Menu
RSS

Drög að samkomulagi um verklagsreglur um sértæka skuldaaðlögun Featured

Samkomulag fjármálafyrirtækjanna er að finna í meðfylgjandi pdf-skjali en það má lesa með því að smella á "lesa meira" og svo á hlekkinn neðst í textanum.

Hagsmunasamtökum heimilanna barst skjal í hendur fyrir nokkrum dögum. Það inniheldur samkomulag dagsett 12. október  um verklagsreglur Samtaka fjármálafyrirtækja, fyrir hönd aðildarfyrirtækja sinna, Íbúðalánasjóðs og Landssamtaka lífeyrissjóða, fyrir hönd aðildasjóða sinna, um sértæka skuldaaðlögun.  Við höfum ekki viljað birta þetta skjal fyrr til að trufla ekki afgreiðslu Alþingis á frumvarpi félagsmálaráðherra til laga um aðgerðir í þágu einstaklinga, heimila og fyrirtækja vegna banka- og gjaldeyrishrunsins.  Var það gert í þeirri von, að tekið yrði að einhverju leiti tillit til ábendinga okkar um víðtækt samráð allra aðila um setningu verklagsreglnanna.  Nú er ljóst að félags- og tryggingamálanefnd hlustaði ekki á áfrýjunarorð okkar, en ákvað í staðinn að kröfuhafar væru hæfastir til að setja reglunar sem ráða örlögum fjölmargra heimila í landinu.

Hafa skal í huga, að þetta eru hin sömu fyrirtæki eða bein afsprengi þeirra sem bera höfuð ábyrgð á því hvernig fyrir málum er komið.  Spurningin er hvort þessir aðilar séu hæfastir til að leiða björgunaraðgerðir.

Það er merkilegt til þess að vita, að það var tilbúið 12. október sl. eða 5 dögum áður en félagsmálaráðherra lagði þingskjal nr. 69 með frumvarpi sínu fram á Alþingi.  Þetta bendir til þess, að það eru fjármálafyrirtækin sem ákveða hvaða lög eru lögð fram og innihald þeirra.

Hagsmunasamtök heimilanna vona innilega að þau drög, sem hér eru birt, reynist ekki verða það sem viðskiptavinir fjármálafyrirtækjanna þurfa að láta yfir sig ganga. Ef þetta eru þær verklagsreglur, sem eiga að gilda, þá er erfitt að sjá hvort sé betra að gangast undir hið opinbera úrræði greiðsluaðlögunar eða hina sértæku skuldaaðlögun. Báðir kostir hneppa viðskiptavini fjármálafyrirtækjanna í skuldafangelsi og bjóða þröngan kost. Gleymdu fjármálafyrirtækin því að þau eru að tala um viðskiptavini sína?

Drög að samkomulagi fjármálafyrirtækja um verklagsreglur um sértæka skuldaaðlögun

 

Last modified onWednesday, 28 February 2018 00:15
back to top

Alþingi

Gagnlegar upplýsingar

Leiðbeiningar í lánamálum heimilanna