Menu
RSS

Ný stjórn HH og ályktun aðalfundar 2015

Hagsmunasamtök heimilanna héldu árlegan aðalfund sinn fimmtudagskvöldið 21. maí.

Á fundinum var aðalstjórn samtakanna endurkjörin en hana skipa: Guðrún Harðardóttir, Jón Helgi Óskarsson, Páll Böðvar Valgeirsson, Pálmey Gísladóttir, Róbert Bender, Vilhjálmur Bjarnason og Þórarinn Einarsson. Varamenn voru kjörnir: Guðrún Indriðadóttir, Sigurður Bjarnason, Jóhann Rúnar Sigurðsson, Sigrún Jóna Sigurðardóttir, Kolbrún Karlsdóttir, Þorsteinn Sch. Thorsteinsson og Kristján Þorsteinsson.

Aðalfundur Hagsmunasamtaka heimilanna samþykkti einnig svohljóðandi ályktun:

“Aðalfundur Hagsmunasamtaka heimilanna haldinn þann 21. maí 2015  mótmælir harðlega vaxandi völdum og yfirgangi fjármálaafla í íslensku þjóðfélagi sem leiðir af sér skuldaþrældóm, eignaleysi og landflótta.

Fundurinn krefst þess einnig að gildandi lög um neytendavernd í lánastarfsemi verði virt af dómstólum og endir verði bundinn á það vaxta - og verðtryggingarokur sem hefur valdið íslenskum almenningi ómældu tjóni í marga áratugi.”

Read more...

Framboð til stjórnar HH 2015-2016

Eftirfarandi tilkynningar hafa borist um framboð til stjórnar Hagsmunasamtaka heimilanna fyrir aðalfund 2015, sem haldinn verður í sal Stýrimannaskólans við Háteigsveg næstkomandi fimmtudagskvöld 21. maí kl. 20:00.

Framboð til aðalstjórnar:

 

Framboð til varastjórnar:

Read more...

Alþingi

Gagnlegar upplýsingar

Leiðbeiningar í lánamálum heimilanna