FME vegna umfjöllunar á opinberum vettvangi um frumrit skuldabréfa
- Published in Aðsendar greinar
- Written by Administrator
- Be the first to comment!
Í fjölmiðlum hefur verið varpað fram að bankar innheimti af skuldabréfum án þess að geta framvísað frumritum slíkra bréfa þegar eftir því hefir verið leitað af hálfu lántakenda. Sigurður Valgeirsson, upplýsingafulltrúi hjá Fjármálaeftirlitinu svaraði fyrirspurn sem lesandi sendi á Spyr.
Getur FME, sem að lögum hefir eftirlit með fjármálastofnunum, staðfest að innheimta skuldabréfa af hálfu banka og annarra fjármálastofnana (bankar til einföldunar) fari því aðeins fram að bankinn hafi frumrit bréfs undir höndum? Ber banka skylda til að framvísa frumriti skuldabréfs óski lántaki eftir því?
Svar: Fjármálaeftirlitið fylgist með því að starfsemi eftirlitsskyldra aðila sé í samræmi við lög, reglugerðir, reglur eða samþykktir sem um starfsemina gilda og að starfsemin sé að öðru leyti í samræmi við heilbrigða og eðlilega viðskiptahætti. Hins vegar hefur Fjármálaeftirlitið ekki úrskurðarvald í einstökum ágreiningsmálum eða sker úr um réttindi og skyldur aðila að einkarétti eða ágreiningi um sönnun málsatvika.