Logo
Print this page

Viðvörun vegna gengistryggðra lána Featured

Þetta bréf barst frá Kristínu Snæfells Arnþórsdóttur:

"VIÐVÖRUN TIL YKKAR ALLRA MEÐ GENGISLÁNIN

Sem betur fer þá tók ég eftir þessum litlu stöfum sem bankinn hafði breytt frá upphaflegum samningi því ég var sjálf að skrifa undir breytingaskilmálana með 23% niðurfellingunni (Þeir eru svo almennilegir. ……………eða hitt þó….)
 
Til ykkar sem hafið tekið gengislán, þ.e. bíla eða íbúðarlán. Um þessar mundir bjóða bankarnir uppá ca 23% eða hvað sem það nú er hjá mismunandi banka - -niðurfellingu á upphaflegum lánasamningi og við það breytist lánið í ísl. lán. ATH AÐ NÝJI SAMNINGURINN ER MEÐ BREYTTU SAMNINGSNÚMERI, SEM GERIÐ YKKUR RÉTTLAUS VERÐI GENGISLÁNIN GERÐ ÓLÖGLEG. Áríðandi er að skrifa eftirfarandi klausu á ÖLL undirskrifuð skjöl – því það er einungis skrifuð breyting frá fyrri samningi á einu blaði – en ekki öðrum skjölum þar sem þú þarft að skrifa undir með 2 vottum:


Með fyrirvara um lögmæti og réttmæti gengislána, áskil ég mér rétt til að krefjast niðurfellingar til samræmið við UPPHAFLEGAN lánasamning nr. ............. (og bæta við upphafstöfum þínum)
 
Passa að skrifa ekki nýja númerið – þeir læða aftast samningsnr. í stað 002 þá setja þeir á nýja samninginn 003  því þá ertu réttlaus ef ríkisstjórn og Alþingi hundskast til að dæma gengissamningana ólöglega.
 
Það er nógu mikill hryllingur  að þurfa að keyra á einhverri druslu þegar maður er búin að greiða rúml. 4.000.000 árið 2015,  sem upphaflega var kr. 1.854.000 í feb. 2007.  Þ.e.a.s.  ef bílskrjóðurinn verður lifandi."

Ritsjóri heimillin.is gerir aðeins eina smávægilega athugasemd við ofangreindan texta og það er að dómstólar munu ef að líkum lætur taka á lögmæti gengistryggðra lánasamninga til neytenda en ekki ríkisstjórn eða Alþingi. Stjórn HH hefur þó aldrei talið neitt því til fyrirstöðu að Alþingi eða ríkisstjórn leitaði eftir lögfræðiáliti á lögmæti þessara samninga og setti í gang aðgerðir til að frysta þau á meðan réttaróvissa ríkir. Þess má geta að Talsmaður neytenda hefur leitað eftir að sett verði lögbann á innheimtu þessara lána á meðan um þá ríkir réttaróvissa.

Last modified onThursday, 28 February 2013 22:03

Latest from Ólafur Garðarsson

Hagsmunasamtök heimilanna / Ármúla 5 / 108 Reykjavík / ICELAND / (+354)-546-1501 / www.heimilin.is / heimilin@heimilin.is