Menu
RSS

augLýsing í Fréttablaðinu

Í Fréttablaðinu í dag laugardaginn 8. mars birtist auglýsing frá Hagsmunasamtökum heimilanna vegna starfshátta Lýsingar hf. Tilgangur auglýsingarinnar er að vekja athygli á margvíslegum atriðum sem samtökin hafa orðið áskynja um vegna erinda sem borist hafa frá félagsmönnum og öðrum fyrirliggjandi gögnum er varða starfshætti fyrirtækisins.

Í tengslum við auglýsinguna hefur verið gerð samantekt á skýringum þeirra atriða sem koma fram í henni. Hér fyrir neðan gefur að líta auglýsinguna ásamt meðfylgjandi skýringum:

Neytendur sem telja sig eiga inneign hjá Lýsingu eða öðrum lánafyrirtækjum eru hvattir til þess að senda formlegt bréf til að krefjast endurgreiðslu, og geta nýtt sér til þess staðlað endurkröfubréf sem Hagsmunasamtök heimilanna hafa útbúið í þeim tilgangi. Einnig er athygli vakin á því að samtökin bjóða nú þá þjónustu að láta gera endurútreikninga á lánum samkvæmt lögum um neytendalán, nánari upplýsingar um það má finna með því að smella [HÉR].

back to top

Alþingi

Gagnlegar upplýsingar

Leiðbeiningar í lánamálum heimilanna