Menu
RSS

Endurútreikningur neytendalána

Hagsmunasamtök heimilanna hafa ákveðið að bjóða félagsmönnum sínum og öðrum lántakendum upp á endurútreikning neytendalána gegn gjaldi. Útreikningarnir byggja á gildandi lögum um neytendarétt hér á landi, nánar tiltekið á lögum um neytendalán (nr. 121/1994), ákvæðum samningalaga (nr. 7/1936), ákvæðum vaxtalaga (nr. 38/2001), ásamt öðrum gildandi lögum og réttarreglum eftir því sem kann að eiga við um málsatvik hverju sinni.

Grunnverð fyrir endurútreikning er 31.375 kr. fyrir félagsmenn HH og 43.925 fyrir aðra. Ef um er að ræða flókna greiðslusögu bætast 6.275 kr. við verðið fyrir hverja skilmálabreytingu.

Þeir sem áhuga hafa á að nýta sér þessa þjónustu geta sent tölvupóst á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. og fengið allar nánari upplýsingar.

Fyrirvari: þjónustan nær eingöngu til staðlaðra neytendalána og er jafnframt áskilinn sá réttur að synja beiðni um þjónustuna í sérstökum tilvikum sem teljast óvenjuleg eða þar sem hinar stöðluðu reikniaðferðir fyrir neytendalán teljast af einhverjum ástæðum ekki eiga við.

back to top

Alþingi

Gagnlegar upplýsingar

Leiðbeiningar í lánamálum heimilanna