Símatími

Mán - þri kl. 10-13

Hafa samband

heimilin@heimilin.is

Á döfinni

HH og Talsmaður neytenda óska eftir lögbanni á innheimtu

HH og talsmaður neytenda hafa lagt fram lögbannsbeiðni til Sýslumannsins í Reykjavík þar sem farið er fram á lögbann við því að Landsbankinn sendi út og innheimti greiðsluseðla vegna áður gengistryggðra lána.

Ástæða þess að lögbannskrafan er sett fram er sú mikla óvissa sem framundan er og verið hefur, hvað varðar réttan endurútreikning ólögmætra gengistryggðra lána eða lána sem hafa verið gengistryggð en verið breytt í íslenskar krónur, en útreikningar greiðsluseðla sem sendir hafa verið m.a. í kjölfar Hæstaréttardóm 471/2010 og 600/2011 og laga nr. 151/2010 eru allir rangir og í öllum tilfellum of háir og hafa verið allt frá lántökudegi og allann tímann eftir það.

Ljóst er að réttaróvissa hefur skapast í þjóðfélaginu um endurútreikning gengistryggðra lána sem fjármálafyrirtækin veittu lántakendum og hefur ekki enn verið skorið úr um það hver sé rétt staða lána. Sumir lántakendur eru hreinlega búnir að greiða upp sín lán en fá áfram senda greiðsluseðla og greiðslubyrði annarra lántakenda á að vera miklu lægri en greiðsluseðlar fjármálafyrirtækja gefa til kynna. Réttarstaða skuldara er afar óljós hvað þetta varðar og hagur neytenda um hver mánaðarmót er fjárhagslega lakari en lögmæt staða lána þeirra ætti að vera og því velferðarmissir heimila mikill sem berjast þúsundum saman í bökkum um hver mánaðarmót.

Þess er og að gæta að ekki er enn ljóst hver staða lántekenda með áður gengistryggð lán verður eftir að réttir endurútreikningar hafa litið dagsins ljós en sum fjármálafyrirtæki hafa í raun orðið gjaldþrota sbr. Avant og önnur gætu riðað á barmi gjaldþrots. Ekki er því ráðlegt að greiða um þessar mundir ranga og of háa greiðsluseðla, t.d. ef til gjaldþrots fjármálafyrirtækis kæmi því hugsanlega væri greiðslan eða greiðslurnar ekki afturkræfar og því tjón heimila enn meira þar sem svokölluð dominoáhrif gjaldþrots eins fjármálafyrirtækis hefur á önnur.

Innheimta samkvæmt greiðsluseðlum sem berast munu inn um lúguna hjá heimilum landsins í apríl næstkomandi, er því bæði ólögmæt og of há í öllum tilvikum, að mati samtakanna og talsmanns neytenda.

Lögbannsbeiðnina í heild má lesa hér:


© Hannað af Filmís 

Hagsmunasamtök heimilanna voru stofnuð 15. janúar 2009 og eru frjáls og óháð hagsmunasamtök á neytendasviði, til varnar og hagsbóta fyrir heimilin í landinu.

Orð frá formanni

CEO 

Orð frá formanni Varlega áætlað hafa 15.000 fjölskyldur, 45.000 einstaklingar misst heimili sín frá hruni. Enginn hefur svarað fyrir það, hvað þá axlað á því ábyrgð. 

Þegar 15% þjóðarinnar missa heimili sín, gætir áhrifanna víða. Við sjáum þau í ástandinu á leigumarkaði og við sjáum þau líka í auknum kvíða meðal ungmenna og kulnun hjá þeim sem eldri eru.

Þegar fólk er svipt heimilum sínum glatar það öryggi sínu sínu og fótfestu. Þegar við bætist magnvana reiði og örvænting vegna óréttlætisins sem það stendur frammi fyrir ásamt hjálpar- og varnaleysinu sem það upplifir þegar heimilinu er hreinlega stolið af því, er ekki nema von að eitthvað láti undan.

Spillingin í þjóðfélaginu er djúp og hún á sér margar hliðar. Hún birtist ekki bara í háu húsnæðisverði og skelfilegum leigumarkaði eða háum vöxtum og verðtryggingu, hún birtist ekki bara í því hvernig lífeyrissjóðirnir misfara með fé okkar allra eða í „krónu á móti krónu“ skerðingu, hún birtist ekki bara í lágum launum verkafólks á meðan sjálftökufólk af ýmsum toga skammtar sjálfu sér milljónir, hún birtist ekki bara í spilltum dómstólum sem gæta hagsmuna „hinna sterku“ í dómum sínum eða í því hvernig lög- og stjórnaskrárvarin réttindi hafa verið brotin á neytendum frá hruni með skelfilegum afleiðingum.

Nei, hún birtist í þessu öllu og meiru til. Spillingin er djúp og teygir anga sína víða. Hana þarf að rífa upp með rótum til að hægt sé að byggja upp nýtt og betra þjóðfélag.

Fyrsta skrefið væri að að afnema verðtryggingu á lánum heimilanna! Öðruvísi er ekki hægt að skapa eðlilegan húsnæðismarkað eða stöðva sjálftöku fjármálastofnanna á tekjum fólks.

En til að takast á við ræturnar þarf að fara fram rannsókn á aðgerðum stjórnvalda eftir hrun. Jú það var líka spilling fyrir hrun, en þá urðu ákveðin vatnaskil og það var þá sem meðvituð ákvörðun var tekin um að fórna heimilum landsins fyrir bankana.

15.000 heimili eiga skilið að fá svör og uppreist æru.

Við biðjum ykkur um að styðja kröfuna um Rannsóknarskýrslu heimilanna!

Ásthildur Lóa Þórsdóttir
Formaður HH

Fylgstu með á samfélagsmiðlum