Símatími

Mán - þri kl. 10-13

Hafa samband

heimilin@heimilin.is

Á döfinni

Lýðræðisleg vinnubrögð og lánapólitík

Stjórn Hagsmunasamtaka heimilanna þakkar fráfarandi stjórnarmönnum, þeim Elíasi Péturssyni, Gunnari Kr. Þórðarsyni og Matthildi Skúladóttur samstarfið það sem af er þessu starfsári. Jafnframt lýsir stjórn yfir vonbrigðum með að ekki hafi tekist að leysa þann málefnalega ágreining sem nú birtist í úrsögn stjórnarmanna. Ákvarðanir hafa ávallt verið teknar á lýðræðislegan hátt og þeim fylgt eftir sem slíkum.

Lesa áfram...

Stjórn þakkar samstarfið

Stjórn Hagsmunasamtaka heimilanna þakkar Helgu Guðrúnu Jónasdóttur samstarfið og góða viðkynningu í sumar. Helga Guðrún var ráðin sem starfsmaður stjórnar í tímabundna verkefnastöðu með starfslokum í lok ágúst.

 

Lesa áfram...

HH telja svar Seðlabankans ófullnægjandi

Hagsmunasamtök heimilanna (HH) hafa komist að þeirri niðurstöðu eftir skoðun á svari Seðlabanka Íslands (SÍ) við fyrirspurn Umboðsmanns Alþingis vegna kvörtunar HH til hans, að svarið sé ekki fullnægjandi. Er það skoðun samtakanna að SÍ víki sér undan því að vísa til þeirrar lagaheimildar sem aðferðarfræði þeirrar framkvæmdar byggir á að veita nýtt lán um hver mánaðarmót í formi yfirfærslu verðbóta yfir á höfuðstól láns. Einnig undrast Hagsmunasamtökin þá sýn SÍ að ekki hafi þótt ástæða til að breyta aðferðarfræðinni, og eða óska skýringa löggjafans þegar bráðabirgða ákvæði laga sem heimiluðu viðbótarlán fyrir verðbótum féll úr gildi.

Lesa áfram...

Undirskriftasöfnunin uppfyllir skilyrði þjóðaratkvæðagreiðslu

Rúmlega 25.000 undirskriftir hafa nú safnast í undirskriftasöfnun heimilanna fyrir afnámi verðtryggingar og almennri leiðréttingu lána.

Þar með hefur söfnunin  náð þeim áfanga að uppfylla skilyrði þjóðaratkvæðagreiðslu, eins og þau eru skilgreind í frumvarpi Stjórnlagaráðs til nýrra stjórnlaga.

 

Lesa áfram...

Undirskriftarsöfnun á Akureyrarvöku

Akureyringar fengu innblástur vegna uppákomu HH á menningarnótt þar sem um 1800 undirskriftir söfnuðust og vilja nú leggja samtökunum lið.

Sjálfboðaliðar á vegum HH safna undirskriftum á Akyreyrarvöku á laugardaginn frá 13-17 á horni Göngugötu og Listagils, eða á milli Eymundsson og KEA. Undirskrftarsöfnunin fer fram til stuðnings eftirfarandi kröfu:
,,Í nafni almannahagsmuna krefjumst við undirrituð almennra og réttlátra leiðréttinga á stökkbreyttum lánum heimilanna og afnáms verðtryggingar.

Lesa áfram...

Svikamylla verðtryggingarinnar í tölum

Öllu máli skiptir fyrir lántaka hvernig afborganir af verðtryggðum lánum eru reiknaðar út. Munurinn á 40 ára íbúðalánum nemur sem dæmi, langt yfir hundrað milljónum króna (100.000.000 krónum), allt eftir því hvort höfuðstóll láns og afborganir eru verðbættar samkvæmt forskrift verðtryggingarinnar eða einungis afborganirnar.

Andrea  J. Ólafsdóttur, formaður Hagsmunasamtaka heimilanna, rakti nokkur dæmi um þennan hrópandi mun í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Auk mismunandi lánstegunda til 40 ára fór hún einnig í gegnum heildarkostnaðinn af 25 ára lánum.

Hagsmunasamtök heimilanna telja sem kunnugt er að innheimta og aðferðarfræðin sem felst í viðbótarlánum sem veitt eru vegna verðbótaþáttar verðtryggðra lána stangist í framkvæmd á við lög. Engar lagaheimildir séu fyrir viðbótarlánum sem bætt er við höfuðstól lána, heldur megi einungis reikna verðbætur af afborgunum (eða reikna þær rétt af höfuðstól) og þær eigi að staðgreiðs. Þetta þýðir í reynd, að reikna ber verðtryggð lán út með sama hætti og svonefnd óverðtryggð lán, þar sem breytilegir vextir taka mið af verðbólgu, eins og "óverðtryggðu" vextir Seðlabankans gera.

Lántakar óverðtryggðu lánanna staðgreiða með öðrum orðum verðbólguna án þess að átt sé við viðbótarlán ofan á höfuðstól lánsins, á meðan þeir sem taka hefðbundin verðtryggð lán sitja upp með uppreiknaðan höfuðstól út lánstímann. Þessi aðferðafræðilegi munur hefur gríðarleg áhrif á heildarkostnað lántaka. Það er semsagt viðbótarlánastarfsemin og margfeldisáhrifin sem þar koma inn í myndina vegna vaxtavaxta og síendurtekinna vaxtaútreikninga ofan á viðbótarlánin sem er vandamálið.

Í tölum lítur dæmið þannig út að heildarkostnaður af 25 ára láni er 24 millj kr af óverðtryggðu láni, 34 millj kr af verðtryggðu láni með jöfnum afborgunum og 40 millj kr af verðtryggðu jafngreiðsluláni. Hafa ber hugfast að óverðtryggða lánið er - þrátt fyrir nafngiftina - er í reynd verðtryggt með breytilegum vöxtum sem taka mið af verðbólgu hverju sinni.

Lesa áfram...

Undirskriftasöfnun heimilanna á menningarnótt

Hagsmunasamtök heimilanna verða með fjölskylduvæna dagskrá frá klukkan 13 til 17 á menningarnótt. Við verðum á horni Laugavegar og Skólavörðustígs og munum fagna því í samvinnu við öflugan hóp listamanna að yfir 20.000 undirskriftir hafa safnast í undirskriftasöfnum heimilanna.

Lesa áfram...

Fimm algengar rangfærslur um verðtrygginguna

Þau varnaðarorð að fjármálakerfið fari aftur fjandans til verði verðtrygging numin úr gildi, eru vinsæl á meðal verðtryggingarsinna. Slík varnaðarorð fela þó oftar en ekki í sér rangfærslur og órökstuddar klisjur. Í samantektinni hér að neðan er stiklað á algengsustu rangfærslunum sem sett hafa svip á umræðuna í gegnum tíðna.

Lesa áfram...
Subscribe to this RSS feed

© Hannað af Filmís 

Hagsmunasamtök heimilanna voru stofnuð 15. janúar 2009 og eru frjáls og óháð hagsmunasamtök á neytendasviði, til varnar og hagsbóta fyrir heimilin í landinu.

Orð frá formanni

CEO 

Orð frá formanni Varlega áætlað hafa 15.000 fjölskyldur, 45.000 einstaklingar misst heimili sín frá hruni. Enginn hefur svarað fyrir það, hvað þá axlað á því ábyrgð. 

Þegar 15% þjóðarinnar missa heimili sín, gætir áhrifanna víða. Við sjáum þau í ástandinu á leigumarkaði og við sjáum þau líka í auknum kvíða meðal ungmenna og kulnun hjá þeim sem eldri eru.

Þegar fólk er svipt heimilum sínum glatar það öryggi sínu sínu og fótfestu. Þegar við bætist magnvana reiði og örvænting vegna óréttlætisins sem það stendur frammi fyrir ásamt hjálpar- og varnaleysinu sem það upplifir þegar heimilinu er hreinlega stolið af því, er ekki nema von að eitthvað láti undan.

Spillingin í þjóðfélaginu er djúp og hún á sér margar hliðar. Hún birtist ekki bara í háu húsnæðisverði og skelfilegum leigumarkaði eða háum vöxtum og verðtryggingu, hún birtist ekki bara í því hvernig lífeyrissjóðirnir misfara með fé okkar allra eða í „krónu á móti krónu“ skerðingu, hún birtist ekki bara í lágum launum verkafólks á meðan sjálftökufólk af ýmsum toga skammtar sjálfu sér milljónir, hún birtist ekki bara í spilltum dómstólum sem gæta hagsmuna „hinna sterku“ í dómum sínum eða í því hvernig lög- og stjórnaskrárvarin réttindi hafa verið brotin á neytendum frá hruni með skelfilegum afleiðingum.

Nei, hún birtist í þessu öllu og meiru til. Spillingin er djúp og teygir anga sína víða. Hana þarf að rífa upp með rótum til að hægt sé að byggja upp nýtt og betra þjóðfélag.

Fyrsta skrefið væri að að afnema verðtryggingu á lánum heimilanna! Öðruvísi er ekki hægt að skapa eðlilegan húsnæðismarkað eða stöðva sjálftöku fjármálastofnanna á tekjum fólks.

En til að takast á við ræturnar þarf að fara fram rannsókn á aðgerðum stjórnvalda eftir hrun. Jú það var líka spilling fyrir hrun, en þá urðu ákveðin vatnaskil og það var þá sem meðvituð ákvörðun var tekin um að fórna heimilum landsins fyrir bankana.

15.000 heimili eiga skilið að fá svör og uppreist æru.

Við biðjum ykkur um að styðja kröfuna um Rannsóknarskýrslu heimilanna!

Ásthildur Lóa Þórsdóttir
Formaður HH

Fylgstu með á samfélagsmiðlum