Menu
RSS

Aðalfundur Hagsmunasamtaka heimilanna 21. maí 2015

Félagsmenn vinsamlegast athugið.

Aðalfundur Hagsmunasamtaka heimilanna verður haldinn fimmtudagskvöldið 21. maí 2015 kl. 20:00 í sal Stýrimannaskólans við Háteigsveg. Félagsmenn eru hvattir til að mæta á fundinn.

Dagskrá:

  1. Skipun fundarstjóra, ritara, og fundarsetning
  2. Skýrsla stjórnar: Vilhjálmur Bjarnason, formaður
  3. Reikningar samtakanna: Guðrún Harðardóttir, gjaldkeri
  4. Tillaga stjórnar um óbreytt félagsgjöld
  5. Tillaga um breytingu á samþykktum
  6. Kosning 7 aðalmanna í stjórn
  7. Kosning 3-7 varamanna í stjórn
  8. Kosning skoðunarmanna
  9. Önnur mál

Framboð til stjórnar má tilkynna með tölvupósti á netfang samtakanna This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it..

Undir dagskrárlið nr. 5 mun verða fjallað um eftirfarandi tillögu um breytingu á samþykktum HH:

"Á eftir 2. mgr. 6. gr. komi ný mgr. svohljóðandi: Framboð til stjórnar skal berast eigi síðar en 7 dögum fyrir aðalfund. Hafi ekki borist nægur fjöldi framboða er stjórn heimilt að óska eftir framboðum á aðalfundi."

Frá stjórn Hagsmunasamtaka heimilanna

back to top

Alþingi

Gagnlegar upplýsingar

Leiðbeiningar í lánamálum heimilanna