnd Velferðarvaktarinnar.  Viljum við því koma þeim skilaboðum til forsætisráðherra og fjármálaráðherra að nefna þann tíma sem þeim hentar að hitta okkur og við munum ekki láta bíða eftir okkur.

Samtökin harma að forsætisráðherra hafi þann skilning að fulltrúar Nýrra tíma hafi verið talsmenn Hagsmunasamtaka heimilanna - sú er EKKI raunin.

Lesa áfram...

Fyrirvarar á undirskriftir

Vésteinn Gauti Hauksson var í símaviðtali á Bylgjunni í morgun en þar kom ýmislegt fróðlegt fram varðandi fyrirvara sem neytendur eru að gera á breytingar á lánum. Hlusta má á viðtalið á vef Bylgjunnar hér.

Þess má geta að Björn Þorri Viktorsson hrl. hefur sagt fólki að vilji lánastofnun ekki taka við fyrirvara á lánapappírana sjálfa má senda fyrirvarann inn einhliða með tölvupósti eftir að heim er komið (ath. að senda á fleiri en eitt netfang hjá lánastofnuninni). Hagsmunasamtök heimilanna hafa stofnað sérstakt netfang This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. þar sem fólk getur sent afrit af slíkum póstum (sett í CC reit tölvupóstsins). Fyrirvarinn má t.d. vera: "Með fyrirvara um betri rétt neytanda". Komi upp deilur um fyrirvarann seinna meir má senda beiðni til Hagsmunasamtaka heimilanna um að fá afrit af póstinum.

 

Lesa áfram...

Hjálparvakt tannlækna

Fjárhagslegar aðstæður margra heimila hafa breyst verulega til hins verra á síðustu mánuðum. Því miður sýnir reynslan að eitt af því sem foreldrar neyðast til að spara þegar þrengir að eru tannviðgerðir og eftirlit hjá börnum og unglingum. Dregið hefur stórlega úr þáttöku íslenskra stórnvalda í kostnaði vegna tannheilsu barna og við blasir gífurleg hætta á tannskemmdum og jafnvel vanlíðan barna og unglinga um þessar mundir. Í sumum tilfellum bíður fólk þess aldrei bætur. Tannlæknar hafa ákveðið að koma til móts við þau heimili sem erfiðast eiga uppdráttar með sjálfboðavinnu við skoðun og viðgerðir tanna hjá börnum og unglingum.

Lesa áfram...

Gengistryggð lán ólögleg?

Húsfyllir á kynningarfundi Hagsmunasamtaka heimilanna um hópmálsókn

16. apríl kl. 20:00 héldu Hagsmunasamtök heimilanna kynningarfund vegna fyrirhugaðra málaferla gegn lánveitendum. Samtökin telja nauðsynlegt að dómstólar taki afstöðu til lögmæti skilmála verðtryggðra og gengistryggðra húsnæðislána í ljósi þess hve forsendur þessara lána hafa breyst gríðarlega.  Undirbúningur að svona málsókn er þegar hafinn.  Er þetta m.a. gert í ljósi þess, að ríkisvaldið hefur ákveðið skilja lántakendur eftir með skellinn af hækkun höfuðstóls lánanna.

Lesa áfram...

Almenni lífeyrissjóðurinn fellur frá sjálftöku v. séreignarsparnaðs

Hagsmunasamtök heimilanna fagna þessari ákvörðun Almenna lífeyrissjóðsins og hvetja aðra sjóði til að gera slíkt hið sama.

Frétt af mbl.is: Hætt við að innheimta kostnað

Almenni lífeyrissjóðurinn hefur fallið frá því að innheimta kostnað vegna útborgunar séreignarsjóðs við sérstakar aðstæður.  Þóknunina 0,5% átti að nota til að mæta kostnaði við útborgunina sem felst m.a. í breytingu á tölvukerfum og þóknunar við sölu verðbréfa.  Í ljósi aðstæðna í samfélaginu nú hefur sjóðurinn hins vegar hætt við að innheimta slíka þóknun, að því er segir í tilkynningu frá lífeyrissjóðnum.

 

Lesa áfram...

Frá Neytendastofu: Skilmálar myntkörfulána ólögmætir

Bankarnir léku þann leik grimmt í fyrra að hækka vaxtaálag sitt á erlendum lánum. Dæmi eru um að vaxtaálag/kjörvextir hafi verið hækkaðir sem nemur 111% (vaxtaálagið er í raun þóknun bankans og því um sjálftöku að ræða) og er vitað um dæmi þar sem slík hækkun á vöxtum hafi  þýtt kostnaðarauka fyrir fjölskyldu upp á rúma 1 milljón á ársgrundvelli á sama tíma sem hvoru tveggja höfuðstóll og afborganir fór hríðhækkandi vegna veikingar krónunnar og því eflaust margir ekki áttað sig á því um hvað væri að ræða.

Lesa áfram...

Lækkuð greiðslubyrði erlendra lána

Hagsmunasamtökum heimilanna hafa borist óformlegar upplýsingar þess eðlis að áform stjórnvalda vegna gengistryggðra húsnæðislána gangi lengra en nýkynnt úrræði Íslandsbanka vegna þessa mála.  Samtökin hvetja því landsmenn til að taka ekki ákvarðanir um skuldbreytingasamninga að svo stöddu nema að vandlega íhuguðu máli.

 

Lesa áfram...
Subscribe to this RSS feed

© Hannað af Filmís 

Hagsmunasamtök heimilanna voru stofnuð 15. janúar 2009 og eru frjáls og óháð hagsmunasamtök á neytendasviði, til varnar og hagsbóta fyrir heimilin í landinu.

Orð frá formanni

CEO 

Orð frá formanni Varlega áætlað hafa 15.000 fjölskyldur, 45.000 einstaklingar misst heimili sín frá hruni. Enginn hefur svarað fyrir það, hvað þá axlað á því ábyrgð. 

Þegar 15% þjóðarinnar missa heimili sín, gætir áhrifanna víða. Við sjáum þau í ástandinu á leigumarkaði og við sjáum þau líka í auknum kvíða meðal ungmenna og kulnun hjá þeim sem eldri eru.

Þegar fólk er svipt heimilum sínum glatar það öryggi sínu sínu og fótfestu. Þegar við bætist magnvana reiði og örvænting vegna óréttlætisins sem það stendur frammi fyrir ásamt hjálpar- og varnaleysinu sem það upplifir þegar heimilinu er hreinlega stolið af því, er ekki nema von að eitthvað láti undan.

Spillingin í þjóðfélaginu er djúp og hún á sér margar hliðar. Hún birtist ekki bara í háu húsnæðisverði og skelfilegum leigumarkaði eða háum vöxtum og verðtryggingu, hún birtist ekki bara í því hvernig lífeyrissjóðirnir misfara með fé okkar allra eða í „krónu á móti krónu“ skerðingu, hún birtist ekki bara í lágum launum verkafólks á meðan sjálftökufólk af ýmsum toga skammtar sjálfu sér milljónir, hún birtist ekki bara í spilltum dómstólum sem gæta hagsmuna „hinna sterku“ í dómum sínum eða í því hvernig lög- og stjórnaskrárvarin réttindi hafa verið brotin á neytendum frá hruni með skelfilegum afleiðingum.

Nei, hún birtist í þessu öllu og meiru til. Spillingin er djúp og teygir anga sína víða. Hana þarf að rífa upp með rótum til að hægt sé að byggja upp nýtt og betra þjóðfélag.

Fyrsta skrefið væri að að afnema verðtryggingu á lánum heimilanna! Öðruvísi er ekki hægt að skapa eðlilegan húsnæðismarkað eða stöðva sjálftöku fjármálastofnanna á tekjum fólks.

En til að takast á við ræturnar þarf að fara fram rannsókn á aðgerðum stjórnvalda eftir hrun. Jú það var líka spilling fyrir hrun, en þá urðu ákveðin vatnaskil og það var þá sem meðvituð ákvörðun var tekin um að fórna heimilum landsins fyrir bankana.

15.000 heimili eiga skilið að fá svör og uppreist æru.

Við biðjum ykkur um að styðja kröfuna um Rannsóknarskýrslu heimilanna!

Ásthildur Lóa Þórsdóttir
Formaður HH

Fylgstu með á samfélagsmiðlum