Menu
RSS
Fréttir

Fréttir (22)

Undirskriftasöfnun um afnám verðtryggingar

Undirskriftasöfnun vegna verðtryggðra lána hefur verið lokað. 37743 undirskriftir söfnuðust.

Yfirskrift söfnunar var:

Í nafni almannahagsmuna krefjumst við undirrituð almennra og réttlátra leiðréttinga á stökkbreyttum lánum heimilanna og afnáms verðtryggingar.

Verðtryggð lán: Verðbótaþáttur frá og með 1. janúar 2008, takmarkist við efri mörk verðbólgumarkmiðs Seðlabanka Íslands, eða að hámarki 4% á ári. Sjá nánar hér um hvernig

Gengistryggð lán: Betri réttur neytenda gildi. Sama reikniaðferð og við verðtryggð lán eða niðurstaða dómstóla standi eftir því hvort kemur betur út fyrir lántaka. Tekinn verði af allur vafi um að afturvirkar íþyngjandi innheimtur sem stríða gegn rétti neytenda séu BANNAÐAR með öllu. Sjá nánar hér um hvernig
Read more...

Fyrsti dómur fellur í gengistryggðu láni

Dómsmál E-4501/2009 var tekið fyrir föstudaginn 13. nóv. og dómur birtur 3. des. 2009

Í stuttu máli var stefnanda SP-fjármögnun dæmt í hag þrátt fyrir yfirgnæfandi rök um að lán sem þessi væru ólögmæt. Ekki þarf að fjölyrða um að þetta eru Hagsmunasamtökum heimilanna mikil vonbrigði og nokkuð ljóst að dómarar eins og Páll Þorsteinsson eru tilbúnir að dæma þvert ofan í gildandi lög frá 38/2001 um vexti og verðbætur.

SP-fjármögnun hf. (Sigurmar K. Albertsson hrl.)

gegn

Óskari Sindra Atlasyni (Björn Þorri Viktorsson hrl.)

kveðinn upp svofelldur

DÓMUR:

Read more...

Drög að samkomulagi um verklagsreglur um sértæka skuldaaðlögun

Samkomulag fjármálafyrirtækjanna er að finna í meðfylgjandi pdf-skjali en það má lesa með því að smella á "lesa meira" og svo á hlekkinn neðst í textanum.

Hagsmunasamtökum heimilanna barst skjal í hendur fyrir nokkrum dögum. Það inniheldur samkomulag dagsett 12. október  um verklagsreglur Samtaka fjármálafyrirtækja, fyrir hönd aðildarfyrirtækja sinna, Íbúðalánasjóðs og Landssamtaka lífeyrissjóða, fyrir hönd aðildasjóða sinna, um sértæka skuldaaðlögun.  Við höfum ekki viljað birta þetta skjal fyrr til að trufla ekki afgreiðslu Alþingis á frumvarpi félagsmálaráðherra til laga um aðgerðir í þágu einstaklinga, heimila og fyrirtækja vegna banka- og gjaldeyrishrunsins.  Var það gert í þeirri von, að tekið yrði að einhverju leiti tillit til ábendinga okkar um víðtækt samráð allra aðila um setningu verklagsreglnanna.  Nú er ljóst að félags- og tryggingamálanefnd hlustaði ekki á áfrýjunarorð okkar, en ákvað í staðinn að kröfuhafar væru hæfastir til að setja reglunar sem ráða örlögum fjölmargra heimila í landinu.

Read more...

SP-fjármögnun braut á viðskiptavinum

Af vef mbl.is: "Neytendastofa telur að eignaleigan SP–Fjármögnun hafi brotið gegn ákvæðum laga um eftirlit með viðskiptaháttum og markaðssetningu með því að breyta almennum skilmálum bílasamninga í erlendri mynt á þá leið að föstu vaxtaálagi skuli framvegis vera unnt að breyta árlega. Neytendastofa telur breytinguna of viðamikla til þess að hún yrði framkvæmd með einfaldri skilmálabreytingu. Þá taldi stofnunin sérstaklega ámælisvert að breytingin hafi ekki verið kynnt lántaka sérstaklega." Lesa nánar hér á mbl.is og úrskurð neytendastofu hér.
Read more...

"Ellefu firrur um Icesave"

Ritstjóri heimilin.is vill vekja athygli lesenda á grein Jón Helga Egilssonar á Pressunni. Jón Helgi segir meðal annars:

"Þessi aðgerð var ekki gerð á kostnað innstæðueigenda erlendis enda staða þeirra óbreytt á eftir. Mismunun á grundvelli landssvæða er vel þekkt og er landsbyggðarstefna dæmi um slíkt. Þess til viðbótar var framkvæmd mjög svo sambærileg aðgerð nýlega í Bretlandi þegar Alister Darling ákvað að tryggja innstæður banka í Bretlandi en neitaði að tryggja innstæður sama banka á eynni Mön. Rök breska fjármálaráðherrans voru að eigendur innstæðna á Mön greiddu ekki skatt á Bretlandseyjum og því óeðlilegt að breska ríkið ríkistryggði innstæður þar – jafnvel þó svo að innstæður sama banka væru tryggðar í útibúum í Bretlandi."

Smellið hér til að lesa alla greinina á Pressunni.

Read more...

Pressuúttekt Ólafs Arnarsonar um Seðlabankann

Ritsjóri heimilin.is vill vekja athygli lesenda og félagsmanna HH á þessari grein Ólafs Arnarsonar á pressunni. ÓA rekur í greininni hyldýpis afglöp fyrrum bankaráðs SÍ og sérstaklega formanns bankaráðsins. Að sögn ÓA tapaði SÍ 350 milljörðum af fé bankans og þar með fé skattborgaranna.

Viljum bæta hér við grein Ólafs Margeirssonar um sama efni. Hún er ekki síður athyglisverð.

Read more...

Framsýn- stéttarfélag Ályktar um stöðu heimilanna

"Framsýn- stéttarfélag tekur heilshugar undir með Hagsmunasamtökum heimilanna um að þegar í stað verði gripið til aðgerða til að forða fjölda heimila í landinu frá gjaldþroti." Sjá má alla ályktunina á heimasíðu Framsýnar hér.
 
Hagsmunasamtök heimilanna fagna þessari ályktun mjög en Framsýn er annað af tveimur verkalýðsfélögum sem hafa tekið undir málflutning HH. Verkalýðsfélag Akraness hefur einnig ályktað með sama hætti. 
Read more...
Subscribe to this RSS feed

Alþingi

Gagnlegar upplýsingar

Leiðbeiningar í lánamálum heimilanna