Menu
RSS

Um okkur

Hagsmunasamtök heimilanna voru stofnuð 15. janúar 2009 og eru frjáls og óháð hagsmunasamtök á neytendasviði, til varnar og hagsbóta fyrir heimilin í landinu.

Samtökin byggja á lýðræðislegum grunni þar sem félagar hafa jafnan rétt til áhrifa. Stjórn samtakanna er lýðræðislega kjörin og baráttumál eru lýðræðislega samþykkt á félagsfundi. Samtökin starfa fyrir landið allt, en deildir geta starfað sjálfstætt á ákveðnum svæðum landsins, en þó undir samþykktum og verkferlum samtakanna.

Tilgangur samtakanna er að veita fólkinu í landinu möguleika til að sameinast um og að taka þátt í að verja hagsmuni heimilanna með þátttöku sinni, vera talsmaður og málsvari í umræðum um hagsmuni heimilanna til skemmri og lengri tíma.

Helsta skammtíma markmið samtakanna er að taka á brýnum fjárhagsvanda heimilanna í landinu, vegna þess ástands sem skapast hefur í efnahagsmálum og forða heimilunum í landinu frá ósanngjarnri eignaupptöku, óbærilegum skuldaklyfjum og upplausn.

Samtökin hafa m.a. að markmiði að knýja fram leiðréttingu verðtryggðra og gengisbundina húsnæðislána og að jafna ábyrgð milli lántakenda og lánveitenda.

Aðild að samtökunum er persónubundin. Meðlimir skulu vera a.m.k. 18 ára og með aðild styðja félagsmenn stefnu og markmið samtakanna.

Félagsmenn eru hvattir til að taka þátt í starfssemi samtakanna og taka þannig beinan þátt í hagsmunagæslu og endurbótum í þágu heimilanna í landinu.


Stjórn Hagsmunasamtaka heimilanna


Alþingi

Gagnlegar upplýsingar

Leiðbeiningar í lánamálum heimilanna