Menu
RSS

Borgarafundur um málsókn gegn verðtryggingu

Sjá viðburð á Facebook

Staður: Háskólabíó

Stund: Þriðjudagur 13. nóvember kl. 20:00 - 22:00

Fundarefni: Málsókn gegn verðtryggingu

Fundarstjóri: Egill Helgason

Frummælendur: Pétur H. Blöndal alþm., Guðmundur Ásgeirsson varaf. HH, Þórður H Sveinsson hdl

Pallborð: Fulltrúar þingflokkanna, Vilhjálmur Birgisson VLFA, Gísli Tryggvason talsmaður neytenda, fulltrúi ríkisstjórnarinnar, formaður HH og ræðumenn.

Nánar um fundarefni: Málsókn gegn verðtryggingu beinist gegn framkvæmd verðtryggingar í neytendalánum. Húsnæðislán einstaklinga falla undir lög um neytendalán frá desember 2000. Verðtrygging er ósamrýmanleg lögum um neytendalán þar eð hún m.a. getur ekki rúmast inna árlegrar hlutfallstölu kostnaðar.

Read more...

Borgarafundur í Háskólabíói

Borgarafundur: Er verðtryggingin að kæfa heimilin?

Mánudagskvöldið 23. janúar verður borgarafundur haldinn í Háskólabíói þar sem staða lánþega verður í brennidepli. Fundurinn hefst klukkan 20:00 og stendur í tvo tíma. Auk reynslusagna verður farið í það hvernig verðtryggingin virkar og bent á lausnir.

Fundurinn er sjálfstætt framhald fjölmenns fundar sem haldinn var á sama stað síðastliðið haust og bar yfirskriftina: Er lögmætur eigandi skuldarinnar að rukka þig? Á bak við undirbúning hans voru nokkrir félagar sem stóðu fyrir borgarafundunum í Reykjavík og á Akureyri veturna 2008-2009 og 2009-2010. Fleiri hafa bæst í hópinn nú enda fundurinn með nokkuð öðru sniði en sá í haust.

Framsögumenn eru allt þekktir bloggarar og/eða greinahöfundar sem hafa látið málefni lánþega til sín taka. Ólöf Guðný Valdimarsdóttir, arkitekt, skrifaði þó nokkrar greinar á visir.is síðastliðið sumar. Karl Sigfússon, verkfræðingur, skrifaði greinina: Ég er kúgaður millistéttarauli“ sem vakti gríðarlega athygli. Þessi segja sögu sína á fundinum en setjast þá í pallborð með Sverri Bollasyni, skipulagsverkfræðingi sem er meðal þeirra sem standa á bak við Fésbókarsíðuna: „Skuldabyrði ungs fólks“.

Áherslan á seinni hluta fundarins beinist að lausnum og því hvernig verðtryggingin virkar. Framsögumenn í þeim hluta eru: Marinó G. Njálsson, ráðgjafi sem er vel þekktur fyrir skelegg og skýr bloggskrif um málefni lánþega gagnvart bönkunum. Guðbjörn Jónsson, fyrrverandi ráðgjafi, er ekki síður skeleggur bloggari en hann hefur líka gert fræðslumyndband í þremur hlutum um verðtrygginguna sem er aðgengilegt inni á You Tube.

Með þessum tveimur í pallborði verða: Andrea J. Ólafsdóttir, formaður Hagsmunasamtaka heimilanna og Ragnar Þór Ingólfsson, stjórnarmaður í VR.

Eiríkur S. Svavarsson og Rakel Sigurgeirsdóttir skipta með sér fundarstjórn á fundinum.

 

 

Read more...

Borgarafundur í Reykjanesbæ

  • Published in Fundir

Hagsmunasamtökum heimilanna hefur borist eftirfarandi tilkynning:

Borgarafundur: lausnir fyrir lántakendur
Lausnir fyrir lántakendur
Lækkuð greiðslubyrði * Afskriftir lána * Réttarstaða lántakenda

Borgarafundur á Ránni í Reykjanesbæ, þriðjudaginn 4. maí kl. 20:30-22:00

* Árni Páll Árnason, félags- og tryggingamálaráðherra, fer yfir skuldastöðu heimla, fjallar um bætta réttarstöðu skuldara og bendir á lausnir sem henta mismunandi hópum (30 mín)
* Spurt og svarað (60 mín)
* Lögfræðingur og ráðgjafi frá Ráðgjafastofu um fjármál heimilanna verða til viðtals

Allir velkomnir

í boði Félags- og tryggingamálaráðuneytisins

Read more...

Alþingi

Gagnlegar upplýsingar

Leiðbeiningar í lánamálum heimilanna