Símatími

Mán - þri kl. 10-13

Hafa samband

heimilin@heimilin.is

Á döfinni

Þörf á heildarendurskoðun lífeyriskerfisins

Stjórnvöld gerðu í desember 2010 samkomulag við fjármálastofnanir og lífeyrissjóði um að þessir aðilar myndu fjármagna þá 12 milljarða sem þurfti  á næstu tveimur árum fyrir þá leið sem varð fyrir valinu og myndi lenda á ríkissjóð, þ.e. að auka við vaxtabætur tímabundið. Hagsmunasamtök heimilanna hafa margoft bent á þá þörf að leiðrétta höfuðstól lána, bæði vegna þess forsendubrests sem varð vegna hrunsins og líka vegna þess að skuldastaða heimilanna er ósjálfbær og jafnframt er hún tilkomin að einhverju leyti vegna oftöku verðbóta í gegnum tengingu við vísitölu neysluverðs sem mælir verðbætur langt fram yfir rýrnun gjaldmiðilsins.

Vísitala neysluverðs mælir breytingar á einingarverðum, óháð veltu, miðað við neyslu sl. 3 ára reiknaðri upp á verðlag hvers árs. Þannig hækka verðtryggðar skuldir heimila, sem lífeyrissjóðirnir eiga mest af sjálfkrafa og án þess að nokkur velta eigi sér stað. Þetta er auðvitað fráleitt fyrir heimilin og knýr þau til að krefjast hærri launa og er þar með verðbólguhvati. Þetta kerfi gengur engan veginn upp til lengri tíma litið og er kominn tími til að horfast í augu við það og taka það til gagngerrar endurskoðunar.

Eigni lífeyrissjóðanna halda áfram að aukast, hafa aukist um 38,4 ma kr það sem af er ári, eða um 1,9%. Eignasafnið var um 2.000 ma kr í ársbyrjun og lífeyrisþegum er lofað 3,5% raunávöxtun, ávöxtun umfram verðbólgu. Sú ávöxtunarkrafa er óraunhæf og þarfnast endurskoðunar. Jafnframt er um að ræða falskar tölur í eignasafni því lífeyrissjóðirnir eiga útistandandi lán án veða hjá fyrirtækjum sem munu ekki geta greitt þau. Sjóðirnir munu þurfa að skerða réttindi almenna markaðarins niður til að mæta auknum halla á tryggingastöðu sjóðanna, þar sem 20% vinnuafls (opinberir starfsmenn) eiga meirihluta hallans.

Eignaaukning fjármálakerfisins í formi verðbóta og vaxta er eignatilfærsla frá þeim sem eru að reyna að búa sér heimili til þeirra sem í flestum tilfellum eiga skuldlaus heimili og eru á ellilífeyri. Eignatilfærsla í formi verðbóta frá hruni eru nú yfir 150 milljarðar til lífeyrissjóðanna og standa þeir hvað harðast gegn almennum leiðréttingum á þessari ósanngjörnu eignatilfærslu vegna hrunsins. Heildareignatilfærsla í formi verðbóta til lánveitenda er nú um 350 milljarðar á eingöngu 3 árum.

Þetta er ekkert annað en oftaka fjár, ofurálögur á heimilin í landinu sem getur ekki gengið. Þörf er á almennum leiðréttingum á stökkbreyttum lánum heimilanna og tafarlaust afnám verðtryggingar. Þjóðin og stjórnvöld þurfa að horfast í augu við að heildarendurskoðun á lífeyrissjóðskerfinu getur þurft að koma til samhliða þessum breytingum. Vilja Hagsmunasamtök heimilanna í þessu sambandi minna á undirskriftasöfnun fyrir ofangreindum kröfum á www.undirskrift.heimilin.is.

Má í þessu sambandi benda á nýlegar fréttir af eignum lífeyrissjóðanna og gagnrýni SA;

Eignir lífeyrissjóðanna halda áfram að aukast

Áhyggjur SA á skerðingu lífeyrisgreiðslna

HH bregðast við fréttunum

Eins er vert að benda á blogg Ólafs Margeirssonar um sögu sjóðsfélaga þar sem fram kemur að lífeyrir er alls ekki verðtryggður með sama hætti og lán;

Saga sjóðsfélaga

Saga sjóðsfélaga 2.hluti

Saga sjóðsfélaga 3.hluti

Saga sjóðsfélaga 4.hlut

Jafnframt viljum við benda á blogg Ragnars Þórs Ingólfssonarsem skoðað hefur lífeyrissjóðina ofan í kjölinn og má þar finna margar góðar greinar


© Hannað af Filmís 

Hagsmunasamtök heimilanna voru stofnuð 15. janúar 2009 og eru frjáls og óháð hagsmunasamtök á neytendasviði, til varnar og hagsbóta fyrir heimilin í landinu.

Orð frá formanni

CEO 

Orð frá formanni Varlega áætlað hafa 15.000 fjölskyldur, 45.000 einstaklingar misst heimili sín frá hruni. Enginn hefur svarað fyrir það, hvað þá axlað á því ábyrgð. 

Þegar 15% þjóðarinnar missa heimili sín, gætir áhrifanna víða. Við sjáum þau í ástandinu á leigumarkaði og við sjáum þau líka í auknum kvíða meðal ungmenna og kulnun hjá þeim sem eldri eru.

Þegar fólk er svipt heimilum sínum glatar það öryggi sínu sínu og fótfestu. Þegar við bætist magnvana reiði og örvænting vegna óréttlætisins sem það stendur frammi fyrir ásamt hjálpar- og varnaleysinu sem það upplifir þegar heimilinu er hreinlega stolið af því, er ekki nema von að eitthvað láti undan.

Spillingin í þjóðfélaginu er djúp og hún á sér margar hliðar. Hún birtist ekki bara í háu húsnæðisverði og skelfilegum leigumarkaði eða háum vöxtum og verðtryggingu, hún birtist ekki bara í því hvernig lífeyrissjóðirnir misfara með fé okkar allra eða í „krónu á móti krónu“ skerðingu, hún birtist ekki bara í lágum launum verkafólks á meðan sjálftökufólk af ýmsum toga skammtar sjálfu sér milljónir, hún birtist ekki bara í spilltum dómstólum sem gæta hagsmuna „hinna sterku“ í dómum sínum eða í því hvernig lög- og stjórnaskrárvarin réttindi hafa verið brotin á neytendum frá hruni með skelfilegum afleiðingum.

Nei, hún birtist í þessu öllu og meiru til. Spillingin er djúp og teygir anga sína víða. Hana þarf að rífa upp með rótum til að hægt sé að byggja upp nýtt og betra þjóðfélag.

Fyrsta skrefið væri að að afnema verðtryggingu á lánum heimilanna! Öðruvísi er ekki hægt að skapa eðlilegan húsnæðismarkað eða stöðva sjálftöku fjármálastofnanna á tekjum fólks.

En til að takast á við ræturnar þarf að fara fram rannsókn á aðgerðum stjórnvalda eftir hrun. Jú það var líka spilling fyrir hrun, en þá urðu ákveðin vatnaskil og það var þá sem meðvituð ákvörðun var tekin um að fórna heimilum landsins fyrir bankana.

15.000 heimili eiga skilið að fá svör og uppreist æru.

Við biðjum ykkur um að styðja kröfuna um Rannsóknarskýrslu heimilanna!

Ásthildur Lóa Þórsdóttir
Formaður HH

Fylgstu með á samfélagsmiðlum