Menu
RSS

Athygli vakin á tilmælum FME til lánastofnana

Nýverið gaf Fjármálaeftirlitið út tilmæli sem send voru með dreifibréfi til lánastofnana, slitastjórna og dótturfélaga vegna svonefndra gengistryggðra lána. Hagmunasamtök heimilanna vilja vekja athygli á tilmælunum því þau eiga brýnt erindi til fjármálafyrirtækja og þó fyrr hefði verið. Samtökin taka undir með FME um að fjármálafyrirtæki sinni skyldum og virði lögmætan rétt viðskiptavina til skjótra úrlausna sinna mála. Hagsmunasamtök heimilanna brýna fyrir lánveitendum, slitastjórnum og dótturfélögum að neytendur skulu ávallt njóta vafa þar til allri réttaróvissu hefur verið eytt.

Rétt er að taka fram að lán sem nefnd eru í tilmælum lögleg erlend lán eru ekki til nema um erlenda lánastofnun sé að ræða eða lán til erlends aðila (sjá nánari skýringar í svari við fyrirspurn spyr.is). Hagsmunasamtök heimilanna taka eftir sem áður undir tilmæli FME um að lántakar fái lagalegar skýringar í hendur um það hvernig lán geti talist gjaldeyrislán en ekki gengistryggt lán. Lánastofnanir geta ekki einhliða tekið slíka ákvörðun varðandi nein gengistengd lán að mati samtakanna. Fjármálastofnanir þurfa að sanna að um lögmætt gjaldeyrislán sé að ræða. Í því sambandi er FME hvatt til að senda út leiðsögn til fjármálafyritækja um að sönnunarbyrði liggi þeirra megin, sérstaklega þegar um neytendur er að ræða, enda sé ekki nema eðlilegt að minnimáttar í viðskiptasambandi njóti vafans.

Sjá tilmæli FME

f.h. Hagsmunasamtaka heimilanna

Ólafur Garðarsson

formaður stjórnar

 

Read more...

Flýtimeðferðarákvæði laga um neytendalán í tvítugsafmælisgjöf

Hagsmunasamtök heimilanna vilja vekja athygli neytenda á því að samkvæmt nýjum lögum um neytendalán sem samþykkt voru í mars síðastliðnum hefur tekið gildi bráðabirgðaákvæði um heimild neytenda til að sækja um flýtimeðferð mála fyrir dómstólum vegna ágreinings er varðar lögmæti verðtryggingar í lánssamningum.

Rétt er að taka fram að flýtimeðferðarákvæðið gildir jafnt fyrir alla neytendur með verðtryggð lán, þar á meðal þau sem eru verðtryggð með gengistengingu. Athygli er vakin á því að bráðabirðgaákvæðið gildir aðeins til 1. september næstkomandi að óbreyttu, en samtökin munu beita sér fyrir þeirri kröfu að gildistími ákvæðisins verði framlengdur.

Neytendur sem kunna að hyggja á málshöfðun í því skyni að láta reyna á lögmæti verðtryggðra lánssamninga eru hvattir til þess að nýta sér umrædda flýtimeðferð með því að óska sérstaklega eftir því við málshöfðun samkvæmt ákvæðum XIX. kafla laga um meðferð einkamála.

Loks vilja Hagsmunasamtök heimilanna óska íslenskum neytendum til hamingju með 20 ára afmæli laga um neytendalán, sem er í dag 13. apríl, en þau tóku fyrst gildi í upphaflegu formi árið 1993.

    - fyrir hönd stjórnar Hagsmunasamtaka heimilanna

Á þessum tímamótum er auk þess vel við hæfi að Hagsmunasamtök heimilanna taka nú í notkun nýja og bætta heimasíðu. Verður í framhaldinu unnið að betra skipulagi efnis á síðunni svo það verði aðgengilegra ásamt því að koma upp gagnasafni með efni úr starfi samtakanna og frá opinberum heimildum.

(Mynd fengin að lán frá PinkCakeBox.com)

 

Read more...

Alþingi

Gagnlegar upplýsingar

Leiðbeiningar í lánamálum heimilanna