Menu
RSS
Sögur af viðskiptum við lánastofnanir

Sögur af viðskiptum við lánastofnanir (17)

Eftirfarandi eru sögur fólks af viðskiptum við aðila sem geta haft úrslitaáhrif á afdrif heimila þeirra. Sögurnar eru hafðar óbreyttar eftir frásagnaraðilum en Hagsmunasamtök heimilanna hafa ekki tök á að staðfesta sögurnar. Frásagnir þessar verða vonandi til þess að lánastofnanir og aðrir sjái sóma sinn í að koma fram af virðingu við viðskiptavini og beita ekki óþarfa hörku í viðskiptum við heimilin. Bent skal á að stjórnvöld hafa beint þeim tilmælum til lánastofnana að þær gæti ýtrustu aðgætni og tillitsemi við stöðu almennings í lánamálum sínum. Þar til Alþingi hefur samþykkt lög sem vernda heimilin fyrir nauðungarsölum á meðan íbúðalán þeirra eru í uppnámi og fasteingamarkaður dauður er brýnt að almenningur veiti aðhald með því að gera frásagnir sínar opinberar.

Lausn á vanda Íslandsbanka með hjálp einstaklinga

Það þykir sérdeilis góður kostur nú á tímum að vera lausnar-miðaður eins og gjarnan er sagt á fremur óþjálli nútíma íslensku. Orðið lausnari kemur líka í hugann, fagurt íslenskt orð sem segja má að sé nánast samheiti orðsins frelsari enda hafa bæði orðin verið notuð jöfnum höndum um Krist sjálfan í tímans rás. Nú hefur Íslandsbanki af rausnarskap sínum boðist til að gerast eins konar lausnarmiðaður lausnari lánþega á borð við mig og auglýsir linnulítið og feitu letri: „Lausnir Íslandsbanka fyrir einstaklinga“. Í mínu tilviki miðast lausnir bankans við það að lækka höfuðstólinn (eftirstöðvarnar sem hækkað hafa um 117% miðað við áætlun) af gengistryggða húsnæðisláninu mínu um 25%, breyta því í leiðinni í íslenskt lán með breytilegum vöxtum og lækka greiðslubyrðina fyrstu mánuðina um 36%. Er nema von að maður tárist af hugulseminni sem manni er sýnd á viðsjárverðum og þungbærum tímum.

Read more...

Lánþegi hjá Arion ekki sáttur við lausnirnar

Mig langar að benda  á mitt sjónarhorn varðandi húsnæðislán út frá “nýjustu lausnum”  Kb/Arion banka....
En til að gera langa sögu stutta, þá t.d skuldaði ég c.a. 40% af markaðsvirði í húsinu mínu á sínum tíma...  Svissaði síðan yfir í erlent... skuldaði enn 40%.  Svo hrynur allt eins og þjóðin þekkir...  Í dag á ég ekkert, get ekki selt húsið mitt, fasteignaverðið hrunið...  eins og svo margir aðrir.
Síðan kemur hér eitt mikilvægt atriði... FASTEIGNAMAT RÍKISSINS HÆKKAR FASTEIGNAMAT Á HÚSINU MÍNU ÚR 53 MILLUM Í 69 MILLUR  á þessu ári.  Ég kvarta á þeim forsendum að ég búi ekki í fullbúni húsi, á eftir að klára hjá mér neðri hæðina, og bílskúr, ekki komin endanleg gólfefni, flísalagnir á böðum ekki búnar og annað.  Fæ svarbréf í vikunni um að matið upp á 69 millur standi,  þeir séu með kaupsamninga á öðrum húsum í mínu hverfi (Salahverfi í Kópavogi) sem hafi selst á svo og svo mikið á þessu ári.  (Ég fæ nákvæmt yfirlit yfir hvaða hús og verðið á þeim).

Read more...

Saga Valgeirs Sverrissonar

Fjármála - hörmungarsaga númer 199.981.000 Fyrir þá sem þola meira. Það er að bera í bakkafullan læk að greina frá hörmungum íbúðarkaupenda á Íslandi í gegn um tíðina. Samt er ég ákveðinn í að deila með þjóðinni mínum hörmungum, sem væri mér afar kært að heyrðu til undantekninga, en svo er ekki raunin. Til að byrja á sögunni, þá má rekja upphafið aftur til haustsins 1978. Þá keyptum ég og sambýliskona mín okkar fyrstu íbúð, þá var ég 18 og hún 17 ára gömul. Þessi íbúð er staðsett í gamla innbænum á Akureyri, 72 fermetrar. Þessi kaup fóru þannig fram að sparimerki sem þá voru og hétu fengust greidd út við íbúðakaup og voru útborgunin og svo yfirtaka lána þá óverðtryggð og verðtryggð. Þetta var alveg að gera sig og bjuggum við þarna í uþb 4 ár. Man ekki kaupverðið, en þetta var fyrir myntbreytinguna alræmdu 1981.

Read more...

Viðvörun vegna gengistryggðra lána

Þetta bréf barst frá Kristínu Snæfells Arnþórsdóttur:

"VIÐVÖRUN TIL YKKAR ALLRA MEÐ GENGISLÁNIN

Sem betur fer þá tók ég eftir þessum litlu stöfum sem bankinn hafði breytt frá upphaflegum samningi því ég var sjálf að skrifa undir breytingaskilmálana með 23% niðurfellingunni (Þeir eru svo almennilegir. ……………eða hitt þó….)
 
Til ykkar sem hafið tekið gengislán, þ.e. bíla eða íbúðarlán. Um þessar mundir bjóða bankarnir uppá ca 23% eða hvað sem það nú er hjá mismunandi banka - -niðurfellingu á upphaflegum lánasamningi og við það breytist lánið í ísl. lán. ATH AÐ NÝJI SAMNINGURINN ER MEÐ BREYTTU SAMNINGSNÚMERI, SEM GERIÐ YKKUR RÉTTLAUS VERÐI GENGISLÁNIN GERÐ ÓLÖGLEG. Áríðandi er að skrifa eftirfarandi klausu á ÖLL undirskrifuð skjöl – því það er einungis skrifuð breyting frá fyrri samningi á einu blaði – en ekki öðrum skjölum þar sem þú þarft að skrifa undir með 2 vottum:

Read more...

Almennur fyrirvari vegna greiðslujöfnunar

Samtökin fengu í dag tölvupóst, þar sem sendandinn veltir fyrir sér hvort einhver gildra felist í því að afþakka greiðslujöfnun lána.  Eða svo vitnað sé orðrétt í póstinn:

Var að velta fyrir mér hvort HH hafi velt fyrir sér þeim möguleika að lög um greiðslujöfnun séu einungis sett til að flokka frá þá sem hafa hugsað sér að reyna til hins ítrasta að borga af sínum lánum.

Ég tel að í kjölfar á því að stór hluti landsmanna afþakki úrræðið muni ríkisstjórnin koma með niðurfellingu á höfuðstóli lána til handa þeim sem taka þátt í greiðslujöfnuninni. Við hina verður sagt "því miður þú afþakkaðir greiðslujöfnunina og lýstir því þar með yfir að þú gætir borgað þínar skuldir".

Read more...

Margrét sendi Landsbankanum þetta

Vegna engra viðbragða frá Landsbankanum eða stjórnvöldum hvað varðar kröfur um niðurfellingu stökkbreyttra höfuðstóla höfum við ákveðið að taka þátt í greiðsluverkfallinu. Við munum því ekki greiða næsta gjalddaga fyrr en 11 desember þegar þessu greiðsluverkfalli lýkur. Okkur langar því að biðja ykkur um að sleppa því að senda út ítrekanir vegna þessa gjalddaga enda væri það eingöngu til að auka enn á kostnað okkar vegna þessarra lána og hefur engan tilgang þar sem við höfum nú tilkynnt ykkur formlega að við munum ekki greiða fyrr en greiðsluverkfallinu lýkur.
 
Ég óska eftir því að Landsbankinn sendi mér svar við þeirri ósk minni að sleppa því að senda ítrekanir vegna þessa gjalddaga.
 
Ég vil að lokum taka fram að við höfum fram til þessa aldrei verið í vanskilum við hvorki Landsbankann né aðra lánadrottna og við erum mjög ósátt við að þurfa að grípa til þessara ráða.  Í raun teljum við sjálf heimskulegt af okkur að vera enn að henda peningum í hítina.  Og eina ástæðan fyrir því að við erum enn að greiða er sú að við trúum því að Landsbankinn og stjórnvöld muni fljótlega átta sig á nauðsyn þess að koma til móts við skuldara.
 
Fyrirfram þakkir fyrir að lesa þetta yfir og svara okkur 
 
Margrét Jónsdóttir
Read more...

Sögur úr greiðsluverkfalli - Verum kurteis

Okkur eru að berast töluvert af frásögnum af viðskiptum fólks við bankastofnanir í geiðsluverkfallinu. Nokkur vandræðagangur hefur verið með að fá greiddar úttektir hjá gjaldkerum og okkur borist nokkrar frásagnir af því. Stjórn HH vill beina þeim vinsamlegu tilmælum til almennings að sýna bankastarfsmönnum ávallt fyllstu kurteisi. Þeir sem verða fyrir ósanngirni af hálfu fjármálastofnunar hugleiða að sjálfsögðu hvort þeir haldi áfram viðskiptum við það tiltekna fyrirtæki. Það segir sig sjálft.

Hjá sumum hafa peningar verið dregnir af reikningum til greiðslu lána áður en laun bárust inn á reikninga þeirra. Þarna virðist smá taugatitringur á ferðinni. Við skulum bara halda ró okkar og hugleiða að einfaldlega "kjósa með fótunum" eins og stundum er sagt. Það er nægur tími, innistæður eru tryggðar upp að 3 milljónum eða þar um bil.

Við auglýsum hér með eftir frásögnum af viðskiptum og þær má skrá sem athugasemdir/umsagnir við þessa grein. Vinsamlega greinið frá nafni stofnunar en EKKI frá nöfnum starfsmanna. Við munum fylgjast með athugasemdum og taka út opinberar birtingar starfsmanna þar sem birting nafna geta brotið í bága við persónuvernd auk þess sem það væri einfaldlega ósanngjarnt. Höfum hugfast að aðgerðir beinast ekki gegn "starfsmanni á plani" heldur stjórnendum þessara stofnana og þeim sem bera ábyrgð á þeim.

Read more...

Þórarinn tekur til varna fyrir sig og sína

Til forsvarsmanna Frjálsa fjárfestingabankans: 26. ágúst 2009

Kæri lánveitandi!
Hér með tilkynnist að lántakandi yðar, Þórarinn Einarsson (kt. XXXXXX-XXXX) hefur ákveðið víkja til hliðar lánasamningum sínum við lánveitenda með því að draga allar lánatengdar greiðslur í óákveðinn tíma (greiðslustöðvun hófst að hluta í júní 2009) í samræmi við lög um samningsgerð, umboð og ógilda löggerninga frá 1936 nr. 7. en þar segir í 36. grein:

"Samningi má víkja til hliðar í heild eða að hluta, eða breyta, ef það yrði talið ósanngjarnt eða andstætt góðri viðskiptavenju að bera hann fyrir sig.”

Read more...

Björn Kristján Arnarsson sendi þessa frásögn

sæl og blessuð
mig langar að senda ykkur smá sögu ...
 
ég á Izuzu Trooper, árg 2002 sem ég keypti á 1.790.000 fyrir næstum 2 árum síðan ...
tekið var erlend lán upp á 1.5mill .... bíllinn er búinn að vera á sölu í næstum 9 mánuði án árangurs ...
þannig að ég ákvað að droppa verðinu niður fyrir 1 millj og sjá hvað gerðist ...
í gær fékk ég tilboð upp á 890þús sem ég vill bara samþykkja og losna við bílinn ...
lánið stendur í dag í 3.2 millj og LÝSING bannar mér að selja hann, NEMA AÐ ÉG GERI UPP MISMUNINN!!
það er EKKERT annað í boði, segja þeir! - þar sem ég hef engar 2,4millj til þess borga upp lánið (enda myndi ég aldrei gera það þar sem ég tók 1.5millj kr lán á bílinn!), þá vilja þeir semsagt frekar að þeir rifti samningnum og hirði bílinn, í stað þess að fá allaveganna 890þús inn á lánið og reyna síðan að díla eitthvað um mismuninn!!?? ... hvað er að þessu fyrirtæki!!!!!?????? :-(
 
kv
Björn
Read more...

Saga Margrétar og Marteins

Heil og sæl

Hér er saga af venjulegu heimili á Íslandi í dag. Við erum kjarnafjölskylda, pabbi, mamma, tvö börn og hundur. Við búum í fjögurra herbergja íbúð í blokk og höfum búið í sömu íbúðinni í 10 ár. Í apríl í fyrra missti húsbóndinn vinnuna, hann var með þriggja mánaða uppsagnarfrest + sumarfrí.  Hann fékk vinnu aftur í september, veiktist svo mjög alvarlega í lok september og átti auðvitað engin réttindi á nýjum vinnustað. Því fór sem fór og hann missti vinnuna sem hann var ný búinn að fá.  Næstu mánuði á eftir þurftum við að treysta á sjúkrasjóð VR auk minna tekna.  Í febrúar fékk hann aftur vinnu en þá höfðum við haft skertar tekjur frá því í ágúst og fjárhagsstaðan fór sífellt versnandi því við vorum auðvitað komin með „hala“ af vanskilum. 

Read more...
Subscribe to this RSS feed

Alþingi

Gagnlegar upplýsingar

Leiðbeiningar í lánamálum heimilanna