Menu
RSS
Aðgerðir - Greiðsluverkfall

Aðgerðir - Greiðsluverkfall (22)

Ámælisverð vinnubrögð

Ef þú vilt koma á framfæri upplýsingum um ámælisverð vinnubrögð sendu okkur póst á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it..

Ólíkar útfærslur á "sömu" 110% leiðinni
Skuldaleiðréttingar skv. 110% leiðinni virðast fara fram með mismunandi hætti með þeim afleiðingum að fólk er að fá mismiklar leiðréttingar. Þannig munar sem dæmi 10 mílljónum króna á milli íbúða, sem keyptar voru í sama húsi, á svipuðum tíma og fyrir svipaða upphæð. Að leiðréttingu lokinni stendur annað lánið í 36 milljónum en hitt í 26 milljónum króna. Skýringin - jú, sá sem fékk 10 milljón króna hærri leiðréttingu naut þess að vera með eitt 100% íbúðalán og 20 milljón króna hámarksleiðréttingu fyrir sambúðarfólk/hjón, auk þess sem sú niðurfærsla tók mið af fasteignamati. Í hinu tilvikinu, er tekið mið af verðmati fasteignar og hármarksleiðrétting fyrir sambúðarfólk/hjón einungis 7 milljónir. Þá voru gerð þau "mistök" að taka ekki 100% lán heldur greiða hluta af kaupverðinu með eigin sparnaði. 

Þetta er aðeins eitt dæmi af mörgum hvernig "sama" 110% leiðin er að skila afar ólíkri leiðréttingu í krónum talið þrátt fyrir svipaðar forsendur.

Nýr lánasamningur gildir ekki án undirskriftar þinn

Brögð eru að því, að nýir lánasamningar vegna endurútreikninga séu gefnir út og settir í innheimtu, án þess að lántaki hafi staðfest þá með undirskrift sinni. Ástæðan virðist sú, að lánveitandinn telur það ónauðsynlegt með vísan í lög eða skýringar á borð við þær að ekki sé í raun um nýtt lán að ræða. Þetta telja Hagsmunasamtökin ámælisverð vinnubrögð. Ekki er leyfilegt að breyta forsendum láns án þess að nýr lánasamningur sé gerður og undirritaður af báðum aðilum, lánveitanda og lántaka.

Enn fremur eru staðfestar heimildir fyrir því, að SP-Fjármögnun sé enn að rifta einhliða umdeilda samninga og hóta vörslusviptingum, þrátt fyrir að dómstólar hafi staðfest ólögmæti slíkra innuheimtuaðferða. Dæmi eru um, að kalla hafi þurft eftir lögregluaðstoð til að hindra löglausar vörslusviptingar og eru félagsmenn hvattir til að hvika í engu frá lögvörðum rétti sínum þegar svo ber undir.

Read more...

Ógilding á lánsábyrgð

Ábyrgðarmenn á lánum - að losna undan ábyrgð

Samtökin vilja benda félagsmönnum á að mögulega er hægt að komast alveg undan ábyrgð ef ekki hefur farið fram greiðslumat hjá ábyrgðaraðila skuldara.
Vísað er til greinar í Morgunblaðinu sem JÁS lögmenn sendu frá sér í 26. september 2009.

Þar sem réttindi ábyrgðarmanna á lánum eru enn í brennidepli, er full ástæða til að rifja upp helstu atriði greinarinnar, en skv. henni þurfa
eftirtalin skilyrði fyrir ógildingu ábyrgða einstaklinga að vera til staðar:

 • Að lán / fjárhæð sé yfir einni milljón (og ekki á milli hjóna).

 • Útgáfudagur sé eftir gildistöku ,,Samkomulags um notkun ábyrgða á skuldum einstaklinga" , hinn 1. nóv. 2001. (Lög nr. 32/2009 tóku síðan gildi sem leystu samkomulagið af frá og með gildistöku laganna, vegna nýrra lána frá þeim tíma.)

 • Um sé að ræða einstakling sem lántakanda (ekki fyrirtæki / hlutafélag).

 • Greiðslumat skuldara hafi ekki farið fram.


Eins er hægt að heyra í ,,umboðsmanni viðskiptavina" í viðkomandi banka, eða starfsmanni með sambærilegt hlutverk.

Smelltu hér til að sækja greinina í heild sinni.

Read more...

Endurupptaka á eignasviptingu

Endurupptaka heimil vegna gengistryggðra lána

Þeir sem hafa verið sviptir eignum með fjárnámi eða nauðungarsölu vegna vanskila á gengistryggðu láni, eða verið úrskurðaðir gjaldþrota af þeim sökum, geta átt rétt á endurupptöku slíkra mála fyrir dómstólum.


Vakin er sérstök athygli á því að frestur til að skila inn beiðni um endurupptöku rennur út 29. september 2011. Heimild fyrir endurupptöku eignasviptingar á grundvelli ólögmætra gengistryggðra lána er í XIII. bráðabirgðaákvæði við lög nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu. Ákvæðið gildir í níu mánuði frá gildistöku bráðabirgðaákvæðisins eða til 29. september næstkomandi og gildir fyrir öll lán sem voru ólöglega gengistryggð. Gildir þá einu hvort um fasteignakaup var að ræða, bílakaup eða hvað annað.

Ákvæðið er svohljóðandi:
Ef gengið hefur dómur um kröfu samkvæmt lánssamningi með óheimilli gengistryggingu skal endurupptaka heimil skv. XXIII. kafla laga um meðferð einkamála, nr. 91/1991, án tillits til þess hvort tímafrestir séu liðnir samkvæmt ákvæðum 137. gr. sömu laga. Sama skal gilda um úrskurði um gjaldþrotaskipti. Skuldara er jafnframt heimilt að óska eftir endurupptöku fullnustugerða hafi slíkar gerðir farið fram á grundvelli lánssamninga sem höfðu að geyma ólögmæt ákvæði um gengistryggingu. Heimildir til endurupptöku samkvæmt þessu ákvæði falla niður að liðnum níu mánuðum frá gildistöku laga þessara.

Read more...

Erlendu láni haldið óbreyttu

Heimild til að halda láni sem “erlendu láni”

Samtökin vilja benda fólki á að telji það sig betur statt með upphaflegt lán á gengi erlendra gjaldmiðla, þá er ákvæði c. (XII) í 2. gr laga151/2010 sem heimilar lántakanda að skipta yfir í slíkt löglegt lán.

“Ef í lánssamningi er kveðið á um ólögmæta verðtryggingu í formi gengistryggingar skal með samningi kröfuhafa og skuldara vera heimilt að færa höfuðstól lánsins í erlendar myntir eins og um gilt erlent lán hafi verið að ræða frá stofntíma kröfunnar. Falla þá niður heimildir til leiðréttingar greiðslna og höfuðstóls samkvæmt öðrum ákvæðum laganna. Heimild þessi gildir í 90 daga frá gildistöku laga þessara og skal staðfest með skriflegum og sannanlegum hætti.”

Read more...

110% leiðin

Fyrir þá sem eru að skoða 110% leiðina

Varðandi mat á húseign fyrir þá sem eru að íhuga að gangast inn á 110% leiðina vilja samtökin benda fólki á að láta reyna á að stuðst verði við mat hjá FMR, fasteignamati ríkisins, því fasteignasalar geta metið eign með mjög miklum mismun og hærra en eignin myndi seljast á ef til þess kæmi.

Eins hvetja hagmunasamtökin fólk til að láta reyna á að semja við bankann um 70-90% af höfuðstól eða miðað við hvað viðkomandi telur sig vera búinn að greiða af upphaflegum höfuðstól láns í íslenskum krónum frá lántökudegi að frádregnum afborgunum hingað til.

Read more...

Rammi aðgerða um skuldavanda heimilanna

Hagsmunir allra grunnstoða hagkerfisins, þ.e. heimila, atvinnulífs, fjármálakerfis og hins opinbera, fara saman til lengri tíma litið og því verður að jafna ábyrgð milli aðila á afleiðingum hrunsins. Einhliða og of skammsýn hagsmunagæsla fjárskuldbindinga hins opinbera og fjármálakerfis mun einfaldlega leiða af sér annað hrun fyrr en seinna, langvarandi samdrátt í hagkerfinu og mjög kostnaðarsamt siðrof.

Hagsmunasamtök heimilanna leggja til eftirfarandi tillögu að ramma um aðgerðir til sátta um skuldavanda heimilanna og aðgerðir til viðsnúnings á sí vaxandi skuldaþróun, til nánari útfærslu milli aðila:

Read more...

Our demands to the financial sector and government

Demands of Hagsmunasamtök heimilanna (Icelands Homes Coalition) HH. This list of demands is based on resolutions reached at nationwide meetings June 23rd 2009 by HH members when planning for mortgage strikes.

 1. Mortgage loans with principal indexed to foreign currencies shall be brought to their original ISK principal value on the date of issue minus payments already made and interests recalculated.
 2. Mortgage loans with inflation indexing of principal shall be adjusted so that they have a cap on inflation indexing at 4% from Jan. 1. 2008.
 3. A new amendment be passed that insures that collection on defaulted loans can not lay claim beyond the mortgaged assets.
 4. A new amendment stipulate that in the case of personal bankruptcy, the person is completely cleared of all prior financial obligations within five years and claims can't be reopened.
 5. Inflation indexing of loans is a complex financial product lacking transparency. We demand that a timed plan be invoked to abolish inflation indexing of consumer loans be they mortgage loans or otherwise.
Read more...

Ræða ÞÞ í Iðnó 18. febrúar 2010

Félagar.
Fyrir rúmu ári, þegar Hagsmunasamtök heimilanna voru stofnuð, voru nokkrar vangaveltur um hvort vandinn vegna húsnæðislánanna yrði leystur fljótt og vel og hægt yrði að leggja samtökin niður að svo búnu eða hvort þetta yrðu varanleg samtök um hagsmunamál sem kannski verða aldrei fullleyst.

Síðan hefur talsvert vatn runnið til sjávar og flest bendir til að síðari tilgátan sé nær lagi. Kröfur samtakanna hafa frá upphafi verið skýrar og raunsæjar. Annars vegar snúast þær um almenna leiðréttingu á lánum heimilanna vegna forsendubrests og kreppu. Hins vegar um bætta réttarstöðu lántakenda sem í þessu samfélagi hafa hingað til þurft að lúta afarkostum. Þetta er því furðulegra vegna þeirra aðstæðna að Íslendingar hafa hingað til verið nánast neyddir til að taka lán þar sem ekki hafa verið aðrir kostir í boði í húsnæðismálum en að kaupa eigið húsnæði.

Read more...

Greiðsluverkfall er hafið

19. febrúar hófst ótímabundið greiðsluverkfall Hagsmunasamtaka heimilanna. Lesa má um leiðir til þátttöku hér og skráning í greiðsluverkfallið fer fram hér.

Hér í hægri dálk vefsíðunnar eru allar helstu upplýsingar/lesefni sem við höfum tekið saman um greiðsluverkföllin. Einnig má senda tölvuskeyti á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. með spurningar.

Read more...

Leiðir til þátttöku

Með einni eða fleiri af eftirfarandi aðgerðum getur þú tekið þátt í greiðsluverkfalli:

 1. Taka fé úr bönkum (nota reiðufé)
 2. Færa innlánsreikninga til banka sem þú treystir betur
 3. Hætta að greiða af íbúðalánum
 4. Hætta að greiða af bílalánum
 5. Takmarka greiðslur við greiðsluáætlun

Skráðu þig í greiðsluverkfall með því að smella hér.

Þúsundir hafa nú þegar neyðst til að hætta að greiða af íbúðalánum. Í greiðsluverkfalli stöndum við saman og segjum við lánastofnanir, hingað og ekki lengra. Við gerumst ekki galleiðuþrælar okurlánastarfsemi ykkar. Með þátttöku erum við að segja við ríkið, hættið stuðningi við okurlánastarfsemi, hættið innheimtu okurlána, stundið ábyrga efnahagsstjórn.... til tilbreytingar.

Nánari leiðbeiningar:

 1. Úttekt á fé úr bönkum felur í sér að taka út innistæður og geyma á öruggum stað í reiðufé og nota reiðufé við dagleg viðskipti. Bankar hafa á meðan ekki aðgang að því fé í veltu og Seðlabankinn neyðist til að prenta seðla.
 2. Það er auðveldara að flytja innlánsreikninga en margur heldur. Fyrsta skrefið er að stofna reikning t.d. í Sparisjóði sem þú treystir. Hagsmunasamtök heimilanna völdu t.d. Sparisjóð Suður Þingeyinga. Innborganir á reikninginn t.d. laun ofl. er fyrst um sinn flutt strax eftir innborgun yfir á nýja reikninginn. Eftir nokkra mánuði hefur safnast upp reynsla í nýjum banka. Sækja má um yfirdráttarheimild í nýjum banka strax en ekki er víst að hún fáist í fyrstu tilraun. Þegar nýji bankinn hefur séð stöðugt tekjuflæði inn á reikninginn verður hann viljugri að veita yfirdráttarheimild. Ef hætt er að greiða af lánum í varglánabankanum á sama tíma er góður kostur að greiða upp yfirdráttarheimildina fyrst af öllu.
 3. Sé hætt að greiða af lánum hvort sem um íbúðalán eða bílalán er að ræða er ráðlegt að leggja féð til hliðar eftir sem áður. Stofnaður er reikningur í öðrum banka eða féð er geymt sem reiðufé á öruggum stað.
 4. Sama og 3
 5. Tvær megin leiðir eru notaðar í þessari aðgerð. Í báðum tilfellum er aðeins greitt samkvæmt greiðsluáætlun. Greiðslan er send inn á aðalreikning bankans (hringið í bankann til að fá það reikningsnúmer upp gefið) með skýringum. Hin leiðin er að stofna sérstakan reikning í öðrum banka. Hægt er að fá reikningstegund þar sem féð verður ekki leyst út nema með samþykki beggja aðila eða dómsúrskurði. Kosturinn við þessa leið er að hún hefur reynst bæta réttarstöðu lántaka ef til dómsmáls hefur komið. Ekki skal fullyrt hér hvort tryggingareikningur eins og að ofan er getið sé betri en bara venjulegur bankareikningur í eigu lántaka. Þetta er atriði sem ágætt er að ráðfæra sig við lögmann sinn um.  Einnig má benda á leið gandra sem er útlistuð hér.
Read more...
Subscribe to this RSS feed

Alþingi

Gagnlegar upplýsingar

Leiðbeiningar í lánamálum heimilanna