Símatími

Mán - þri kl. 10-13

Hafa samband

heimilin@heimilin.is

Á döfinni

Í stríði gegn heimilunum

Vaxtaákvörðun Seðlabankans í gær er ekkert annað en stríðsyfirlýsing gegn heimilum landsins. Hvergi á byggðu bóli voga seðlabankar sér að fara gegn heimilum landsins með viðlíka hætti og hér og hvergi á byggðu bóli hefur verðbólgan haldist jafn há og hér. Hvert mannsbarn með vott af skynsemi ætti að sjá að vaxtahækkanir Seðlabankans hafa fyrir löngu síðan snúist upp í andhverfu sína og auka beinlínis vandann sem þær eiga að glíma við. Fyrir hverja er verið að berjast við verðbólguna ef ekki fyrir fólkið í landinu?

Fólkið í landinu er ekki til fyrir fjármálafyrirtækin og líf þess á ekki að snúast um að fóðra þau.

Aðgerðaleysi ríkisstjórnar Bjarna Benediktssonar og þar áður þessarar sömu ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur, gagnvart þessu áhlaupi á heimilin er óverjandi, en því miður ekki fordæmalaust.

Lesa áfram...

Svört skýrsla um áhrif verðtryggingar fæst ekki birt

Þingmaður Flokks fólksins vitnaði í svarta skýrslu sem ekki hefur fengist birt, í ræðu sinni á Alþingi í gær. Umrædd skýrsla var skrifuð af Dr. Ólafi Margeirssyni hagfræðingi og Jacky Mallett, lektor við Háskólann í Reykjavík, samkvæmt beiðni tólf þingmanna úr fimm flokkum. Þau skiluðu skýrslunni til félagsmálaráðuneytisins í júní í fyrra en hún hefur ekki enn fengist birt, þrátt fyrir ítrekaða eftirgrennslan Hagsmunasamtaka heimilanna.

Þingmanninn Ásthildi Lóu Þórsdóttur, sem einnig er formaður Hagsmunasamtaka heimilanna, þraut þolinmæðin í gær og ákvað hún að kunngjöra tilvist skýrslunnar og vitna í kafla hennar um áhrif verðtryggingarinnar á heimilin og hagkerfið.

Samkvæmt því sem Ásthildur Lóa sagði í ræðu sinni er ljóst að skýrslan er óþægileg fyrir stjórnvöld sem hafa varið verðtryggingu á lánum heimilanna með kjafti og klóm, þrátt fyrir loforð um annað. 

Einnig mælti þingmaðurinn fyrir rétti neytenda til að breyta úr verðtryggðum lánum í óverðtryggð en í þeirri ræðu komu fram sláandi niðurstöður sem sýna svart á hvítu hve mikil áhrif 3,4% hækkun verðbólgu frá ársbyrjun hefur haft á verðtryggð lán.

Almenningur á rétt á að sjá þessa skýrslu, ekki síst þegar litið er til þess hvernig fjármála- og efnahagsráðherra hefur ítrekað vísað til verðtryggðra lána sem „lausnar“ fyrir lántakendur sem ekki ráða við gríðarlegar vaxtahækkanir undanfarinna mánaða.

Þau eru ekki lausn, heldur gildra!

Hagsmunasamtök heimilanna

Lesa áfram...

Aðgerðir og aðgerðaleysi gagnvart verðbólgu

Umsögn til Alþingis

Hagsmunasamtaka heimilanna hafa sent frá sér umsögn við frumvarp ríkisstjórnarinnar um mótvægisaðgerðir í verðbólgu. Með frumvarpinu leggur ríkisstjórnin til að bætur almannatrygginga hækki um 3% og húsnæðisbætur um 10%, auk þess að greiddur verði sérstakur barnabótaauki að fjárhæð 20.000 kr. með hverju barni til þeirra sem fá tekjutengdar barnabætur. Frumvarpið verður lagt fram í mánuðinum og með samþykki þingsins taka þessar hækkanir gildi 1. júní. 

Fulltrúar samtakanna voru kölluð til samráðs á fjarfundi efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis, með fulltrúum Öryrkjabandalagsins og Leigjendasamtökunum.  

Hagsmunasamtök heimilanna eru fylgjandi þessum mótvægisaðgerðum en vöktu sérstaka athygli á því í umsögn sinni og á fundi efnahags- og viðskiptanefndar að engar aðgerðir hafa verið kynntar af hálfu ríkisstjórnarinnar sem gagnast útivinnandi fólki í eigin húsnæði.

Lesa áfram...

Áskorun til peningastefnunefndar Seðlabanka Íslands

Eftirfarandi áskorun hefur verið send peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands: 

Fyrir hönd VR, Verkalýðsfélags Akraness og Hagsmunasamtaka heimilanna, vilja undirrituð biðla til peningastefnunefndar seðlabankans og um leið seðlabankastjóra, að hækka ekki álögur á heimilin þrátt fyrir aukna verðbólgu.

Ekki auka álögur á heimilin í vaxandi verðbólgu

Vaxtahækkanir geta í einhverjum tilfellum verið réttlætanlegar til að slá á verðbólgu en það á ekki við þegar verðbólgan stafar aðallega af utanaðkomandi aðstæðum sem ekki verða raktar hér, auk skorts á húsnæði sem valdið hefur mikilli hækkun húsnæðisverðs.

Lesa áfram...

Frysting á verðtryggingu lána og húsaleigu

Frumvarp til laga á Alþingi

Ásthildur Lóa Þórsdóttir alþingismaður og formaður Hagsmunasamtaka heimilanna hefur mælt fyrir frumvarpi um tímabundna frystingu á verðtryggingu lána og húsaleigu vegna stöðunnar í efnahagsmálum. Með frumvarpi þessu er lagt til að frysta í ár, hækkanir á verðtryggðum skuldbindingum heimilanna vegna húsnæðis, sem hafa farið ört hækkandi að undanförnu vegna verðbólgu sem má að stóru leyti rekja til áhrifa heimsfaraldurs kórónuveiru. Frumvarpið var lagt fram 1. desember og mælt var fyrir því 18. janúar - 80/152 frumvarp til laga

Lesa áfram...

Verðtryggð lán eru aldrei hagstæð

Í desembermánuði sendu samtökin frá sér aðvörun til neytenda vegna aðgerða og yfirlýsinga Íslandsbanka um verðtryggð lán. Formaður Hagsmunasamtaka heimilanna varaði við áróðursherferð bankans í Reykjavík síðdegis, þar sem fjallað er um verðtryggð lán sem samkeppnishæfan valkost við óverðtryggð lán eftir lækkun vaxta. Samtökin fordæma yfirlýsingar sem eru til þess fallnar að blekkja neytendur, því verðtryggð lán eru aldrei hagstæðari valkostur í samanburði við óverðtryggð lán. Verðtryggð lán eru einfaldlega aldrei hagstæð. Þau fordæma ekki síður umfjöllun í Viðskiptablaðinu um hlýjan faðm verðtryggingarinnar frá 12. desember, þar sem gefið er í skyn að verðtrygging lána gefi heimilum öryggi sem hægt sé að líkja við hlýjan faðm. Samlíkingin er liður í áróðursherferð bankans.

 

Hér geta félagsmenn og aðrir hlustað á viðtal við formann HH í Reykjavík síðdegis:

Hagsmunasamtök heimilanna fordæma boð banka í hlýjan faðm verðtryggingarinnar

 

Fréttatilkynning samtakanna frá 15. desember, 2021:

Aðvörun til neytenda vegna vaxtabreytinga Íslandsbanka

 

Umfjöllun í Viðskiptablaðinu um verðtryggð lán:

Hlýr faðmur verðtryggingarinnar

 

 

Lesa áfram...

Aðvörun til neytenda vegna vaxtabreytinga Íslandsbanka

Fréttatilkynning 15. desember 2021

Hagsmunasamtök heimilanna fordæma aðgerðir og yfirlýsingar Íslandsbanka sem eru til þess gerðar að blekkja neytendur til að velja eða skipta yfir í verðtryggð lán að nýju. Neytendur skulu hafa það í huga að bankar eru almennt ekki með hagsmuni neytenda í huga heldur eru hagsmunir þeirra sjálfra og þeirra fjárfesta, ávallt í forgrunni. Í hartnær fjörtíu ár hafa bankarnir makað krókinn á verðtryggðum lánum heimilanna sem hækka og hækka í allt að 25 ár þrátt fyrir að samviskusamlega sé greitt af þeim. 

Eftir þann tíma tekur höfuðstóll lánanna svo smám saman að lækka, hafi lántakandi yfirleitt ráðið við hækkandi afborganir fram að því. En jafnvel þá hækka afborganir áfram í veldisvexti því aðeins þannig næst að greiða niður stórhækkaðan höfuðstól á tilskildum tíma.

Lesa áfram...

Vaxtahækkanir eru ekkert lögmál og engin þörf á þeim

Hagsmunasamtök heimilanna senda áskorun til  ríkisstjórnarinnar og lánveitenda um að halda aftur af vaxtahækkunum.

Samtökin vekja athygli á hvernig heimilin eru nú sem oftar, gjörsamlega berskjölduð fyrir vaxtaákvörðunum lánastofnana.

Eftir að hafa verið í sögulegu lágmarki í ársbyrjun hafa meginvextir Seðlabanka Íslands verið hækkaðir þrisvar, um 0,25 prósentustig í hvert skipti. Flestir lánveitendur hafa fylgt þeim hækkunum dyggilega eftir með sambærilegum hækkunum á vöxtum húsnæðislána og þannig lagt auknar fjárhagslegar byrðar á stærstan hluta íslenskra heimila.

Lesa áfram...

Svik á svik ofan

Alþingismenn á Íslandi halda áfram að svíkja þjóðina og verja hagsmuni fjármálakerfisins. Hvergi á Vesturlöndum, nema á Íslandi er verðtrygging á fasteignalánum eða öðrum neytendalánum heimilanna. Lán með svipaða eiginleika hafa víðast  hvar verið bönnuð vegna neytendaverndarsjónarmiða. Hér halda hins vegar alþingismenn belti og axlaböndum á fjármálakerfinu á kostnað almennings. Verðtrygging lána og húsaleigu bitnar verst á lág- og millitekjuhópum og er því fátækragildra.

Lesa áfram...

Hver er afstaða seðlabankastjóra til verðtryggingar?

Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri hefur svo sannarlega komið með ferskan andblæ inn í æðstu stjórn peningamála hér á landi eftir að hann tók við embættinu. Engu að síður hefur verið nokkuð erfitt að lesa úr yfirlýsingum hans skýra afstöðu með eða móti verðtryggingu lána til neytenda. Þó er ljóst að Ásgeir er vel meðvitaður um andúð þorra almennings á verðtryggingunni.

Í viðtali í Viðskiptablaðinu 1. júlí sl. sagðist Ásgeir “vona að við séum að komast á þann stað núna að sá árangur sem við höfum náð í bar­áttunni við verð­bólgu leiði til þess að [óverðtryggð] nafn­vaxta­lán geti tekið við” af verðtryggðum lánum. Hann sagðist þó sjá fyrir sér að það gerðist með náttúrulegum hætti, en sæi samt ekki tilganginn með því að banna verðtryggð lán. Þessi ummæli hafa vakið furðu margra, þar á meðal Hagsmunasamtaka heimilanna, og vakið ýmsar spurningar.

Veit seðlabankastjóri ekki að verðtryggð lán flokkast sem lán með neikvæðri afborgun (e. negative amortisation) eða að vegna neytendaverndarsjónarmiða eru lán sem hafa slíka eiginleika bönnuð í 25 ríkjum Bandaríkjanna og þarlendar stofnanir og félagasamtök hafa varað sérstaklega við þeim? Veit seðlabankastjóri ekki að lán með slíka eiginleika eru einnig bönnuð í mörgum Evrópulöndum? Telur seðlabankastjóri þessar aðgerðir stjórnvalda þeirra ríkja vera tilgangslausar?

Veit seðlabankastjóri ekki að verðtryggð lán auka hættuna á fjármálalegum óstöðugleika með því að auka hlutfall spákaupmennskulántakenda (e. speculative borrowers)?

Veit seðlabankastjóri ekki að verðtrygging lána heimilanna þvælist fyrir peningastefnu seðlabankans og gerir honum þannig erfiðara að ná verðbólgumarkmiði sínu? Veit seðlabankastjóri ekki að þetta knýr seðlabankann til þess að beita stýrivaxtatæki sínu af meiri hörku en ella sem leiðir til hærra og óstöðugra vaxtastigs en ef lán heimilanna væru almennt óverðtryggð?

Veit seðlabankastjóri ekki að hærra og óstöðugra vaxtastig vegna útbreiðslu verðtryggðra lána ýtir undir vaxtamunarviðskipti og gjaldeyrisbólur sem gera gengi krónunnar óstöðugra en ella? Veit hann ekki að vegna mikils vægis innfluttra vara í vísitölu neysluverðs leiðir óstöðugra gengi til óstöðugri verðbólgu og gerir seðlabankanum erfiðara en ella að hemja slíkar sveiflur?

Veit seðlabankastjóri ekki að verðtrygging ýtir undir útlánagetu banka og eykur þannig peningamagn í umferð sem myndar vítahring víxlverkunar verðbólgu og peningalegrar þenslu?

Hagsmunasamtök heimilanna telja reyndar að seðlabankastjóri viti flest af því sem hér hefur verið rakið og hafa því óskað eftir fundi með honum til að ræða nánar um skaðleg áhrif verðtryggingar á heimilin og hagkerfið.

Lesa áfram...
Subscribe to this RSS feed
  • 1
  • 2

© Hannað af Filmís 

Hagsmunasamtök heimilanna voru stofnuð 15. janúar 2009 og eru frjáls og óháð hagsmunasamtök á neytendasviði, til varnar og hagsbóta fyrir heimilin í landinu.

Orð frá formanni

CEO 

Orð frá formanni Varlega áætlað hafa 15.000 fjölskyldur, 45.000 einstaklingar misst heimili sín frá hruni. Enginn hefur svarað fyrir það, hvað þá axlað á því ábyrgð. 

Þegar 15% þjóðarinnar missa heimili sín, gætir áhrifanna víða. Við sjáum þau í ástandinu á leigumarkaði og við sjáum þau líka í auknum kvíða meðal ungmenna og kulnun hjá þeim sem eldri eru.

Þegar fólk er svipt heimilum sínum glatar það öryggi sínu sínu og fótfestu. Þegar við bætist magnvana reiði og örvænting vegna óréttlætisins sem það stendur frammi fyrir ásamt hjálpar- og varnaleysinu sem það upplifir þegar heimilinu er hreinlega stolið af því, er ekki nema von að eitthvað láti undan.

Spillingin í þjóðfélaginu er djúp og hún á sér margar hliðar. Hún birtist ekki bara í háu húsnæðisverði og skelfilegum leigumarkaði eða háum vöxtum og verðtryggingu, hún birtist ekki bara í því hvernig lífeyrissjóðirnir misfara með fé okkar allra eða í „krónu á móti krónu“ skerðingu, hún birtist ekki bara í lágum launum verkafólks á meðan sjálftökufólk af ýmsum toga skammtar sjálfu sér milljónir, hún birtist ekki bara í spilltum dómstólum sem gæta hagsmuna „hinna sterku“ í dómum sínum eða í því hvernig lög- og stjórnaskrárvarin réttindi hafa verið brotin á neytendum frá hruni með skelfilegum afleiðingum.

Nei, hún birtist í þessu öllu og meiru til. Spillingin er djúp og teygir anga sína víða. Hana þarf að rífa upp með rótum til að hægt sé að byggja upp nýtt og betra þjóðfélag.

Fyrsta skrefið væri að að afnema verðtryggingu á lánum heimilanna! Öðruvísi er ekki hægt að skapa eðlilegan húsnæðismarkað eða stöðva sjálftöku fjármálastofnanna á tekjum fólks.

En til að takast á við ræturnar þarf að fara fram rannsókn á aðgerðum stjórnvalda eftir hrun. Jú það var líka spilling fyrir hrun, en þá urðu ákveðin vatnaskil og það var þá sem meðvituð ákvörðun var tekin um að fórna heimilum landsins fyrir bankana.

15.000 heimili eiga skilið að fá svör og uppreist æru.

Við biðjum ykkur um að styðja kröfuna um Rannsóknarskýrslu heimilanna!

Ásthildur Lóa Þórsdóttir
Formaður HH

Fylgstu með á samfélagsmiðlum