Ámælisverð vinnubrögð
- Published in Aðgerðir - Greiðsluverkfall
- Written by Administrator
- Be the first to comment!
Ef þú vilt koma á framfæri upplýsingum um ámælisverð vinnubrögð sendu okkur póst á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it..
Ólíkar útfærslur á "sömu" 110% leiðinni
Skuldaleiðréttingar skv. 110% leiðinni virðast fara fram með mismunandi hætti með þeim afleiðingum að fólk er að fá mismiklar leiðréttingar. Þannig munar sem dæmi 10 mílljónum króna á milli íbúða, sem keyptar voru í sama húsi, á svipuðum tíma og fyrir svipaða upphæð. Að leiðréttingu lokinni stendur annað lánið í 36 milljónum en hitt í 26 milljónum króna. Skýringin - jú, sá sem fékk 10 milljón króna hærri leiðréttingu naut þess að vera með eitt 100% íbúðalán og 20 milljón króna hámarksleiðréttingu fyrir sambúðarfólk/hjón, auk þess sem sú niðurfærsla tók mið af fasteignamati. Í hinu tilvikinu, er tekið mið af verðmati fasteignar og hármarksleiðrétting fyrir sambúðarfólk/hjón einungis 7 milljónir. Þá voru gerð þau "mistök" að taka ekki 100% lán heldur greiða hluta af kaupverðinu með eigin sparnaði.
Þetta er aðeins eitt dæmi af mörgum hvernig "sama" 110% leiðin er að skila afar ólíkri leiðréttingu í krónum talið þrátt fyrir svipaðar forsendur.
Nýr lánasamningur gildir ekki án undirskriftar þinn
Brögð eru að því, að nýir lánasamningar vegna endurútreikninga séu gefnir út og settir í innheimtu, án þess að lántaki hafi staðfest þá með undirskrift sinni. Ástæðan virðist sú, að lánveitandinn telur það ónauðsynlegt með vísan í lög eða skýringar á borð við þær að ekki sé í raun um nýtt lán að ræða. Þetta telja Hagsmunasamtökin ámælisverð vinnubrögð. Ekki er leyfilegt að breyta forsendum láns án þess að nýr lánasamningur sé gerður og undirritaður af báðum aðilum, lánveitanda og lántaka.
Enn fremur eru staðfestar heimildir fyrir því, að SP-Fjármögnun sé enn að rifta einhliða umdeilda samninga og hóta vörslusviptingum, þrátt fyrir að dómstólar hafi staðfest ólögmæti slíkra innuheimtuaðferða. Dæmi eru um, að kalla hafi þurft eftir lögregluaðstoð til að hindra löglausar vörslusviptingar og eru félagsmenn hvattir til að hvika í engu frá lögvörðum rétti sínum þegar svo ber undir.