Menu
RSS

Endurupptaka á eignasviptingu

Endurupptaka heimil vegna gengistryggðra lána

Þeir sem hafa verið sviptir eignum með fjárnámi eða nauðungarsölu vegna vanskila á gengistryggðu láni, eða verið úrskurðaðir gjaldþrota af þeim sökum, geta átt rétt á endurupptöku slíkra mála fyrir dómstólum.


Vakin er sérstök athygli á því að frestur til að skila inn beiðni um endurupptöku rennur út 29. september 2011. Heimild fyrir endurupptöku eignasviptingar á grundvelli ólögmætra gengistryggðra lána er í XIII. bráðabirgðaákvæði við lög nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu. Ákvæðið gildir í níu mánuði frá gildistöku bráðabirgðaákvæðisins eða til 29. september næstkomandi og gildir fyrir öll lán sem voru ólöglega gengistryggð. Gildir þá einu hvort um fasteignakaup var að ræða, bílakaup eða hvað annað.

Ákvæðið er svohljóðandi:
Ef gengið hefur dómur um kröfu samkvæmt lánssamningi með óheimilli gengistryggingu skal endurupptaka heimil skv. XXIII. kafla laga um meðferð einkamála, nr. 91/1991, án tillits til þess hvort tímafrestir séu liðnir samkvæmt ákvæðum 137. gr. sömu laga. Sama skal gilda um úrskurði um gjaldþrotaskipti. Skuldara er jafnframt heimilt að óska eftir endurupptöku fullnustugerða hafi slíkar gerðir farið fram á grundvelli lánssamninga sem höfðu að geyma ólögmæt ákvæði um gengistryggingu. Heimildir til endurupptöku samkvæmt þessu ákvæði falla niður að liðnum níu mánuðum frá gildistöku laga þessara.

Last modified onThursday, 28 February 2013 22:03
back to top

Alþingi

Gagnlegar upplýsingar

Leiðbeiningar í lánamálum heimilanna