Ársskýrsla 2023-2024
Samkvæmt venju eru fundargögn birt á heimasíðu samtakanna í aðdraganda aðalfundar í formi ársskýrslu. Félagsmenn eru minntir á aðalfundinn kl. 20:00 fimmtudaginn 22. febrúar 2024, í Mannréttindahúsinu við Sigtún 42, 105 Reykjavík. Þegar framboðsfrestur rann út höfðu borist eftirfarandi tilkynningar um framboð til stjórnar.
Aðalfundur 2024
Hagsmunasamtök heimilanna boða hér með til aðalfundar, fimmtudagskvöldið 22. febrúar 2024 kl. 20:00, í Mannréttindahúsinu við Sigtún 42, í Reykjavík. Skrifstofa samtakanna er nú í húsi ÖBÍ, ásamt ýmsum félagasamtökum sem starfa að réttindamálum almennings. Aðalfundur verður haldinn í miðrými hússins og gengið er inn um aðaldyr við vesturenda byggingarinnar.
Greiðsluþak á óverðtryggðum íbúðalánum
Með hagsmuni lántakenda í forgrunni í sínu starfi hafa samtökin kallað eftir því að bankarnir efli þjónustu sína við heimilin með sanngirni í lánskjörum að leiðarljósi. Nýlega kynnti einn þeirra greiðsluþak á óverðtyggðum íbúðalánum. Hér eru nánari útskýringar á því í hverju greiðsluþak felst en við hvetjum fólk einnig til þess að leita til Hagsmunasamtaka heimilanna ef þörf er á óháðu mati eða leiðsögn við endurfjármögnun eða skilmálabreytingu lána.
Greiðsluþak - vaxtagreiðsluþak
Beðið hefur verið eftir því að fjármálastofnanir hugsi í lausnamiðuðum farvegi og bjóði nothæfar lausnir vegna stighækkandi vaxta og hækkandi greiðslubyrði á óverðtryggðum íbúðalánum. Fram að þessu hefur verið einungis verið eitt ráð við þessum mikla vanda, sem er að færa sig yfir í verðtryggð lán. Þegar þar er komið þá gerir það neytendum því miður erfitt fyrir fara aftur á milli lánsforma vegna þess að þá eru minni líkur á að viðkomandi standist greiðslumat eða greiðslubyrðarhlutfall til þess að fara aftur yfir í óverðtryggt lán. Þar með situr neytandinn því fastur án þess að eiga annarra kosta völ.
Vegna uppfærslu á lánshæfismati Creditinfo
Creditinfo hefur gert uppfærslu á lánshæfismati einstaklinga. Áhrif hennar eru að sögn fyrirtækisins þau að í 25% tilfella hafi lánshæfismat hækkað en lækkað í 15% tilfella. Hjá 60% einstaklinga stóð það hins vegar í stað. Hagsmunasamtök heimilanna gera í megindráttum eftirfarandi athugasemdir við þær breytingar sem Creditinfo hefur gert við uppfærslu á lánshæfismati einstaklinga og framkvæmd þeirra: