Ógilding á lánsábyrgð
- Written by Administrator
- font size decrease font size increase font size
Ábyrgðarmenn á lánum - að losna undan ábyrgð
Samtökin vilja benda félagsmönnum á að mögulega er hægt að komast alveg undan ábyrgð ef ekki hefur farið fram greiðslumat hjá ábyrgðaraðila skuldara. Vísað er til greinar í Morgunblaðinu sem JÁS lögmenn sendu frá sér í 26. september 2009.
Þar sem réttindi ábyrgðarmanna á lánum eru enn í brennidepli, er full ástæða til að rifja upp helstu atriði greinarinnar, en skv. henni þurfa eftirtalin skilyrði fyrir ógildingu ábyrgða einstaklinga að vera til staðar:
- Að lán / fjárhæð sé yfir einni milljón (og ekki á milli hjóna).
- Útgáfudagur sé eftir gildistöku ,,Samkomulags um notkun ábyrgða á skuldum einstaklinga" , hinn 1. nóv. 2001. (Lög nr. 32/2009 tóku síðan gildi sem leystu samkomulagið af frá og með gildistöku laganna, vegna nýrra lána frá þeim tíma.)
- Um sé að ræða einstakling sem lántakanda (ekki fyrirtæki / hlutafélag).
- Greiðslumat skuldara hafi ekki farið fram.
Eins er hægt að heyra í ,,umboðsmanni viðskiptavina" í viðkomandi banka, eða starfsmanni með sambærilegt hlutverk.
Smelltu hér til að sækja greinina í heild sinni.
Last modified onThursday, 17 September 2015 14:21