Menu
RSS

Fjármálagjörningar heimilanna á Menningarnótt 2013

Hagsmunasamtök heimilanna standa fyrir skemmtidagskrá á Menningarnótt frá kl. 14:00 við biðstöð almennings-samgangna (Strætó) á Lækjartorgi þar sem sviðsettir verða fjármálagjörningar. Lifandi tónlist, andlitsmálning fyrir börnin, veitingar fullnaðarkvittana og smökkun skuldasúpu fyrir hugrakka. Gestum og gangandi býðst að að fá allt milli himins og jarðar verðtryggt og afskrifað. Til sýnis verða ýmsir gripir og gögn sem tengjast starfi samtakanna. Töframaðurinn Einar einstaki verður á svæðinu á fimmta tímanum og sýnir óborganleg töfrabrögð þar sem krónur verða látnar hverfa eins og dögg fyrir sólu. Upplestur atómljóða í óbundnu máli á klukkustundarfresti, þar á meðal úr frumvarpi um afnám verðtryggingar, sem mun ná hápunkti með táknrænum flutningi (yfir götuna) og lýkur dagskránni kl. 18:00 með afhendingu þess að dyrum Stjórnarráðs Íslands.

Allir velkomnir!

Sjá nánar á heimasíðu Menningarnætur og á Facebook.

back to top

Alþingi

Gagnlegar upplýsingar

Leiðbeiningar í lánamálum heimilanna