73.000 heimili eignalaus 2011
- Published in Aðsendar greinar
- Written by Ólafur Garðarsson
- Be the first to comment!
Í kjölfar dóms Hæstaréttar í Lýsingarmálinu, brást ríkistjórnin skjótt við og tilkynnti að lög yrðu sett er miða uppgjör erlendra lána við lægstu óverðtryggðu vexti Seðlabanka Íslands (SÍ). Með því eiga erlend lán heimila að lækka um 30%-40% segir Efnahags- og viðskiptaráðherra og telur þetta einu réttu leiðina og sanngjarna niðurstöðu. Ekki kom fram hjá ráðherra út frá hvaða sjónarmiði hann taldi þetta sanngjarnt, en leiða má að því líkum að þetta sé sanngjarnt gagnvart fjármálakerfinu frekar en heimilum. Ekki einungis hafa gengistryggð lán hækkað sem nú á að leiðrétta aðeins að hluta, heldur hafa verðtryggð lán heimila hækkað á sama tíma og fasteignaverð heimila hefur lækkað. Eigið fé heimila hefur því rýrnað verulega í kjölfar bankahrunsins og stefnir í að það verði neikvætt þrátt fyrir leiðréttingu á erlendum lánum uppá 30-40%. Við hrun bankana lætur nærri að eignarýrnun heimila sé um 1.000 milljarðar.