Menu
RSS

Við óskum eftir góðu fólki til starfa í stjórn HH.

Aðalfundur Hagsmunasamtaka heimilanna er á næsta leyti, en hann skal halda fyrir lok maí ár hvert.  Þar með lýkur starfsári núverandi stjórnar og ný stjórn verður kosin til starfa.


Stjórn HH samanstendur af sjö aðalmönnum og sjö varamönnum sem starfa í sjálfboðavinnu, en auk þess eru starfa tveir launaðir starfsmenn í hlutastarfi hjá samtökunum. Stjórnin fundar vikulega og er kjörinn vettvangur fyrir þá sem vilja starfa í öflugum og skemmtilegum hópi og láta þannig til sín taka í baráttunni fyrir bættum kjörum heimilanna í landinu.


Félagsmenn eru eindregið hvattir til að bjóða sig fram til stjórnarsetu í HH og taka þannig virkan þátt í því að vinna baráttumálum samtakanna brautargengi. Þeir sem hyggja á framboð á aðalfundi eru beðnir um að senda kynningartexta (þarf ekki að vera langt) ásamt mynd á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. og verður hvort tveggja birt á heimasíðunni

 

back to top

Alþingi

Gagnlegar upplýsingar

Leiðbeiningar í lánamálum heimilanna