Menu
RSS
Aðsendar greinar

Aðsendar greinar (78)

Félagsmenn og aðrir senda okkur efni sem þeir vilja koma á framfæri við gesti heimasíðunnar. Telji samtökin þær skoðanir sem koma fram í því sem er aðsent skaða málstað heimilanna áskilur ritstjóri sér rétt til að hafna birtingu. Þetta útilokar alls ekki greinar sem kunna að virðast í andstöðu við stefnu samtakanna. Greinarhöfundar taka fulla ábyrgð á skrifum sínum og þær skoðanir sem hér koma fram þurfa því ekki að endurspegla stefnu samtakanna eða skoðanir félagsmanna.

FME vegna umfjöllunar á opinberum vettvangi um frumrit skuldabréfa

Í fjölmiðlum hefur verið varpað fram að bankar innheimti af skuldabréfum án þess að geta framvísað frumritum slíkra bréfa þegar eftir því hefir verið leitað af hálfu lántakenda. Sigurður Valgeirsson, upplýsingafulltrúi hjá Fjármálaeftirlitinu svaraði fyrirspurn sem lesandi sendi á Spyr.

Getur FME, sem að lögum hefir eftirlit með fjármálastofnunum, staðfest að innheimta skuldabréfa af hálfu banka og annarra fjármálastofnana (bankar til einföldunar) fari því aðeins fram að bankinn hafi frumrit bréfs undir höndum? Ber banka skylda til að framvísa frumriti skuldabréfs óski lántaki eftir því?

Svar: Fjármálaeftirlitið fylgist með því að starfsemi eftirlitsskyldra aðila sé í samræmi við lög, reglugerðir, reglur eða samþykktir sem um starfsemina gilda og að starfsemin sé að öðru leyti í samræmi við heilbrigða og eðlilega viðskiptahætti. Hins vegar hefur Fjármálaeftirlitið ekki úrskurðarvald í einstökum ágreiningsmálum eða sker úr um réttindi og skyldur aðila að einkarétti eða ágreiningi um sönnun málsatvika.

Read more...

Fólk á að krefjast endurútreiknings án tafar og krefjast dráttarvaxta

„Það sem menn eiga að gera núna er að senda kröfubréf og krefjast endurútreiknings eftir atvikum án tafar“ segir Björn Þorri Viktorsson hrl. um nýgenginn dóm Hæstaréttar um ólögmæti þess að breyta vaxtakjörum lánasamninga á grundvelli hinna svokölluðu Árna Páls laga nr. 151 frá 2010. „Fólk getur samið þetta bréf sjálft, það þarf ekki lögfræðinga í allt, þetta eru engin geimvísindi. Stóra málið er bara að tiltaka lánasamningana sem fólk er þá að skrifa út af, en það verður auðvitað að liggja fyrir að þetta séu raunverulega ólögmæt lán. Þá á fólk auðvitað að krefjast rétts endurreikings í samræmi við dóm Hæstaréttar í máli 464/2012 frá 18. október síðastliðnum“ segir Björn Þorri. Hann bætir við að þetta sé nauðsynlegt til þess að menn geti átt dráttarvaxtakröfu vegna innistæðna sem hafa skapast vegna ólögmætra gengistryggðra lána og ólögmætra endurreikninga.

Read more...

Nokkrir punktar til íhugunar varðandi nauðungarsölur og sýslumenn á Íslandi

Unnið úr skýrslu Sveins Óskars Sigurðssonar um Nauðungarsölur á Íslandi og öðrum gögnum. Skýrsluna í heild má nálgast hér.

1. Punktur:

Með lögum nr. 92/1989 um framkvæmdavald ríkisins í héraði voru (lagt fram 9. desember 1988 og varð að lögum 19. maí 1989 (5 mán síðar)) afnumdar heimildir í lögum til sýslumanna að bæði rannsaka og dæma í máli sem þeir rannsaka sjálfir. Íslendingar eru aðilar að Evrópuráðinu og hafa skuldbundið sig að fylgja sáttmála þess um verndun mannréttinda og mannfrelsis, en þar segir m.a. að leiki vafi á um réttindi þegns og skyldur eða hann er borinn sökum um refsivert athæfi, skuli mál hans útkljáð af óháðum dómstóli.

Read more...

Verðtrygging og vextir eftir Ólaf Margeirsson


Þann 22. febrúar síðastliðinn skrifaði Ásgeir Daníelsson, forstöðumaður rannsóknar- og spádeildar hagfræðisviðs Seðlabanka Íslands, greinina Verðtrygging, vextir og peningamálastefna Seðlabankans. Þar svarar hann grein minni Verðtryggð lán eru með hærri vexti frá 16. febrúar.  Þar kallar hann óbeint eftir því að ég skýri út hví verðtryggð lán ættu að vera með hærri vöxtum. Mér er ljúft og skylt að svara Ásgeiri og þeim athugasemdum sem hann setur fram.

Til að geta útskýrt hví raunvextir verðtryggðra lána ættu að vera og eru hærri, eins og framkvæmd verðtryggingar er í dag, er raunar hægt að taka nokkra hluta úr pistli Ásgeirs og svara þeim sérstaklega. Af þeim svörum er svo hægt að byggja upp grundvallarútskýringu þess hví raunvextir verðtryggðra lána ættu að jafnaði að vera og eru hærri en óverðtryggðra. Það verður gert í hluta tvö. Fyrst verður þó að útskýra stuttlega mikilvægan mun á milli óvissu (e. uncertainty) og áhættu (e. risk) og átta sig á því hvernig verðtrygging eyðir ekki aðeins áhættu um raunvexti heldur óvissu um raunvexti og ríflega það.

Í þessum hluta verður aðeins bent á þá staðreynd að „tilgangurinn með verðtryggingu er að útiloka áhættu vegna verðbólgu í samningi“ og enn fremur að þeim tilgangi er ekki fullnægt með verðtryggingu sem byggist á vísitölu neysluverðs, líkt og á Íslandi.

Read more...

Verðtrygging og vextir: seinni hluti eftir Ólaf Margeirsson

Í umfjölluninni hér á eftir verður gengið út frá því að engin vandamál séu varðandi mælingu á verðbólgu, þ.e. virðisrýrnun gjaldmiðilsins, líkt og í fyrri hlutanum er bent á að hækki raunvexti lána. Slík forsenda er vitanlega empíriskt fráleit en jafnvel þótt hún eigi við er sýnt fram á að Fisher kenningin á ekki endilega alltaf við; það skiptir m.ö.o. máli hvernig verðtrygging er framkvæmd.

Read more...

Nei Jóhanna

Eitt helsta viðfangsefni ríkisvaldsins allt frá hruni hefur verið að leita leiða til að endureisa gamla fjármálakerfið í óbreyttri mynd. Vegna bágrar stöðu ríkissjóðs hefur ríkisvaldið farið þá leið að láta almenning í landinu borga fyrir þessa endurreisn svo að einhverjir vogunarsjóðir út í heimi græði nógu mikið. Ríkisvaldið skelfur af hræðslu ef eitt hótunarbréf frá lögfræðingi hrægammanna birtist. Ekkert er horft til þess að það voru fjármálastofnanir sem rústuðu landinu með skelfilegum afleiðingum fyrir þjóðina alla.

Með nýjum dómi Hæstaréttar staðfestist að ríkisvaldið gerðist óvenju ósvífið í verktakavinnu sinni fyrir fjármálakerfið. Alþingi samþykkti lög sem brutu stjórnarskrána og tóku rétt af tugþúsundum heimila. Það kom reyndar ekki á óvart þegar haft er í huga að frumvarp laganna var skrifað af bankamanni sem nú er starfsmaður Samtaka fjármálafyrirtækja, einmitt þeirra sömu og sögðu að gengistryggð lán væru ólögleg árið 2001 en sáu ekkert að því að bjóða upp á þau nokkrum árum síðar. Tilgangur lánveitinganna var að sjálfsögðu að auka gróðann með ólögmætum hætti. Hæstiréttur staðfesti það með dómi árið 2010. Þá bar fjármálafyrirtæki að endurgreiða skuldara þá fjárhæð sem það hafði ranglega af honum haft eins og stóð í vaxtalögunum áður en þeim var breytt.

Read more...

Kynslóðatilfærsla lífeyriskerfisins er frá þeim YNGRI til þeirra ELDRI!

Ég get ekki að því gert, að það fer voðalega í taugarnar á mér, þegar Gylfi Arnbjörnsson, Arnar Sigurmundsson og fleiri varðmenn lífeyrissjóðakerfisins byrja með grátkórinn sinn um að amma gamla eigi að greiða verði lífeyrissjóðirnir krafðir um að taka þátt í lækkun á skuldum heimilanna. Vilhjálmur Bjarnason, fjárfestir, tók síðan undir með kórnum í Silfri Egils í dag. Rök þeirra eru í grófum dráttum að leiðrétting lána upp á 200-250 ma.kr. sé stærsta eignatilfærsla í sögu lýðveldisins, að lífeyrissjóðirnir hafi orðið fyrir svo miklum skaða að bæta yrði þeim sem núna eru að taka lífeyri tjón þeirra, ef frekar yrði bætt á tjónið og síðan hjá Vilhjálmi í Silfrinu, að menn hafi gengið út frá því að kaup lífeyrissjóðanna á bréfum Íbúðalánasjóðs (og forvera hans) væri áhættulaus fjárfesting.

Málið er að hvernig sem á allt er litið, þá eru það yngri sjóðfélagar sem eru að taka á sig tjónið sem lífeyrissjóðirnir urðu fyrir í hruninu og ekki bara í hruninu heldur eru yngri sjóðfélagar líka að taka á rangar forsendur sjóðanna í gegn um tíðina sem hafa í reynd leitt til þess að eldri sjóðfélagar hafa ekki safnað fyrir þeim réttindum sem þeir eru ýmist að fá greidd út eða verið er að lofa að þeir fái greitt út þegar þeir hefja töku lífeyris. Í þessari færslu (sem ég er búinn að ganga með í maganum nokkuð lengi og hefur verið tilbúin í nokkra daga) fer ég yfir það sem ég tel vera mesta eignatilfærsla sem er í gangi á Íslandi í dag og ennþá stærri sem er framundan. Stóra málið er að yngri sjóðfélagar eru að tapa mun hærri upphæðum í kerfinu en þeir eldri.

Read more...

Afskriftir bankanna settar í samhengi

Maður verður aldrei uppiskorpa með efni til að skrifa um meðan fjármálafyrirtækin og stjórnvöld eru jafn upptekin við að sleikja rassinn á fjármagnseigendum og raun ber vitni.  Stjórnarþingmenn og ráðherrar hafa hrúgast í ræðustóla til að tala um stjórnarskrárvarinn eignarétt kröfuhafa.  Fjármálaráðherra var svo hræddur við kröfuhafa, þegar verið var að semja um endurreisn bankanna, að hann þorði ekki annað en að lúffa fyrir þeim svo þeir færu ekki í mál.  Forsætisráðherra, fjármálaráðherra og efnahags- og viðskiptaráðherra voru svo hrædd við Breta og Hollendinga að þau þorðu ekki annað en að samþykkja ábyrgðir sem þjóðin hafnaði.  Nú bankarnir þorðu ekki annað en að dæla milljörðum á milljörðum ofan inn í peningamarkaðssjóði sína svo fjármagnseigendur töpuðu ekki því sem þeir voru búnir að tapa.  Einhverra hluta vegna, þá hafa útlendingar sem eiga íslenskar krónur fengið alveg sérmeðferð, þar sem þeim eru boðið ofurkjör á ríkisskuldabréfum, toppvextir í boði Seðlabankans á innlánum síðan er þeim, einum hópi kröfuhafa, tryggð útleið.  Þá eru það sægreifarnir sem hafa fengið allt að 70% niðurfellingu lána sinna án þess að nýi bankinn hafi eignast svo mikið sem skitið hlutabréf í fyrirtækjunum.  Aðrir stórlaxar hafa gengið til samninga um skuldauppgjör, sem byggir á því að þeir halda krúnudjásninu þó annað skart fái að fjúka.  Rúsínan í pylsuendanum er náttúrulega þegar hópur ofurríkra Íslendinga fékk ekki bara höfuðstól innstæðna sinna greiddan út upp í topp, heldur líka áfallnar verðbætur og vexti, þegar innstæður voru að fullu fluttar frá gömlu bönkunum til þeirra nýju.

Read more...

Opið bréf til forsætisráðherra og alþingismanna um málefni verðtryggingar

Í Kastljósi fyrir helgi vísaði forsætisráðherra í eignarréttarákvæði Stjórnarskrárinnar sem hindrun gagnvart því að hægt sé að hjálpa fólki með verðtryggð veðlán undir markaðsvirði eignar. Ég ætla hér að gera heiðarlega tilraun til að útskýra að hið gagnstæða gildi. Að það stríði gegn eignarréttarákvæði Stjórnarskrárinnar að hjálpa þessu fólki ekki.  Við blasir þá að hægt er að leiðrétta verðtryggð lán án þess að óttast að lánastofnanir og erlendir kröfuhafar bankanna geti borið fyrir sig eignarréttarákvæði Stjórnarskrár í andstöðu sinni.

Read more...
Subscribe to this RSS feed

Alþingi

Gagnlegar upplýsingar

Leiðbeiningar í lánamálum heimilanna