Menu
RSS

FME og SÍ afhjúpa sig

Ritstjóri vefs HH leitaði ljósum logum að viðeigandi mynd fyrir þessa grein. Hún fannst að lokum og er talin koma úr hugskoti lánþega og sýna Má Guðmundsson seðlabankastjóra eftir fréttamannafund 30. júní 2010SÍ og FME héldu sameiginlegan blaðamannafund í morgun (30. júní 2010). Gefnar voru yfirlýsingar og tilmæli til lánastofnana að notast við vexti Seðlabankans við útreikning gengistryggðra lána í stað þeirra vaxtakjara sem samningar lánanna segja til um. Báðar þessar stofnanir eru berar að stórfelldri vanrækslu í eftirliti með útlánum fjármálastofnana en kóróna nú vanrækslu fyrri ára með hvatningu til áframhaldandi lögbrota fjármálafyrirtækja.

Stjórnendur þessara stofnana hafa með þessu líklega gert FME og SÍ skaðabótaskild og einnig eiga þeir á hættu að vera persónulega skaðabótaskildir. Egill Helgason, einn af megin pennum á vefnum eyjan.is og stjórnandi þáttarins Silfur Egils hefur sagt frammistöðu kerfisins hér að stórum hluta "fúsk". Störf SÍ og FME falla líklega með þessum gjörningi mjög tryggilega innan ramma þessa lýsandi og kjarnyrta hugtaks.

Sumir tala um "aulahroll" í þessu sambandi og að gríma trausts og virðuleika þessara stofnana sé nú endanlega fallin. Hvernig traust þeirra verður unnið upp ef það er þá hægt er stór spurning. Í yfirlýsingu þeirra kom fram ásetningur um að grafa ekki undan trausti erlendra stofnana og fjárfesta. Hvernig það gerist í kjölfar þessa "útspils" verður að teljast nokkuð torsótt svo ekki sé kveðið fastar að orði.

back to top

Alþingi

Gagnlegar upplýsingar

Leiðbeiningar í lánamálum heimilanna