Menu
RSS

Bloomberg fjallar um málsókn vegna verðtryggðs fasteignaláns

Í gær fjallaði Bloomberg um málsókn vegna verðtryggðs láns sem HH standa að baki og möguleg áhrif þess ef málið vinnst fyrir dómstólum. Í grein Bloomberg segir meðal annars:

"Iceland’s banks are facing $3.3 billion in additional writedowns as the nation’s biggest homeowner protection group throws its weight behind borrowers suing their lenders for indexing mortgages to inflation.

Banks, which lost a similar case in 2010 for linking loans to foreign exchange rates, have already forgiven $2.1 billion in debt since Iceland’s 2008 crisis wiped out its financial industry. In two separate lawsuits, banks are now being sued for selling inflation-linked loans that allegedly clash with European Economic Area laws banning unfair terms in consumer contracts.

Vilhjalmur Bjarnason, chairman of the Homes Association in Reykjavik, which represents 10 percent of Iceland’s homeowners, is urging the courts to correct the injustice to borrowers he says followed a 2008 krona slump that sent inflation soaring as high as 19 percent. Gains in the consumer price index have added as much as 400 billion kronur ($3.3 billion) to private debt burdens, Bjarnason said in an interview."

Varðandi lögmæti verðtryggingar segir í greininni:  “We’re in no doubt that the way the inflation indexation has been carried out is illegal, Bjarnason said. The case is due to be heard by the District Court of Reykjavik later this month, he said."


Greinina í heild sinni má lesa hér

 

 

Read more...

Skipan í starfshópa á vegum stjórnvalda

Ríkisstjórnin hefur nú ákveðið að skipa tvo starfshópa um stærstu baráttumál Hagsmunasamtaka heimilanna, annars vegar um afnám verðtryggingar og hins vegar um leiðréttingu stökkbreyttra neytendalána með áherslu á húsnæðislán heimilanna. Athygli vekur að HH var ekki gefinn kostur á að tilnefna fulltrúa sína í þessa starfshópa, sem óhætt er að fullyrða að séu þeir mikilvægustu sem fyrirhugað er að taki til starfa við að hrinda í framkvæmd áætlun stjórnvalda um aðgerðir vegna skuldavanda heimila á Íslandi samkvæmt þingsályktun nr. 1/142.

Það eru stjórn HH mikil vonbrigði að hafa ekki verið gefinn kostur á að tilnefna fulltrúa á sínum vegum til þátttöku í ofangreindum starfshópum. Innan samtakanna hefur safnast upp og er nú þegar fyrirliggjandi umtalsverð þverfagleg þekking á þessu sviði, sem vonir hafa staðið til að myndu nýtast í þeirri vinnu sem framundan er. Til að mynda hafa samtökin nú þegar samið frumvarp um afnám verðtryggingar neytendasamninga sem lagt var fram á Alþingi í mars síðastliðnum. Jafnframt hafa samtökin þróað og útfært margar mismunandi útfærslur á því hvernig hægt væri að ná fram leiðréttingu á skuldastöðu heimilanna, sem allar eiga það sameiginlegt að fela ekki í sér teljandi kostnað fyrir ríkissjóð eða almenning. Það skýtur því nokkuð skökku við ef ekki er leitað í þann þekkingarbrunn, en samtökin hafa ávallt látið í ljós vilja til að starfa með stjórnvöldum að útfærslu lausna á skuldavanda heimila með uppbyggilegum hætti.

Loks vilja samtökin ítreka áskorun sína til stjórnvalda um að virða og framfylgja reglum evrópska efnahagssvæðisins um neytendavernd sem Evrópudómstólinn hefur skýrt nánar, til að mynda með dómi sínum í máli nr. C-415/11, á þann veg óafturkræfar fullnustugerðir á borð við nauðungarsölur á heimilum neytenda séu óheimilar án undangengins dóms með hliðsjón af neytendarétti. Er þetta ekki síst brýnt í ljósi þeirra aðgerða sem fyrirhugaðar eru í því skyni að leysa úr þeim skuldavanda sem er um þessar mundir algengasta ástæða þess að fjölskyldur missa heimili sín og aðrar eignir í stórum stíl í hendur kröfuhafa á nauðungarsölu eða með sambærilegum hætti. Af þessum sökum væri réttast að stöðva allar óréttmætar aðfarir gegn heimilum og fjölskyldum nú þegar!


    - Stjórn Hagsmunasamtaka heimilanna

Read more...

Alþingi

Gagnlegar upplýsingar

Leiðbeiningar í lánamálum heimilanna