Símatími

Mán - þri kl. 10-13

Hafa samband

heimilin@heimilin.is

Á döfinni

Áskorun til Alþingis vegna hugmynda um sölu bankanna

Hagsmunasamtök heimilanna ítreka að það má alls ekki selja bankana án þess að fyrst fari fram úttekt og rannsókn á eignum þeirra, þ.e. hve hátt hlutfall þeirra hefur verið fengið með löglegum hætti, því það eitt er þeirra raunverulega eign.

Ábyrg stjórnvöld geta ekki leyft sér að líta fram hjá því að verulegur vafi leikur á að staðið hafi verið löglega að öllum málum eftir hrun og að líkur eru á því að stóran hluta hagnaðar bankanna frá hruni megi rekja til þess að lög- og stjórnarskrárvarin réttindi hafi verið brotin á þúsundum einstaklinga. Eignir sem fengist hafa með ólöglegum hætti eða með því að beita krafti aflsmunar til að ná fram niðurstöðum sem ekki standast skoðun, eru eðli málsins samkvæmt ekkert annað en þýfi sem ber að skila til þeirra sem því var stolið af.

Það getur því ekki komið til greina að selja neina banka fyrr en gerð hefur verið Rannsóknarskýrsla heimilanna um aðgerðir stjórnvalda og banka í kjölfar hrunsins, afleiðingar þeirra fyrir heimilin í landinu og hagnað bankanna sem rekja má til þeirra.

Að selja bankana áður en slík rannsókn færi fram væri ekki aðeins brot gagnvart þeim sem fyrir brotum hafa orðið, heldur einnig gagnvart fjárfestum sem gætu þá hreinlega farið í skaðabótamál við ríkið fyrir að hafa leynt þá mikilvægum upplýsingum um galla á eigninni.

Á sama hátt og Alþingi tók af skarið og lét gera Rannsóknarskýrslu um aðdraganda og orsakir bankahrunsins, skora Hagsmunasamtök heimilanna á Alþingi að sjá til þess að gerð verði Rannsóknarskýrsla heimilanna um aðgerðir stjórnvalda eftir hrun og afleiðingar þeirra fyrir heimilin og hagkerfið. Það verður að gerast áður en bankarnir verða seldir.

Varlega áætlað hafa 15.000 fjölskyldur misst heimili sín frá hruni. Það er staðreynd sem verður að skoða því hún sýnir svo ekki verður um villst að eitthvað hafi misfarist með skelfilegum afleiðingum.

Það er hrein og klár lítilsvirðing og allt að því mannvonska, gagnvart þeim þúsundum einstaklinga sem í þessum hremmingum lentu, að hunsa ákall þeirra um áheyrn, hjálp og rannsókn og erfitt að trúa því að óreyndu að nokkur þingmaður vilji standa í vegi fyrir réttlæti með þeim hætti.

Hagsmunasamtök heimilanna beina því til Alþingismanna að hefja sig yfir pólitík og flokka í þessu mikilvæga máli, því það getur enginn, hvorki flokkur né tiltekinn stjórnmálamaður, verið þess virði að láta skelfingar 15.000 heimila afskiptalausar.

Það eru 11 ár frá hruni. 15.000 heimili hafa tekið á sig skömm sem ekki var þeirra. Það er kominn tími til að skila henni þangað sem hún á heima og veita þeim uppreist æru.

Við krefjumst Rannsóknarskýrslu heimilanna - fyrir heimilin og hagkerfið!

Lesa áfram...

Guð blessi heimilin - aftur?

YFIRLÝSING STJÓRNAR HAGSMUNASAMTAKA HEIMILANNA

Stjórn Hagsmunasamtaka heimilanna krefst þess að þingmenn, ráðherrar og ríkisstjórn Íslands taki pólitíska ákvörðun um að verja heimilin fyrir afleiðingum Covid faraldursins, ekki síður en fyrirtæki.

Það á enginn, ekki ein einasta fjölskylda, að eiga á hættu að missa heimili sitt af völdum Covid-19. Heimili landsins eru ekki einhver „afgangsstærð“ eins og (sumir) ráðherrar í ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur virðast halda. Þau eru þvert á móti grunnur samfélagsins, því án heimila væru engin fyrirtæki og ekkert samfélag til.

Lesa áfram...
Subscribe to this RSS feed

© Hannað af Filmís 

Hagsmunasamtök heimilanna voru stofnuð 15. janúar 2009 og eru frjáls og óháð hagsmunasamtök á neytendasviði, til varnar og hagsbóta fyrir heimilin í landinu.

Orð frá formanni

CEO 

Orð frá formanni Varlega áætlað hafa 15.000 fjölskyldur, 45.000 einstaklingar misst heimili sín frá hruni. Enginn hefur svarað fyrir það, hvað þá axlað á því ábyrgð. 

Þegar 15% þjóðarinnar missa heimili sín, gætir áhrifanna víða. Við sjáum þau í ástandinu á leigumarkaði og við sjáum þau líka í auknum kvíða meðal ungmenna og kulnun hjá þeim sem eldri eru.

Þegar fólk er svipt heimilum sínum glatar það öryggi sínu sínu og fótfestu. Þegar við bætist magnvana reiði og örvænting vegna óréttlætisins sem það stendur frammi fyrir ásamt hjálpar- og varnaleysinu sem það upplifir þegar heimilinu er hreinlega stolið af því, er ekki nema von að eitthvað láti undan.

Spillingin í þjóðfélaginu er djúp og hún á sér margar hliðar. Hún birtist ekki bara í háu húsnæðisverði og skelfilegum leigumarkaði eða háum vöxtum og verðtryggingu, hún birtist ekki bara í því hvernig lífeyrissjóðirnir misfara með fé okkar allra eða í „krónu á móti krónu“ skerðingu, hún birtist ekki bara í lágum launum verkafólks á meðan sjálftökufólk af ýmsum toga skammtar sjálfu sér milljónir, hún birtist ekki bara í spilltum dómstólum sem gæta hagsmuna „hinna sterku“ í dómum sínum eða í því hvernig lög- og stjórnaskrárvarin réttindi hafa verið brotin á neytendum frá hruni með skelfilegum afleiðingum.

Nei, hún birtist í þessu öllu og meiru til. Spillingin er djúp og teygir anga sína víða. Hana þarf að rífa upp með rótum til að hægt sé að byggja upp nýtt og betra þjóðfélag.

Fyrsta skrefið væri að að afnema verðtryggingu á lánum heimilanna! Öðruvísi er ekki hægt að skapa eðlilegan húsnæðismarkað eða stöðva sjálftöku fjármálastofnanna á tekjum fólks.

En til að takast á við ræturnar þarf að fara fram rannsókn á aðgerðum stjórnvalda eftir hrun. Jú það var líka spilling fyrir hrun, en þá urðu ákveðin vatnaskil og það var þá sem meðvituð ákvörðun var tekin um að fórna heimilum landsins fyrir bankana.

15.000 heimili eiga skilið að fá svör og uppreist æru.

Við biðjum ykkur um að styðja kröfuna um Rannsóknarskýrslu heimilanna!

Ásthildur Lóa Þórsdóttir
Formaður HH

Fylgstu með á samfélagsmiðlum