Menu
RSS

Almennur fyrirvari vegna greiðslujöfnunar Featured

Samtökin fengu í dag tölvupóst, þar sem sendandinn veltir fyrir sér hvort einhver gildra felist í því að afþakka greiðslujöfnun lána.  Eða svo vitnað sé orðrétt í póstinn:

Var að velta fyrir mér hvort HH hafi velt fyrir sér þeim möguleika að lög um greiðslujöfnun séu einungis sett til að flokka frá þá sem hafa hugsað sér að reyna til hins ítrasta að borga af sínum lánum.

Ég tel að í kjölfar á því að stór hluti landsmanna afþakki úrræðið muni ríkisstjórnin koma með niðurfellingu á höfuðstóli lána til handa þeim sem taka þátt í greiðslujöfnuninni. Við hina verður sagt "því miður þú afþakkaðir greiðslujöfnunina og lýstir því þar með yfir að þú gætir borgað þínar skuldir".

Þess vegna áskil ég mér þann rétt að bóka um leið og ég afþakka greiðslujöfnunarleiðina eftirfarandi:


"Við undirrituð/aður höfum ákveðið að afþakka boð um greiðslujöfnun fasteignaveðlána til einstaklinga samkvæmt nýsamþykktum lögum og reglugerð þar um.

Þrátt fyrir það áskilja undirrituð/aður sér allan rétt til að njóta sömu fyrirgreiðslu og aðrir lánþegar þegar/ef kemur til leiðréttingar höfðustóls eða annarra almennra aðgerða í sömu veru."

Samtökunum finnast þetta vera vangaveltur sem eru góðra gjalda verðar og benda fólki því að nýta sér.  Þennan fyrirvara má setja eftir á, eins og alla einhliða fyrirvara neytenda um síðari tíma betri rétt neytenda.

Last modified onThursday, 28 February 2013 22:03
back to top

Alþingi

Gagnlegar upplýsingar

Leiðbeiningar í lánamálum heimilanna