Menu
RSS

Hagsmunasamtök heimilanna krefjast skýringa frá innanríkisráðherra.

Hagsmunasamtök heimilanna skoruðu í vikunni á innanríkisráðherra að skýra fullyrðingar sínar um að stöðvun á nauðungarsölum gangi gegn stjórnarskárbundnum réttindum kröfuhafa. Einnig að gefa lögfræðilegar skýringar á því hvernig stöðvun nauðungarsala geti gengið gegn réttindum þeirra sem þegar hafa misst heimili sín í slíkum fullnustugerðum, en því hefur ráðherrann einnig haldið fram.

Ráðherrann hefur engu svarað og því ítreka samtökin áskorun sína hér með, og krefjast þess að fá svör við þessum spurningum. Alls hafa heimili 260 fjölskyldna verið auglýst á nauðungarsölum á vefnum syslumenn.is það sem af er októbermánuði. Það hlýtur að teljast lágmarks kurteisi að Hanna Birna Kristjánsdóttir, innanríkisráðherra skýri nánar fyrir þeim einstaklingum sem hér eiga í hlut, og þeirra sem nú bíða fullnustugerða á heimilum sínum, hvers vegna ríkisstjórnin hefur ekki nú þegar stöðvað nauðungarsölur sem HH hafa margítrekað að eru ólögmætar nema dómsúrskurður liggi fyrir.

back to top

Alþingi

Gagnlegar upplýsingar

Leiðbeiningar í lánamálum heimilanna