Hvað verður um þegna þessa lands?
- Published in Aðsendar greinar
- Written by Ólafur Garðarsson
- Be the first to comment!
Björg Þórðardóttir sendi þessa grein. Hún var áður birt í Fréttablaðinu 20. júní 2009
Ég hef velt því fyrir mér síðustu daga hvort ég búi virkilega í sama landi og þau Jóhanna Sigurðardóttir og Steingrímur J. Sigfússon. Það eru þau og flokksstystkini þeirra sem eru afrakstur “Búsáhaldabyltingarinnar” og stór hluti þjóðarinnar lagði traust sitt á að þau kæmu hinum almenna borgara til hjálpar. Leiðrétta skuldastöðu heimilanna og koma bönkum í starfhæft ástand þannig að þeir færu að sinna fjárþörf fyrirtækjanna svo hjólin færu að snúast á nýjan leik.