Leiðir til þátttöku
Með einni eða fleiri af eftirfarandi aðgerðum getur þú tekið þátt í greiðsluverkfalli:
- Taka fé úr bönkum (nota reiðufé)
- Færa innlánsreikninga til banka sem þú treystir betur
- Hætta að greiða af íbúðalánum
- Hætta að greiða af bílalánum
- Takmarka greiðslur við greiðsluáætlun
Skráðu þig í greiðsluverkfall með því að smella hér.
Þúsundir hafa nú þegar neyðst til að hætta að greiða af íbúðalánum. Í greiðsluverkfalli stöndum við saman og segjum við lánastofnanir, hingað og ekki lengra. Við gerumst ekki galleiðuþrælar okurlánastarfsemi ykkar. Með þátttöku erum við að segja við ríkið, hættið stuðningi við okurlánastarfsemi, hættið innheimtu okurlána, stundið ábyrga efnahagsstjórn.... til tilbreytingar.
Nánari leiðbeiningar:
- Úttekt á fé úr bönkum felur í sér að taka út innistæður og geyma á öruggum stað í reiðufé og nota reiðufé við dagleg viðskipti. Bankar hafa á meðan ekki aðgang að því fé í veltu og Seðlabankinn neyðist til að prenta seðla.
- Það er auðveldara að flytja innlánsreikninga en margur heldur. Fyrsta skrefið er að stofna reikning t.d. í Sparisjóði sem þú treystir. Hagsmunasamtök heimilanna völdu t.d. Sparisjóð Suður Þingeyinga. Innborganir á reikninginn t.d. laun ofl. er fyrst um sinn flutt strax eftir innborgun yfir á nýja reikninginn. Eftir nokkra mánuði hefur safnast upp reynsla í nýjum banka. Sækja má um yfirdráttarheimild í nýjum banka strax en ekki er víst að hún fáist í fyrstu tilraun. Þegar nýji bankinn hefur séð stöðugt tekjuflæði inn á reikninginn verður hann viljugri að veita yfirdráttarheimild. Ef hætt er að greiða af lánum í varglánabankanum á sama tíma er góður kostur að greiða upp yfirdráttarheimildina fyrst af öllu.
- Sé hætt að greiða af lánum hvort sem um íbúðalán eða bílalán er að ræða er ráðlegt að leggja féð til hliðar eftir sem áður. Stofnaður er reikningur í öðrum banka eða féð er geymt sem reiðufé á öruggum stað.
- Sama og 3
- Tvær megin leiðir eru notaðar í þessari aðgerð. Í báðum tilfellum er aðeins greitt samkvæmt greiðsluáætlun. Greiðslan er send inn á aðalreikning bankans (hringið í bankann til að fá það reikningsnúmer upp gefið) með skýringum. Hin leiðin er að stofna sérstakan reikning í öðrum banka. Hægt er að fá reikningstegund þar sem féð verður ekki leyst út nema með samþykki beggja aðila eða dómsúrskurði. Kosturinn við þessa leið er að hún hefur reynst bæta réttarstöðu lántaka ef til dómsmáls hefur komið. Ekki skal fullyrt hér hvort tryggingareikningur eins og að ofan er getið sé betri en bara venjulegur bankareikningur í eigu lántaka. Þetta er atriði sem ágætt er að ráðfæra sig við lögmann sinn um. Einnig má benda á leið gandra sem er útlistuð hér.