Símatími

Mán - þri kl. 10-13

Hafa samband

heimilin@heimilin.is

Á döfinni

Sparnaður gefur út reiknivél fyrir gengistryggð lán

Að áskorun formanns stjórnar HH ákvað stjórn Sparnaðar ehf að gefa frjálsan aðgang að reiknivél sem þeir hafa þróað fyrir gengistryggð lán. reiknivélin er í formi skjals fyrir töflureikni. Sparnaður brást fljótt og vel við ákoruninni og má nú hlaða reikninum niður af vefsíðu þeirra hér.

Það er von stjórnar HH að reiknivélin gefi fólki einhverjar hugmyndir um stöðu sinna mála en ekki er þó hægt að reikna með að nákvæm niðurstaða fáist í hverju máli með svo almennu tóli. Stjórn HH vísar á Sparnað ehf og vefsíðu þeirra varðandi allar frekari fyrirspurnir um þetta mál. Eins og gengur með þróun húgbúnaðartóla er þetta væntanlega verkefni í þróun. Við reiknum því með að Sparnaður ehf þiggi með þökkum allar ábendingar frá notendum um betrumbætur reiknivélarinnar. Þeir hafa tekið ábendingum HH mjög vel og reynt eftir fremsta megni að bæta og breyta eftir okkar ábendingum.

 

Lesa áfram...

"Ef vér slítum í sundur lögin, slítum vér og í sundur friðinn"

Hagsmunasamtök heimilanna vinna að tilmælum sem verður beint til lántakenda vegna dóms Hæstaréttar. Tilmælin verða birt á heimasíðunni við fyrsta tækifæri. Stjórn HH gerir sér grein fyrir mikilvægi þess að lántakar hafi bakhjarla í beinni árás fjármálastofnana á þeirra hag. SÍ og FME hafa nú tekið skíra afstöðu með lögbrjótandi fjármálafyrirtækjum gegn lántökum og virðast telja efnahagsstöðugleika byggjast á stuðningi við varglánastarfsemi. Þessari árás verður að hrinda og setja þessum stofnunum viðeigandi mörk.

 

Lesa áfram...

FME og SÍ afhjúpa sig

SÍ og FME héldu sameiginlegan blaðamannafund í morgun (30. júní 2010). Gefnar voru yfirlýsingar og tilmæli til lánastofnana að notast við vexti Seðlabankans við útreikning gengistryggðra lána í stað þeirra vaxtakjara sem samningar lánanna segja til um. Báðar þessar stofnanir eru berar að stórfelldri vanrækslu í eftirliti með útlánum fjármálastofnana en kóróna nú vanrækslu fyrri ára með hvatningu til áframhaldandi lögbrota fjármálafyrirtækja.

Stjórnendur þessara stofnana hafa með þessu líklega gert FME og SÍ skaðabótaskild og einnig eiga þeir á hættu að vera persónulega skaðabótaskildir. Egill Helgason, einn af megin pennum á vefnum eyjan.is og stjórnandi þáttarins Silfur Egils hefur sagt frammistöðu kerfisins hér að stórum hluta "fúsk". Störf SÍ og FME falla líklega með þessum gjörningi mjög tryggilega innan ramma þessa lýsandi og kjarnyrta hugtaks.

Lesa áfram...

Góður fundur í Iðnó

Sjá má fundinn hér á hjariveraldar.is

Fullt var út úr dyrum á borgarafundi sem haldinn var í Iðnó á mánudagskvöld 28. júní á vegum Borgarafunda. Pétur Blöndal, Gylfi Magnússon, Lilja Mósesdóttir og Guðmundur Andri Skúlason fluttu erindi og í kjölfarið komu spurningar úr sal og umræður. Marinó G Njálsson var fulltrúi Hagsmunasamtaka heimilanna í pallborði en Ragnar Baldursson hrl sat einnig fyrir svörum en við höfum ekki nöfn annarra sem voru í pallborði. Gunnar Sigurðsson stjórnaði fundinum.

Málflutningur viðskiptaráðherra var fyrirsjáanlegur og kom því miður ekkert nýtt frá honum að þessu sinni. Pétur Blöndal var hressilegur að vanda, hann stillir sér fyrirsjáanlega upp sem verndara sparifjáreigenda. Heimilin eru nefnilega stærstu sparifjáreigendur landsins en það fé er reyndar bundið að mestu í fasteignum heimilanna. Af einhverjum ástæðum hefur PB einskorðað vernd sína við sparifjáreigendur sem eiga peningaeignir, flestir aðrir teljast skuldarar í hans huga og "naflaskoðarar" eins og hann komst að orði í erindi sínu.

Lesa áfram...

Fróðleg útspil viðskiptaráðherra

Í fjölmiðlum fer nú fram skemmtilegt sjónarspil. Segja má að erfitt reynist að hreinsa kusk af hvítflibba fjármálafyrirtækjanna. Fúskið hefur verið afhjúpað enn og aftur og í þetta sinn fyrir Hæstarétti sem úrskurðaði gengistryggingu endanlega ólöglega í kjölfarið. Eina mínútuna koma yfirlýsingar frá viðskiptaráðherra um að dóm hæstaréttar beri að virða og það næsta sem maður veit er að setja eigi svonefnda "íslenska" vexti á gengistryggð og nú leiðrétt lán, til að koma í veg fyrir að þessir tilteknu lántakar "græði" á kostnað annarra.

Lesa áfram...

Hæstiréttur staðfestir að gengistrygging er ólögleg

Spennan í dómsal var næstum óbærileg mínúturnar í aðdraganda dómsuppkvaðningar Hæstaréttar. Hæstiréttur hefur staðfest skilning okkar á lögum um vexti og verðbætur (38/2001) hvar bannað er að miða verðbreytingar lána við dagsgengi erlendra gjaldmiðla. Til hamingju heimili landsmanna. Sjá nánar hér síðar um þennan viðburð.

Sjá dómsniðurstöður hér:

http://haestirettur.is/domar?nr=6715
http://haestirettur.is/domar?nr=6714
http://haestirettur.is/domar?nr=6719

Lesa áfram...

Hæstiréttur 2. júní 2010

Gengistryggingu neytendalána voru flutt fyrir Hæstarétti miðvikudagsmorgun 2. júní 2010. Ólafur Rúnar Ólafsson varðist fyrir Jóhann Rafn Hreiðarsson og Trausta Snæ Friðriksson, sókn Sigurmars K. Albertssonar fyrir Lýsingu hf. Sigurmar K. Albertsson varði einnig SP-fjármögnun gegn áfrýjun Björns Þorra Viktorssonar fyrir Óskar Sindra Atlason. Málin voru flutt sem einn viðburður saman fyrir fimm dómurum hæstaréttar, en vegna líkinda með málunum skiptu lögmennirnir með sér verkumLögmennirnir reyndu að forðast að endurtaka efnistök hvors annars og náðu þannig væntanlega fram umtalsverðum tímasparnaði bæði fyrir sig sjálfa og Hæstarétt.

Lesa áfram...

Óheimilt að gengistryggja segir héraðsdómur

Ú R S K U R Ð U R Héraðsdóms Reykjavíkur 30. apríl 2010 í máli nr. X-35/2010:

NBI hf. (Þorvaldur Emil Jóhannesson hdl.) gegn
Þráni ehf. (Arnar Þór Jónsson hdl)

"Dómari þessa máls er í einu og öllu sammála þeirri niðurstöðu sem er svo skýrlega orðuð í þessum dómi.  Telur hann m.ö.o. að ekki sé heimilt að reikna fjárhæð skuldar varnaraðila með þeirri hækkun sem sóknaraðili reiknar vegna breytinga á gengi jens og svissnesks franka gagnvart íslenskri krónu.  Telur hann að miða verði við upphaflegan höfuðstól auk áfallinna vaxta, en að ekki sé heimilt að reikna annars konar verðtryggingu í stað gengisviðmiðunar.

Að þessu athuguðu verður að miða við að upphaflegur höfuðstóll skulda varnaraðila hafi verið 357.500.000 krónur og að hann hafi ekki hækkað.  Varnaraðili telur verðmæti eigna sinna, sem sóknaraðili eigi veðrétt í, nema rúmlega 600 milljónum króna.  Þá segir hann á yfirlitsblaði er hann lagði fram að sóknaraðili hafi metið verðmæti eignanna 474 milljónir króna.  Þessu var ekki mótmælt í málflutningi.  Ætla verður að krafa sóknaraðila hafi hækkað frá því að lánin voru veitt, en eins og málið er reifað hér fyrir dómi er ekki unnt að áætla með viðunandi nákvæmni heildarfjárhæð skuldarinnar.  Sýslumaður hefur ekki lagt til grundvallar ákvörðun sinni réttan útreikning á kröfu sóknaraðila og óljóst er hvernig hann metur eignir varnaraðila.  Er því rökstudd ástæða til að ætla að gerðin gefi ekki rétta mynd af fjárhag varnaraðila, sbr. 1. tl. 2. mgr. 65. gr. laga nr. 21/1991.  Verður því að hafna kröfu sóknaraðila.

Rétt er að sóknaraðili greiði varnaraðila 300.000 krónur í málskostnað.

Jón Finnbjörnsson héraðsdómari kveður upp úrskurð þennan.

 

Ú r s k u r ð a r o r ð

Hafnað er kröfu sóknaraðila, NBI hf., um að bú varnaraðila, Þráins ehf., verði tekið til gjaldþrotaskipta.

Sóknaraðili greiði varnaraðila 300.000 krónur í málskostnað."

Lesa áfram...

Málatilbúnaður SP-fjármögnunar

Hæstiréttur staðfesti úrskurð um frávísun Héraðsdóms Reykjavíkur í máli SP-fjármögnunar (Sigurmar K. Albertsson hrl.) gegn Jónasi Vali Jónassyni og Önnu Sigurlínu Karlsdóttur (Björn Þorri Viktorsson hrl.). 

 

Úrdráttur úr dómi hæstaréttar (smellið hér til að lesa allan dóminn á vef Hæstaréttar):

"Svo sem fram kemur í hinum kærða úrskurði er niðurstaða hans á því reist að málatilbúnaður sóknaraðila í stefnu hafi ekki uppfyllt kröfur e. liðar 1. mgr. 80 gr. laga nr. 91/1991. Sóknaraðili hefur nú freistað þess að skýra kröfur sínar frekar með því að leggja fram ný gögn fyrir Hæstarétt.

...

Það verður því ekki bætt úr annmörkum á reifun máls í stefnu með því að leggja fram gögn og skýringar á kröfugerð fyrir Hæstarétti í kærumáli vegna frávísunar máls frá héraði.

...

Dómsorð (Hæstiréttur):

Hinn kærði úrskurður er staðfestur um að vísa máli sóknaraðila, SP-fjármögnunar hf., á hendur varnaraðilum, Jónasi Val Jónassyni og Önnu Sigurlínu Karlsdóttur, frá héraðsdómi.

Sóknaraðili greiði varnaraðilum málskostnað í héraði og kærumálskostnað, samtals 200.000 krónur til hvors þeirra um sig."

Þess má geta að fjallað er um dóminn á Eyjan.is en þar eru ýmsar athyglisverðar upplýsingar reifaðar í athugasemdum lesenda.

Einnig vekur athygli að Hæstiréttur tekur sérstaklega fram að málskostnaður kr. 200 þús. skuli greiða stefndu hvoru um sig þ.e. 400 þús. samtals en úrskurður Héraðsdóms er ekki þannig fram settur. Svo virðist sem Hæstiréttur vilji með þessu senda SP-fjármögnun og lögmanni þess skilaboð. Við látum lesendum eftir hugleiðingar um það.

Dóm Héraðsdóms má lesa á heimasíðu Hæstaréttar í kjölfar dóms Hæstaréttar. Honum má einnig fletta upp á heimasíðu Héraðsdóms Reykjavíkur. Úrskurður Héraðsdóms var kveðinn af Hervör Þorvaldsdóttur héraðsdómara. Úrskurður Hæstaréttar var kveðinn af Ingibjörgu Benediktsdóttur, Garðari Gíslasyni og Jóni Steinari Gunnlaugssyni.

Hagsmunasamtök heimilanna óska Jónasi Vali Jónassyni, Önnu Sigurlínu Karlsdóttur og Birni Þorra Viktorssyni hrl. til hamingju með varnar sigur í þessu máli.

Lesa áfram...

Málsókn SP-fjármögnunar vísað frá í Héraðsdómi

Eftirfarandi er útdráttur úr dómsorði:

"Eins og áður greinir var mál þetta flutt um frávísunarkröfu stefndu og er einungis sá þáttur málsins til úrlausnar hér.

Stefnandi sem er fjármögnunarleiga krefur í máli þessu stefndu um greiðslu eftirstöðva bílasamnings aðila, sem stefnandi rifti hinn 12. desember 2008.  Stefndu krefjast frávísunar málsins þar sem málatilbúnaður stefnanda sé ekki í samræmi við áskilnað 80. gr. laga nr. 91/1991.

Lesa áfram...

Tímamóta dómur Áslaugar Björgvinsdóttur héraðsdómara

Mál nr.                         E-7206/2009:
Stefnandi:                   Lýsing hf. (Sigurmar Kristján Albertsson hrl.)

Stefndu:                      Jóhann Rafn Heiðarsson (Ólafur Rúnar Ólafsson hdl.)
                                     Trausti Snær Friðriksson

Dómari:                       Áslaug Björgvinsdóttir, settur héraðsdómari

Lesa áfram...
Subscribe to this RSS feed

© Hannað af Filmís 

Hagsmunasamtök heimilanna voru stofnuð 15. janúar 2009 og eru frjáls og óháð hagsmunasamtök á neytendasviði, til varnar og hagsbóta fyrir heimilin í landinu.

Orð frá formanni

CEO 

Orð frá formanni Varlega áætlað hafa 15.000 fjölskyldur, 45.000 einstaklingar misst heimili sín frá hruni. Enginn hefur svarað fyrir það, hvað þá axlað á því ábyrgð. 

Þegar 15% þjóðarinnar missa heimili sín, gætir áhrifanna víða. Við sjáum þau í ástandinu á leigumarkaði og við sjáum þau líka í auknum kvíða meðal ungmenna og kulnun hjá þeim sem eldri eru.

Þegar fólk er svipt heimilum sínum glatar það öryggi sínu sínu og fótfestu. Þegar við bætist magnvana reiði og örvænting vegna óréttlætisins sem það stendur frammi fyrir ásamt hjálpar- og varnaleysinu sem það upplifir þegar heimilinu er hreinlega stolið af því, er ekki nema von að eitthvað láti undan.

Spillingin í þjóðfélaginu er djúp og hún á sér margar hliðar. Hún birtist ekki bara í háu húsnæðisverði og skelfilegum leigumarkaði eða háum vöxtum og verðtryggingu, hún birtist ekki bara í því hvernig lífeyrissjóðirnir misfara með fé okkar allra eða í „krónu á móti krónu“ skerðingu, hún birtist ekki bara í lágum launum verkafólks á meðan sjálftökufólk af ýmsum toga skammtar sjálfu sér milljónir, hún birtist ekki bara í spilltum dómstólum sem gæta hagsmuna „hinna sterku“ í dómum sínum eða í því hvernig lög- og stjórnaskrárvarin réttindi hafa verið brotin á neytendum frá hruni með skelfilegum afleiðingum.

Nei, hún birtist í þessu öllu og meiru til. Spillingin er djúp og teygir anga sína víða. Hana þarf að rífa upp með rótum til að hægt sé að byggja upp nýtt og betra þjóðfélag.

Fyrsta skrefið væri að að afnema verðtryggingu á lánum heimilanna! Öðruvísi er ekki hægt að skapa eðlilegan húsnæðismarkað eða stöðva sjálftöku fjármálastofnanna á tekjum fólks.

En til að takast á við ræturnar þarf að fara fram rannsókn á aðgerðum stjórnvalda eftir hrun. Jú það var líka spilling fyrir hrun, en þá urðu ákveðin vatnaskil og það var þá sem meðvituð ákvörðun var tekin um að fórna heimilum landsins fyrir bankana.

15.000 heimili eiga skilið að fá svör og uppreist æru.

Við biðjum ykkur um að styðja kröfuna um Rannsóknarskýrslu heimilanna!

Ásthildur Lóa Þórsdóttir
Formaður HH

Fylgstu með á samfélagsmiðlum