Menu
RSS

Greiðsluverkfall - SKRÁNING

Með skráningu í greiðsluverkfall hjálparðu greiðsluverkfallsstjórn HH að meta þátttöku, væntanlegan árangur og þann þrýsing sem þessi aðgerð kann að setja á stjórnvöld og fjármálakerfið. Greiðsluverkfallið hefst 19. febrúar og er ótímabundið. Þetta er verkfallsvakt aðeins í þeim skilningi að aflað er upplýsinga. Engar kvaðir fylgja skráningu.

Stjórn Hagsmunasamtaka heimilanna vill taka skýrt fram að ítrasta þátttaka er aðeins fyrir fjárráða fólk sem tekur fulla ábyrgð á eigin fjármálum og gera sér grein fyrir mögulegum afleiðingum fyrir eigin hag en jafnframt þeim ávinningi sem samtaða getur skapað. Tempraðri valkostir í þátttöku kunna að henta betur í mörgum tilfellum (sjá könnun neðar).

Þátttakendur telja sig í mörgum tilfellum neydda til þessara aðgerða vegna stökkbreytinga af völdum fjármálastofnana á venjulegum húsnæðislánum og flótta sömu aðila frá ábyrgð á því hruni sem þeir sjálfir skópu. Með þátttöku ertu einnig að sýna samstöðu með þeim sem geta ekki greitt af íbúðalánum sínum af áðurnefndum ástæðum.

Alþingi

Gagnlegar upplýsingar

Leiðbeiningar í lánamálum heimilanna