Logo
Print this page

Margrét sendi Landsbankanum þetta Featured

Vegna engra viðbragða frá Landsbankanum eða stjórnvöldum hvað varðar kröfur um niðurfellingu stökkbreyttra höfuðstóla höfum við ákveðið að taka þátt í greiðsluverkfallinu. Við munum því ekki greiða næsta gjalddaga fyrr en 11 desember þegar þessu greiðsluverkfalli lýkur. Okkur langar því að biðja ykkur um að sleppa því að senda út ítrekanir vegna þessa gjalddaga enda væri það eingöngu til að auka enn á kostnað okkar vegna þessarra lána og hefur engan tilgang þar sem við höfum nú tilkynnt ykkur formlega að við munum ekki greiða fyrr en greiðsluverkfallinu lýkur.
 
Ég óska eftir því að Landsbankinn sendi mér svar við þeirri ósk minni að sleppa því að senda ítrekanir vegna þessa gjalddaga.
 
Ég vil að lokum taka fram að við höfum fram til þessa aldrei verið í vanskilum við hvorki Landsbankann né aðra lánadrottna og við erum mjög ósátt við að þurfa að grípa til þessara ráða.  Í raun teljum við sjálf heimskulegt af okkur að vera enn að henda peningum í hítina.  Og eina ástæðan fyrir því að við erum enn að greiða er sú að við trúum því að Landsbankinn og stjórnvöld muni fljótlega átta sig á nauðsyn þess að koma til móts við skuldara.
 
Fyrirfram þakkir fyrir að lesa þetta yfir og svara okkur 
 
Margrét Jónsdóttir
Last modified onThursday, 28 February 2013 22:03

Latest from Ólafur Garðarsson

Hagsmunasamtök heimilanna / Ármúla 5 / 108 Reykjavík / ICELAND / (+354)-546-1501 / www.heimilin.is / heimilin@heimilin.is