Logo
Print this page

Saga Valgeirs Sverrissonar

Fjármála - hörmungarsaga númer 199.981.000 Fyrir þá sem þola meira. Það er að bera í bakkafullan læk að greina frá hörmungum íbúðarkaupenda á Íslandi í gegn um tíðina. Samt er ég ákveðinn í að deila með þjóðinni mínum hörmungum, sem væri mér afar kært að heyrðu til undantekninga, en svo er ekki raunin. Til að byrja á sögunni, þá má rekja upphafið aftur til haustsins 1978. Þá keyptum ég og sambýliskona mín okkar fyrstu íbúð, þá var ég 18 og hún 17 ára gömul. Þessi íbúð er staðsett í gamla innbænum á Akureyri, 72 fermetrar. Þessi kaup fóru þannig fram að sparimerki sem þá voru og hétu fengust greidd út við íbúðakaup og voru útborgunin og svo yfirtaka lána þá óverðtryggð og verðtryggð. Þetta var alveg að gera sig og bjuggum við þarna í uþb 4 ár. Man ekki kaupverðið, en þetta var fyrir myntbreytinguna alræmdu 1981.

1980 var svo fjölgun í fjölskyldunni og fæddist okkur dóttir 21. nóvember sama ár. Fljótlega eftir það var hugsað til stækkunar á húsnæði. Fundum draumaíbúðina skömmu síðar og endaði með að við fórum í fasteignaviðskipti, sem áttu heldur betur eftir að koma okkur í koll síðar. Lagt var upp með væntingar og framtíðar áform og þarna voru aðsæður hinar bestu og ný giftu ungu hjónin með rúmlega eins árs dóttur full bjarfsýni og vona um farsæl komandi ár. Var gamla íbúðin seld á 300.000 kr. strg.

Haustið 1981 var keypt íbúð við Hrafnagilsstræti að verðmæti 730 000 kr. Lán fengust, ma. Hjá Llífeyrissjóð KEA verðtryggt sem var upphaflega 150.000 kr. Einnig var sótt um lán hjá gömlu Húsnæðistjórn verðtryggt.upp á 200.000 kr að mig minnir. Restina áttum við í peningum og svo lítið skuldabréf til seljenda. Áttum við þarna 65% í íbúðinni. Á þeim tíma var ekkert staðfest loforð um lán hjá Húsnæðisstjórn. Sumir fengu náð hjá þessari stofnun óháð meigin reglunni og var keyrt á reglu þessari í okkar tilfelli þ.e., að hafa átt íbúð áður, útilokaði okkur frá að fá húsnæðislán. Ekki tókum við lán hjá stofnuninni við fyrri kaupin og var talið útilokað að koma okkur til bjargar á nokkurn hátt við seinni íbúðina. Þetta setti allt úr skorðum og hófst nú eltingaleikur við að afla lána sem uppá vantaði, vegna synjunar á húsnæðisláni.

Öll voru þessi lán verðtryggð, það orð var nýirði á þessum tíma. Þetta var virkileg latína í okkar eyrum, enda ung að árum. Reyndar komumst við að því fljótlega hvað var verðtrygging og systur hennar ómissandi, veðbólga og vísitala. Þessar systur fylgdu okkur stíft eftir og sáu um að öll okkar laun hurfu í hítina og gott betur. Þessi tími er sá hryllilegasti sem ég hef lifað. Verðbólgan fór í 140% um mitt ár 1982 og hélst þannig um tíma. Við áttum ekki minnsta séns í að ráða við þessi ósköp. Lánin þeyttust upp í ótrúlegar tölur og öll neysluvara stig hækkandi. Oft var lítill matur og hryllingur að ryfja þetta upp, ekki sýst fyrir þær sakir að við vorum með dóttur okkar eins og hálfs árs, ný gift með bjartar vonir, ást og hamingju í hjörtum okkar. Alltaf versnaði staðan, launavísitalan var aftengd og enn jókst gatið. Andvökunætur og taugaveiklun ríkjandi, hímandi á bryggjunni að veiða fisk í matinn, fór og keypti ¼ part af hesti sem ég gat borgað með vinnu. Já, vinnan er ein geðveikin í þessu, vann 20 tíma á sólarhring í þrjá mánuði á 2-3 vinnustöðum. Í ferbrúar mánuði 1983 brast hjónabandið. Ungu hjónin, litla fjölskyldan þoldi ekki þetta ómannlega álag.

Þarna stóð Lífeyrisjóðslánið 150.000 kr. sem var tekið í sept 1981 í 470.000 kr. Hin bankalánin á svipuðu róli. Glórulaust stríð sem vonlaust var að sigra . Ekki séns að selja til að losna frá þessum viðbjóði. Íbúðin var leigð í nokkra mánuði og seldist loks um mitt ár 1984. Man alltaf upphæðina sem við fengum eftir að fasteignasalinn var búinn að fá sitt. 40.000 kr. var til skiptanna, 20.000 kr á hvort okkar . Þess ber að geta að ég varð samhvæmt skilmálum að taka Lífeyrissjóðslánið af og flytja það. Mátti ekki framselja það. Þessu var hvergi lokið. Þetta voru stór mistök og óráð. Mistök sem urðu til þess að ég missti aðra íbúð í verðbólgu eldinn. Keypti aðra gamla ódýra og gat með klækjum troðið Lífsj. láninu á þá íbúð. Árið 1987 var þetta djöfullega lán búið að éta þá íbúð líka upp til agna. Þáverandi sambýliskona og ég hröktumst út og seldum íbúðina á sléttu og fengum ekki krónu.

Með tvær hendur galtómar og tvö 7 ára börn. Samt búin að borga allan tímann af þessu djöfullega láni. Enduðum í Verkamannakerfinu, urðum að taka allt of stóra og óhagstæða íbúð, tveggja herbergja 98 fermetrar, meðfylgjandi loforð að við fengjum aðra betri um leið og losnaði. Það stóð alveg að við gátum fengið aðra íbúð, bara ef við borguðum mismuninn sem varð til vegna þess að kaupendur sem áttu íbúð fyrir í kerfinu og vildu skipta, fengu bara 80% lán í verkamannakerfinu en 90% lán var veitt við kaup á fyrstu íbúðinni í kerfinu eins og í okkar tilviki í fyrra skiptið. Þessi íbúð hentaði enganveigin. Eitt svefnherbergi og bara óskiljanlegt að bjóða upp á svona lausnir í verkamannakerfi þeirra tíma. Þessi sambúð leystist upp og fórum hvort sína leið, dauð uppgefin og særð í bak og fyrir. Þarna stóð ég eina ferðina einn vorið 1989, eignalaus með brostnar vonir og ekki enn komist í skóla sem ég ætlaði mér.

Við tók tímabil sem ekki er hægt að vera stoltur af. Óregla og algjör uppgjöf. Þvældist úr einu sambandinu í annað og vinnurnar urðu margar og tilgangurinn lítill. Svo fór að rofa til um síðustu aldamót, þá búinn að vera í óreglu, en kominn þarna í fín mál. Það fór um mig hrollur og vanlíðan í hvert skipti sem ég heyrði minnst á íbúðakaup. Fór samt þannig árið 2oo5 að ég og þáverand ný sambýliskona ákváðum að kaupa íbúð saman. Fyrir valinu varð 5 herbergja hæð sem þarfnaðist viðhalds og var kjörin fyrir okkur sem kunnum vel til verka að gera við og laga .. Allt var sett á fulla ferð og nóg framboð af lánsfé sem ég reyndar tortryggði á vissan hátt og ekki skrítið . Íbúð keypt á 18 milljónir í júlí 2005. 14,5 milljónir í innlent verðtryggt lán.

Haustið 2005 slasast ég alvarlega í vinnuslysi og þá í miðju kafi við uppgerð á íbúðinni. Verð óvinnufær við þetta og er enn í dag 75% öryrki, og verð líklegast sem eftir er. Hafði þetta af að klára viðhaldsverkið með harmhvælum með góðum stuðningi vina og að sjálfsögðu sambýliskonu. Bíðum við, þetta var ekki alveg nóg, því í mars mánuði 2006 lendir sambýliskonan í alvarlegri bílveltu og verður óvinnufær eins og ég. Þarna hrundu tekjurnar niður úr 350.000 kr. hjá mér í 120.000 kr. á mánuði. Hjá henni úr 160 – 70.000 kr. í 85.000 kr. Mitt ár 2006 var ljóst að forsendur voru brostnar og verðbólgan komin í 10 – 12%.

Ég seigi satt að mig langaði oft að þurfa ekki að vakna meir, bara fá að hverfa og koma aldrei aftur. Það var ein viðleytnin til að eignast húsnæði að hrynja eina ferðina enn. Sami gamli ömurleigi hnúturinn í maganum og glíman við afleyðingar slyssins sýndu enga vægð. Lánin upphaflega. 14.5 millj. hækkuðu á þessum tíma júlí 2005 til september 2006 um 2,2 milljónir. Gátum selt íbúðina í ágúst 2006. Ágúst 2006 Keyptum aðra minni, lítið gamalt einbýli á 16 milljónir og 12 milljóna innlent verðtryggt lán tekið Hjá Íbúðalánasjóði sem er í dag, sept 2009. 17,7 milljónir! Í ofanálag er allt sparifé upp urið og 700.000 kr. yfirdráttur og 2 viðbótarlán myntkarfa upphaflega 700.000 kr. Komið í 1.120.000 kr. og önnur myntkarfa upp á sömu upphæð og sama staða þar í dag. Fyrir fimmtugann öryrkja er þetta ekki sérlega glæsileg staða. Þegar við bætist það óskiljanlega lögmál að slasaður og óvinnufær til langs tíma skal alltaf kalla á fjárhags vandræði og basl því tengdu.

Nú er 5 nóvember 2009. Engar slysabætur eru komnar ennþá, rúml. fjórum árum eftir atburðinn. Reyndar er um alvarlegt og viðamikið slys sem skilur eftir mikið skarð heilsufarslega. Hvar er allt þetta fé sem ég hef borgað í formi afborgana af lánum ? bæði vegna íbúðakaupa og annara þarfa. Verðbæturnar hlaðast nú upp sem aldrei fyrr á innistæður sparifjáreigenda. Þar eru peningarnir mínir væntanlega og hver ber svo ábyrgðina á öllu saman. Þetta byrjar fyrir 30 árum hjá mér og ég get fullyrt að ég er ekki eyðslukló sem er erlendis á sólarströndum oft á ári, akandi á nýjum bílum eða hlaðandi niður öðrum munaði sem þykir sjálfsagt víða í dag. Vitanlega fór ákveðið tímabil forgörðum, en þá var eingöngu um að ræða borgun gamalla lána frá íbúðarhremmingum og engin önnur umsvif eða skuldsetningar. Einstaklega ergilegt að lenda tvisvar í svona glæpsamlegu ráni með velþóknun handónýtra stjórnvalda sem kunna ekki einusinni að stjórna hjólbörum hvaðþá fjármálakerfi þjóðarinnar.

Núna er staðan mín ljót og reiðin hrikaleg í garð þeirra glæpamanna sem njóta friðhelgi ónýtra laga og skjóls bak við fjárhagslegann styrk, þrátt fyrir að henda milljörðum á herðar almennings sem er orðinn sligaður og ófær um að standa í skítaflóramokstri fyrir ónýta ríkisstjórn og útrásar glæpalýð. Sturlunin og raunveruleika fyrringin er yfirgengileg á að horfa. Tökum bara það sem kallað er skemdarverk á eignum auðmannana sem settu þjóðina á hliðina. Rauð málningarsletta á hús glæpahyskisins er tekið fyrir sem skemarverk og er leitað sökudólga. Hvor glæpurinn vegur þyngra. Málið er að það taka ákveðin lög á þeim sem slettir málningunni en hinir sem stela fé í ómældum tölum eru ekki að brjóta lög sem eru uppi á borðinu. Erfitt gæti verið að koma lögum yfir svona vegna þess að lögin voru og eru ekki til.

Alþingi er rúið allri virðingu. Þetta er samansafn getulausra vesalinga sem stjórnast af græðgishyskinu sem veður yfir allt á skítugum skónum. Svo er hafin aðför AGS sem engin getur séð fyrir hvernig endar. Viðbúið að þjóðin glati sínu sjálfstæði eða allavega umtalsverð skerðing verði raunin. Góðu gaurarnir, sem saman standa af þeim sem eru á bak við ræningjasjóðinn sem gefur sig út til að hjálpa bágstöddum ríkjum eru stór varasamir. Þetta er allt þaul skiðulagt, fyrst koma samningaaularnir með góðu fyrirheitin. Svo eru settir afar kostir sem allir lúta að því sama, að lama alla sjálfsbjörg og uppbyggingu eftir svona skipulögð þjóðarmorð.

Ekki gleyma vaxtaokrinu og áhugaleysi á þörfum almennings. Tilvalið að fá erlenda fjárglæframenn til að hirða bestu bitana okkar á brunaútsölu líkt og bankasalan og Síminn fóru fyrir lítið á sínum tíma. Þeir sem seldu bankana eru að vasast enn í stjórnmálum. Þetta var talin algjör fyrra á sínum tíma að ríkið ætti banka og símafyrirtæki. Að mati frjálshyggjunnar. Komum því í einkavæðingu, fáum nú vænlegann arð í sjóðina. Nú vantar bara að síminn rúlli aftur í fangið á snillingunum við austurvöll. Svo Actavis. Þetta er vonlaust raus og er of satt til að komast á prent ... Alvöru Íslenska er ekki vinsæl í eyrum skúrkanna.

Nú eru eina vonin að alþingi kolfalli ekki í þá vá að greiða fyrir erlendum fyrirtækjum, sem eru að ásælast verðmæti okkar og eru með mikla kunnáttu í að arðræna skuldugar þjóðir verðmætum sem kunna að bjarga þeim á fæturna aftur. Byggja umhverfisvænt sjúkrahús !!!!! eru mörg slík til óumhverfisvæn svo bregðast þurfi við með því að fá fólk til að trúa bullinu um umhverfisvænan spítala til bjargar Íslandi. Dettur virkilega einhverjum í hug að það verði bara eitt sjúkrahús sem þetta snýst um. Ó nei, þetta er fyrsta skrefið í einkavæðingu Íslenska heilbrigðiskerfisins.

Ósannsögli og hringlandaháttur er aðalsmerki þeirra sem núna þykjast vera að hjálpa vesalings íslendingunum sem eru að missa húsin sín, heimili og fyrirtæki. Kvótaglæpirnir eru varðir af sjálfstæðis klíkunni og þar er komin sú mýta sem stendur að hluta bak við moggann. Allt einkavæðingarferlið er eitt risastórt svínarí og einfaldlega glæpur gegn þjóðinni. Þessir aumingja stjórnmálamenn og konur fljóta á því hvað gulfiskaminni þjóðarinnar er ríkjandi. Forsetinn jafnvel flæktur í sukkið, ætti að fara í fiskvinnslu á Patreksfirði og gott ef hann tæki kellinguna með sér.

Last modified onThursday, 28 February 2013 22:03

Latest from Ólafur Garðarsson

Hagsmunasamtök heimilanna / Ármúla 5 / 108 Reykjavík / ICELAND / (+354)-546-1501 / www.heimilin.is / heimilin@heimilin.is