Símatími

Mán - þri kl. 10-13

Hafa samband

heimilin@heimilin.is

Á döfinni

HH endurspegla vilja 80% þjóðarinnar

Rúm 80% landsmanna eru hlynnt afnámi verðtryggingar samkvæmt nýrri könnun sem Capacent hefur gert fyrir Hagsmunasamtök heimilanna. Stuðningur við hugmyndir um afnám verðtryggingar mældist sá sami haustið 2009 en þá létu samtökin síðast rannsaka afstöðu almennings til krafna samtakanna.



Haustið 2009 sögðust um 75% hlynnt hugmyndum um almenna niðurfærslu lána.  Nú mælist stuðningur við almenna niðurfærslu íbúðalána hins vegar tæp 80%. Sérstaka athygli vekur að hlutfall þeirra sem segjast mjög hlynnt almennri niðurfærslu eykst um rúm 12%.

Þá er áhugavert að sjá að stuðningur við kröfur samtakanna er algerlega þverpólitískur, mikill meirihluti kjósenda allra flokka eru hlynntir kröfunum. Ljóst er að samtökin endurspegla vilja þjóðarinnar í þessum efnum.

Stuðningur við þjóðaratkvæðagreiðslu um kröfurnar er um 50%, en þar eru fleiri í hópi óákveðinna sem svara hvorki né.

Eins og sjá má hafa samtökin jafnframt mikinn pólitískan stuðning almennings, rúm 31% þeirra sem taka afstöðu segja líkur á því að þau myndu kjósa samtökin ef þau tækju þá ákvörðun að bjóða fram til Alþingis. Þá er stórt hlutfall, rúm 22 % að auki sem mundu hugsanlega kjósa samtökin.

Að mati stjórnar Hagsmunasamtaka heimilanna endurspegla þessar niðurstöður þann mikla og víðtæka þverpólitíska stuðning sem kröfur samtakanna njóta á meðal almennings. Stuðningur við afnám verðtryggingar mælist stöðugur en fylgi við almennar leiðréttingar lána eykst frá árinu 2009. Samtökin standa ennþá fyrir undirskriftasöfnun um þessar kröfur á www.heimilin.is.

Þess má geta að ástæða samtakanna fyrir kröfunni um þjóðaratkvæði er sú að kröfurnar hafa alla tíð haft yfirgnæfandi stuðning almennings á meðan stjórnvöld eru treg að bregðast við þeim með almennum aðgerðum. Auk þess hafa í gegnum tíðina verið lögð fram mörg frumvörp á Alþingi um afnám verðtryggingar sem fást aldrei afgreidd út úr nefndum. Líta samtökin svo á að þá sé orðið tímabært að leyfa almenningi að kjósa um þetta mikilvæga hagsmunamál fyrir heimilin í landinu.

Hér má sjá Capacent Gallup skýrsluna í heild sinni


© Hannað af Filmís 

Hagsmunasamtök heimilanna voru stofnuð 15. janúar 2009 og eru frjáls og óháð hagsmunasamtök á neytendasviði, til varnar og hagsbóta fyrir heimilin í landinu.

Orð frá formanni

CEO 

Orð frá formanni Varlega áætlað hafa 15.000 fjölskyldur, 45.000 einstaklingar misst heimili sín frá hruni. Enginn hefur svarað fyrir það, hvað þá axlað á því ábyrgð. 

Þegar 15% þjóðarinnar missa heimili sín, gætir áhrifanna víða. Við sjáum þau í ástandinu á leigumarkaði og við sjáum þau líka í auknum kvíða meðal ungmenna og kulnun hjá þeim sem eldri eru.

Þegar fólk er svipt heimilum sínum glatar það öryggi sínu sínu og fótfestu. Þegar við bætist magnvana reiði og örvænting vegna óréttlætisins sem það stendur frammi fyrir ásamt hjálpar- og varnaleysinu sem það upplifir þegar heimilinu er hreinlega stolið af því, er ekki nema von að eitthvað láti undan.

Spillingin í þjóðfélaginu er djúp og hún á sér margar hliðar. Hún birtist ekki bara í háu húsnæðisverði og skelfilegum leigumarkaði eða háum vöxtum og verðtryggingu, hún birtist ekki bara í því hvernig lífeyrissjóðirnir misfara með fé okkar allra eða í „krónu á móti krónu“ skerðingu, hún birtist ekki bara í lágum launum verkafólks á meðan sjálftökufólk af ýmsum toga skammtar sjálfu sér milljónir, hún birtist ekki bara í spilltum dómstólum sem gæta hagsmuna „hinna sterku“ í dómum sínum eða í því hvernig lög- og stjórnaskrárvarin réttindi hafa verið brotin á neytendum frá hruni með skelfilegum afleiðingum.

Nei, hún birtist í þessu öllu og meiru til. Spillingin er djúp og teygir anga sína víða. Hana þarf að rífa upp með rótum til að hægt sé að byggja upp nýtt og betra þjóðfélag.

Fyrsta skrefið væri að að afnema verðtryggingu á lánum heimilanna! Öðruvísi er ekki hægt að skapa eðlilegan húsnæðismarkað eða stöðva sjálftöku fjármálastofnanna á tekjum fólks.

En til að takast á við ræturnar þarf að fara fram rannsókn á aðgerðum stjórnvalda eftir hrun. Jú það var líka spilling fyrir hrun, en þá urðu ákveðin vatnaskil og það var þá sem meðvituð ákvörðun var tekin um að fórna heimilum landsins fyrir bankana.

15.000 heimili eiga skilið að fá svör og uppreist æru.

Við biðjum ykkur um að styðja kröfuna um Rannsóknarskýrslu heimilanna!

Ásthildur Lóa Þórsdóttir
Formaður HH

Fylgstu með á samfélagsmiðlum