Símatími

Mán - þri kl. 10-13

Hafa samband

heimilin@heimilin.is

Á döfinni

Frá Neytendastofu: Skilmálar myntkörfulána ólögmætir

Bankarnir léku þann leik grimmt í fyrra að hækka vaxtaálag sitt á erlendum lánum. Dæmi eru um að vaxtaálag/kjörvextir hafi verið hækkaðir sem nemur 111% (vaxtaálagið er í raun þóknun bankans og því um sjálftöku að ræða) og er vitað um dæmi þar sem slík hækkun á vöxtum hafi  þýtt kostnaðarauka fyrir fjölskyldu upp á rúma 1 milljón á ársgrundvelli á sama tíma sem hvoru tveggja höfuðstóll og afborganir fór hríðhækkandi vegna veikingar krónunnar og því eflaust margir ekki áttað sig á því um hvað væri að ræða.

Neytendastofa hefur úrkurað að Kaupþing hafi brotið gegn ákvæðum laga um neytendalán nr. 121/1994, vegna skilmála bankans á lánum í erlendri mynt með því að tilgreina ekki í skilmálum myntkörfulánssamnings með hvaða hætti vextirnir eru breytilegir og við hvaða aðstæður þeir breytist.n.

Þar sem gera má ráð fyrir að margir hafi ekki áttað sig á hvernig málinu væri háttað, vilja samtökin vekja sérstaka athygli á þessu og benda þeim sem hafa myntkörfulán á að skoða hvort þetta eigi við um þeirra lán og jafnvel setja sig í samband við Neytendastofu v. sitt mál.

Frétt af RÚV: Skilmálar myntkörfulána ólögmætir

Skilmálar Kaupþings á myntkörfulánum eru ólögmætir.

 

Þetta kemur fram í ákvörðun Neytendastofu sem hefur haft málið til umfjöllunar. Lántakendur eiga rétt á leiðréttingu segir Brynhildur Pétursdóttir, fulltrúi Neytendasamtakanna. 

Neytendasamtökin sendu Neytendastofu mál eins lántaka sem leitað hafði til samtakanna, en Neytendastofa fer með eftirlit með neytendalögum.

Málið snýst um vexti á myntkörfulánum og í ákvörðun Neytendastofu segir að vextir á myntkörfulánum Kaupþings kallist kjörvextir. Þeir eru samansettir úr millibankavöxtum og sérstöku álagi sem Kaupþing ákveður einhliða og kallast kjörvaxtaálag. Þetta kjörvaxtaálag virðist hafa verið hækkað að hentugleika bankans. Á undanförnum tveimur árum hefur það hækkað úr 1% í 2.84%.

Neytendastofa hefur nú komist að þeirri niðurstöðu að bankinn hafi brotið gegn lögum um neytendalög með þessu svokallaða kjörvaxtaálagi.

Brynhildur Pétursdóttir fulltrúi hjá neytendastofu segir að þegar að banki er með breytilega vexti beri bankanum að útskýra með hvaða hætti vextirnir eru breytilegir og við hvaða aðstæður, það hafi bankinn ekki gert. Hún segir lántakendur eiga rétt á leiðréttingu.

Rétt er að benda á að Kaupþing getur áfrýjað ákvörðun Neytendastofu til áfrýjunarnefndar neytendamála  This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

 


© Hannað af Filmís 

Hagsmunasamtök heimilanna voru stofnuð 15. janúar 2009 og eru frjáls og óháð hagsmunasamtök á neytendasviði, til varnar og hagsbóta fyrir heimilin í landinu.

Orð frá formanni

CEO 

Orð frá formanni Varlega áætlað hafa 15.000 fjölskyldur, 45.000 einstaklingar misst heimili sín frá hruni. Enginn hefur svarað fyrir það, hvað þá axlað á því ábyrgð. 

Þegar 15% þjóðarinnar missa heimili sín, gætir áhrifanna víða. Við sjáum þau í ástandinu á leigumarkaði og við sjáum þau líka í auknum kvíða meðal ungmenna og kulnun hjá þeim sem eldri eru.

Þegar fólk er svipt heimilum sínum glatar það öryggi sínu sínu og fótfestu. Þegar við bætist magnvana reiði og örvænting vegna óréttlætisins sem það stendur frammi fyrir ásamt hjálpar- og varnaleysinu sem það upplifir þegar heimilinu er hreinlega stolið af því, er ekki nema von að eitthvað láti undan.

Spillingin í þjóðfélaginu er djúp og hún á sér margar hliðar. Hún birtist ekki bara í háu húsnæðisverði og skelfilegum leigumarkaði eða háum vöxtum og verðtryggingu, hún birtist ekki bara í því hvernig lífeyrissjóðirnir misfara með fé okkar allra eða í „krónu á móti krónu“ skerðingu, hún birtist ekki bara í lágum launum verkafólks á meðan sjálftökufólk af ýmsum toga skammtar sjálfu sér milljónir, hún birtist ekki bara í spilltum dómstólum sem gæta hagsmuna „hinna sterku“ í dómum sínum eða í því hvernig lög- og stjórnaskrárvarin réttindi hafa verið brotin á neytendum frá hruni með skelfilegum afleiðingum.

Nei, hún birtist í þessu öllu og meiru til. Spillingin er djúp og teygir anga sína víða. Hana þarf að rífa upp með rótum til að hægt sé að byggja upp nýtt og betra þjóðfélag.

Fyrsta skrefið væri að að afnema verðtryggingu á lánum heimilanna! Öðruvísi er ekki hægt að skapa eðlilegan húsnæðismarkað eða stöðva sjálftöku fjármálastofnanna á tekjum fólks.

En til að takast á við ræturnar þarf að fara fram rannsókn á aðgerðum stjórnvalda eftir hrun. Jú það var líka spilling fyrir hrun, en þá urðu ákveðin vatnaskil og það var þá sem meðvituð ákvörðun var tekin um að fórna heimilum landsins fyrir bankana.

15.000 heimili eiga skilið að fá svör og uppreist æru.

Við biðjum ykkur um að styðja kröfuna um Rannsóknarskýrslu heimilanna!

Ásthildur Lóa Þórsdóttir
Formaður HH

Fylgstu með á samfélagsmiðlum