Aðeins um vaxtavexti og lánastarfsemi Featured
- Written by Administrator
- font size decrease font size increase font size
Samtökin fengu nýlega sent bréf frá félagsmanni um svik bankanna með vaxtaútreikningum og vaxtavöxtum. Við leyfum okkur að birta það hér til fróðleiks og bendum á að hann sækir upplýsingar úr bókinni Vextir og Vaxtavextir eftir Þór Guðmundsson sem kom út 1991 og fæst í bóksölu Stúdenta.
Þar sem fjölskyldurnar í landinu voru ekki með jafn spreng lærða sérfræðinga á sínum snærum þegar þær skrifuðu undir lánasamninga við lánastofnanir og stofnanirnar sjálfar þá var farið í að láta fólk skrifa undir samninga sem ekki var unnt að efna og reiknað með að húsin yrðu tekin af fólkinu. Allir verðtryggðir og gengistryggðir samningar voru með þeim hætti að það var engin von til að fólk mundi nokkurn tíma geta greitt og því var í reynd fyrirfram ákveðið af lánastofnunum að taka húsin af fólkinu. Lánin voru verðtryggð eða gengistryggð en launin ekki. Þarf að segja nokkuð meir?
Síðan kom hrunið og það margfaldaði allan skellinn. Eftir að lánastofnanir vissu að allt mundi hrynja hérna sem var líklega fljótlega á árinu 2006 þá lánuðu þessir einkabankar þúsundir íbúðalána – vitandi það að þetta færi allt til fjandans. Þarf að segja nokkuð meir?
Í fréttum á CNN held ég, kom fram að í USA á nú að fara að stefna fjölda banka fyrir blekkingar og svindl í aðdraganda hrunsins.
Bankar og lánastofnanir hér á landi auglýstu ódýr lánakjör til dæmis 4,15% vexti á ársgrundvelli. Þessir vextir miðast við að það sé greitt einu sinni á ári.
Ef afborganir eru 12 á ári eins og hjá flestum þá koma vaxtavextir á lánið eftir hver mánaðarmót og einnig leggjast verðbætur ofan á lánið um hver mánaðarmót sem allt hækkar endanlega greiðslu af láninu og það er þessi snjóboltaáhrif þegar lánin hafa blásið út í viðbót við allar verðbæturnar og í viðbót við að verið var að lána lán þar sem allar eða megnið af verðbótum var lagt ofan á höfuðstólinn.
Sem sagt, bankarnir reiknuðu það út hvernig þeir gætu búið til sem mestan og stærstan „snjóbolta“ inni í íbúðarláninu þannig að þeirra endurkrafa hækkaði sem mest, enda var vitað fyrirfram að allt mundi hrynja og að bankinn mundi þurfa að taka megnið af íbúðunum til baka.
Í reynd var þó aðal áhugamál bankanna að búa til þessa „snjóbolta“ lánasamninga að þá gátu þeir strax og búið var að undirrita samning framreiknað samninginn – til dæmis 20 milljón króna lán yrði að 200 milljónum eða meira eftir 40 ár og því hefði þessi peningaeign bankans tíu til tuttugufaldast í bókum bankans bara við undirritun lánasamningsins.
Þar með hækkaði andvirði bankans á markaði samdægurs og öll hlutabréfin hækkuðu og allir eigendur bankans og útrásarvíkingarnir margfölduðu sína hlutabréfaeign nær samdægurs vegna aukins virði bankans – skítt með fjölskyldurnar í landinu sem gátu bara blætt fyrir þetta allt saman og gera ennþá að því virðist, þó Umboðsmaður Skuldara sé að reyna að greiða úr flækjunni. Mikið af þessu fólki er inni í þessum skuldapakka vegna blekkinga og svika og það eru bankarnir sem eiga að blæða fyrir þetta, en ekki fólkið. Ríkið hefur reyndar sett reglurnar og bankarnir hafa farið eftir þeim reglum en ef allar smugur eru notaðar til að hlunnfara fólk þá fer þetta svona.
Þetta er og var allt stór svikamylla sem þarf að rannsaka alveg ofaní kjölinn.
Svar Seðlabankans er bara svar um einfaldan verðbótaútreikning sem er ekkert flókinn en það svarar alls ekki vandamálinu og hremmingunum sem fólk lenti í.
Í blöðunum í dag er verið að ræða vaxtamálin og fólk talar um raunvexti. Ég held að fólk ætti að lesa þessa bók um Vexti og Vaxtavexti þar sem þar er útskýrt allt um raunvexti, nafnvexti og síðan Virkir vextir, en allt eru þetta sitt hvor hugtökin og alls ekki saman um hvaða vexti fólk er að tala um.