Menu
RSS
Sögur af viðskiptum við lánastofnanir

Sögur af viðskiptum við lánastofnanir (17)

Eftirfarandi eru sögur fólks af viðskiptum við aðila sem geta haft úrslitaáhrif á afdrif heimila þeirra. Sögurnar eru hafðar óbreyttar eftir frásagnaraðilum en Hagsmunasamtök heimilanna hafa ekki tök á að staðfesta sögurnar. Frásagnir þessar verða vonandi til þess að lánastofnanir og aðrir sjái sóma sinn í að koma fram af virðingu við viðskiptavini og beita ekki óþarfa hörku í viðskiptum við heimilin. Bent skal á að stjórnvöld hafa beint þeim tilmælum til lánastofnana að þær gæti ýtrustu aðgætni og tillitsemi við stöðu almennings í lánamálum sínum. Þar til Alþingi hefur samþykkt lög sem vernda heimilin fyrir nauðungarsölum á meðan íbúðalán þeirra eru í uppnámi og fasteingamarkaður dauður er brýnt að almenningur veiti aðhald með því að gera frásagnir sínar opinberar.

Sigrún Ægisdóttir

Mín saga er löng og ströng en ég skal segja undan og ofan af henn. Ég er í eigin rekstri og hef unnið myrkrana á milli vægast sagt í mörg ár. Ég hef rekið Hársögu sem hársnyrtistofa á Radisson Sas Hotel sögu, síðan 1982. Árið 2005 opna ég útibú í miðbænum, þar sem aðgengi að fjármagni var gott, átti fínt hús skuldlaust næstum því fasteignaverð hafði stígið uppúr öllu valdi, þannig að ég var mjög góður kostur fyrir bankana að lána peninga. Ég átti peninga sem ég hafði safnað mér 4,000,000 og fékk 9.000.000 hjá landsbankanum heildarkostnaður við að koma litla fyrirtækinu upp voru 13,000,000.

Read more...

Saga Sigurðar af viðskiptum við Kaupþing

Lítil en sönn saga af innheimtuaðferðum Kaupþings eftir að ríkisstjórnin beindi þeim tilmælum til ríkisbankanna að milda innheimtuaðgerðir og koma til móts við heimilinn í landinu.

Ég er einn af þeim sem keypti mér húsnæði fyrir rúmu ári síðan.  Viðskiptabanki minn fjármagnaði að mestum hluta það sem þurfti til að ég gæti gert það, en samt vantaði upp á um 1 milljón kr. til að seljandi fengi sitt.  Talaði ég þá við Kaupþing sem lánaði mér 990 þúsund til að klára kaupinn.  Til að byrja með gekk allt vel en síðan veikist ég og þarf að vera frá vinnu í 7 mánuði á sjúkrabótum.  Hef engu að síður, hingað til, náð að standa í skilum að mestu og þó ég hafi ekki alltaf getað borgað af láninu á gjalddaga þá fór það ekki í innheimtu þar sem ég lagði mikið kapp á að borga af því.

Nú víkur sögunni að þeim tíma er allt hrundi hér á landi.  Ég reyndi að borga en tókst ekki betur en svo að ég misti lánið frá Kaupþingi í lögfræðideild þeirra.

Read more...
Subscribe to this RSS feed

Alþingi

Gagnlegar upplýsingar

Leiðbeiningar í lánamálum heimilanna