Símatími

Mán - þri kl. 10-13

Hafa samband

heimilin@heimilin.is

Á döfinni

Leiðrétting vegna forsendubrests úti

Þá er það orðið opinbert. Stjórn HH var dregin á asnaeyrunum í tvær vikur af getulausu stjórnkerfi. Það glæddist með okkur smá von er fulltrúar okkar urðu vitni að því þegar hver stjórnmálamaðurinn á fætur öðrum húðskammaði forkólfa fjármálakerfisins á fundi í Þjóðmenningarhúsinu á miðvikudagskvöld. Þeir voru reiðir, það fór ekkert á milli mála. Þeir voru reiðir af því þeir voru að fá hitann frá almenningi. Hita vegna afglapa og þvermóðsku fjármálaaðalsins. Jóhanna má eiga það að hún lætur þó vita að ríkisstjórnin ætlar að gefast upp.

ASÍ og svonefnd Samtök Atvinnulífsins tóku að sögn hamskiptum eftir ofangreindan fund þegar vondu stjórnmálamennirnir sviku lit. Í kjölfarið hafa þeir tekið í taumana. Er ríkisstjórnin að láta verkalýsforystuna og samtök atvinnulífsins segja sér fyrir verkum? Hvaða hótunum ætli þeir hafi beitt? Vita félagsmenn þessara samtaka af því hvað forystan aðhefst?

Ekki þarf að fjölyrða um það að afstaða ASÍ eftir hrunið hefur verið HH mikil vonbrigði. Þeir sem hafa orðið verst fyrir barðinu á fjármálasvindlinu eru einmitt skjólstæðingar þeirra félaga sem ASÍ er fulltrúi fyrir (eða er veruleikinn einhver annar?). HH kallar nú verkalýðsfélögin til ábyrgðar. Hvað ætlið þið að gera fyrir ykkar umbjóðendur? Ætlið þið að fara fram á launahækkun, vaxtalækkun, leiðréttingu höfuðstóls? Hvað væri mesta kjarabótin? Ætlið þið að láta Vilhjálm Birgisson standa einan gegn auðvaldshyggjunni í efsta lagi ASÍ? Hvað verður á boðstólum í komandi kjarasamningum? 3% hækkun launa á meðan bankarnir hreinsa upp eignir fólksins? Ætlið þið að horfa aðgerðarlaust á þegar glæpur bankaræningjanna verður fullkomnaður af náætunum sem komu á eftir þeim?

Línurnar skýrðust verulega á fundinum á miðvikudag. Það er alveg á hreinu hverjir eru á móti heimilum almennings og hverjir með. Umboðsmaður skuldara er lítið annað en leppur fjármálafyrirtækjanna til að afklæða fólk síðustu spjörunum áður en það er leitt nakið í 3 til 5 ára þrælkun fyrir fjármálafyrirtækin. Í besta falli er Umboðsmaður skuldara mús í mannheimum. Gagnslaus fyrir skuldara, röng manneskja á röngum stað. ASÍ tók skýra afstöðu gegn heimilunum. Þeir hafa skipað sér í lið með forkólfum auðvalds og spillingar.

Hagsmunasamtök heimilanna minna á að greiðsluverkfall er í fullu gildi. HH hvetur til þrýstings á bankana, ASÍ og SA. Þessir aðilar ætla ekkert að gera til að bæta fyrir þann órétt sem fólkið hefur orðið fyrir. Það eina sem á að gera er að hrekja fólk úr landi og/eða í gegn um eignaupptöku auk 3 til 5 ára þrælkunar fyrir stökkbreyttum skuldum sem það stofnaði aldrei til.

 


© Hannað af Filmís 

Hagsmunasamtök heimilanna voru stofnuð 15. janúar 2009 og eru frjáls og óháð hagsmunasamtök á neytendasviði, til varnar og hagsbóta fyrir heimilin í landinu.

Orð frá formanni

CEO 

Orð frá formanni Varlega áætlað hafa 15.000 fjölskyldur, 45.000 einstaklingar misst heimili sín frá hruni. Enginn hefur svarað fyrir það, hvað þá axlað á því ábyrgð. 

Þegar 15% þjóðarinnar missa heimili sín, gætir áhrifanna víða. Við sjáum þau í ástandinu á leigumarkaði og við sjáum þau líka í auknum kvíða meðal ungmenna og kulnun hjá þeim sem eldri eru.

Þegar fólk er svipt heimilum sínum glatar það öryggi sínu sínu og fótfestu. Þegar við bætist magnvana reiði og örvænting vegna óréttlætisins sem það stendur frammi fyrir ásamt hjálpar- og varnaleysinu sem það upplifir þegar heimilinu er hreinlega stolið af því, er ekki nema von að eitthvað láti undan.

Spillingin í þjóðfélaginu er djúp og hún á sér margar hliðar. Hún birtist ekki bara í háu húsnæðisverði og skelfilegum leigumarkaði eða háum vöxtum og verðtryggingu, hún birtist ekki bara í því hvernig lífeyrissjóðirnir misfara með fé okkar allra eða í „krónu á móti krónu“ skerðingu, hún birtist ekki bara í lágum launum verkafólks á meðan sjálftökufólk af ýmsum toga skammtar sjálfu sér milljónir, hún birtist ekki bara í spilltum dómstólum sem gæta hagsmuna „hinna sterku“ í dómum sínum eða í því hvernig lög- og stjórnaskrárvarin réttindi hafa verið brotin á neytendum frá hruni með skelfilegum afleiðingum.

Nei, hún birtist í þessu öllu og meiru til. Spillingin er djúp og teygir anga sína víða. Hana þarf að rífa upp með rótum til að hægt sé að byggja upp nýtt og betra þjóðfélag.

Fyrsta skrefið væri að að afnema verðtryggingu á lánum heimilanna! Öðruvísi er ekki hægt að skapa eðlilegan húsnæðismarkað eða stöðva sjálftöku fjármálastofnanna á tekjum fólks.

En til að takast á við ræturnar þarf að fara fram rannsókn á aðgerðum stjórnvalda eftir hrun. Jú það var líka spilling fyrir hrun, en þá urðu ákveðin vatnaskil og það var þá sem meðvituð ákvörðun var tekin um að fórna heimilum landsins fyrir bankana.

15.000 heimili eiga skilið að fá svör og uppreist æru.

Við biðjum ykkur um að styðja kröfuna um Rannsóknarskýrslu heimilanna!

Ásthildur Lóa Þórsdóttir
Formaður HH

Fylgstu með á samfélagsmiðlum