Frá formanni stjórnar HH okt. 2012
- Published in Til félagsmanna
- Written by Ólafur Garðarsson
- Be the first to comment!
Tekist á við kerfið um verðtrygginguna
Eins og félagsmenn hafa vonandi orðið varir við hefur núverandi stjórn og fyrri stjórn Hagsmunasamtaka heimilanna (HH) verið að undirbúa málsókn gegn verðtryggingunni í nokkurn tíma. Nú er svo komið að stefna hefur verið birt forsvarsmönnum Íbúðalánasjóðs (ÍLS). Það skal tekið fram strax að málsóknin er ekki gegn ÍLS af neinni annarri ástæðu en þeirri að mikill meirihluti verðtryggðu lánanna er þar og áhrifin af niðurstöðunni verða sem víðtækust. Lánasamningar ÍLS eru að jafnaði eins og ákveðið samræmi hefur verið við afgreiðslu lánsumsókna. Að mati lögfræðingateymis HH hafa neytendalög verið brotin við framkvæmd lánsafgreiðslu, framkvæmd útreikninga ofl.