Menu
RSS

Hvernig?

Nokkrar leiðir til að leiðrétta stökkbreytt lán og afnema verðtryggingu

  • Stjórnvöld eiga greiða aðkomu að bæði almennri leiðréttingu stökkbreyttra  lána og afnámi verðtryggingar
  • Allt sem þarf er pólitískur vilji til verksins
  • Því til áréttingar birta Hagsmunasamtök heimilanna umfjöllun um fjórar mismunandi leiðir að þessu marki

Hagsmunasamtök heimilanna hafa, í þágu almannahagsmuna, ákveðið að efna til undirskriftasöfnunar til stuðnings kröfunni um leiðréttingu stökkbreyttra lána og afnáms verðtryggingar í núverandi mynd.

Samtökin telja mikilvægt að almenningi gefist með þessu móti, tækifæri til að segja milliliðalaust hug sinn í þessu brýna þjóðfélagsmáli.

Undirskrift jafngildir einnig kröfu um þjóðaratkvæðagreiðslu, hafi söfnunin ekki skilað tilætluðum árangri fyrir árslok. Verði það niðurstaðan mun reyna á lýðræðislegan rétt fólks til að knýja á um stjórnvaldsaðgerðir í þágu almannaheill.

Staðreyndin er sú, að stjórnvöld eiga greiða aðkomu að bæði almennri leiðréttingu stökkbreyttra lána og afnámi verðtryggingar. Samhliða þessari undirskriftasöfnun eru því kynntar nokkrar færar leiðir. Þær eru ugglaus fleiri, en ákveðið var að leggja þessar fjórar fram málflutningi samtakanna til stuðnings.

Samhliða öllum leiðréttingarleiðum, óháð því hvaða leið yrði fyrir valinu, verði öllum lánveitendum gert að bjóða upp á endurfjármögnun húsnæðislána sem miðar við að boðið verði upp á óverðtryggð lán með föstum vöxtum til að minnsta kosti 3ja ára. Stimpilgjöld verði felld niður og innleitt bann við sérstökum uppgreiðslugjöldum. Jafnframt að þak verði sett á bæði fasta og breytilega vexti. Heimilin gætu þá breytt gömlu verðtryggðu húsnæðisláni yfir í nýtt lán án uppgreiðslu- eða stimpilgjalda til að auðvelda breytinguna yfir í nýtt lánakerfi.

Hagsmunasamtök heimilanna minna á að allt er hægt ef viljinn er fyrir hendi. Nú ríður á að stjórnvöld taki stöðu með heimilum landsins, undirstöðu samfélagsins og veiti með ábyrgum hætti pólitíska forystu út úr þeim miklu ógöngum sem lánamál þjóðarinnar hafa ratað í.

Skiptigengisleið
Upptaka nýs eða annars gjaldmiðlis á mismunandi skiptigengi.

Eignarnámsleið
Lánasöfn bankanna verði færð í Íbúðalánasjóð og afsláttur nýttur til leiðréttinga.

Vísitöluleiðrétting
Vísitala verði leiðrétt og færð niður til þess gildis sem var 1.1. 2008 í 282 stig.

Leiðréttingarskattur í eitt skipti
Leiðréttingarskattur í eitt skipti verði lagður á banka, lífeyrissjóði og auðlegðarskattur á einstaklinga.

Taka þátt í undirskriftasöfnuninni [tengill óvirkur - undirskriftasöfnun er lokið]

Hér má sjá upplýsingarit um undirskriftasöfnunina og aðferðir við að leiðrétta stökkbreytt lán:

Fara á Hvers vegna - aðdragandi og markmið undirskriftarsöfnunarinnar

Fara á Framtíðarsýn - nýtt húsnæðislánakerfi

Alþingi

Gagnlegar upplýsingar

Leiðbeiningar í lánamálum heimilanna