Menu
RSS

Hvatning til þingheims um afnám verðtryggingar

Hagsmunasamtök heimilanna fagna nýju frumvarpi um afnám verðtryggingar á neytendalánum. Samtökin vilja þakka þingmönnum Samfylkingarinnar fyrir að taka af skarið í þessu máli. Á síðasta kjörtímabili leituðu samtökin eftir samstarfi þingmanna um meðferð á sambærilegu frumvarpi við dræmar undirtektir. Með frumkvæði þingmanna Samfylkingarinnar binda Hagsmunasamtök heimilanna vonir við að breyttir tímar gangi nú í garð og að þingmenn þjóðarinnar og heimilanna muni vinna að afnámi verðtryggingar.

Gríðarlegir hagsmunir eru í húfi fyrir neytendur og þá ekki síst lántakendur húsnæðislána. Þetta frumvarp gæti orðið fyrsta skrefið í afnámi verðtryggingar og er þannig afar mikilvægt framtak. Hagsmunasamtök heimilanna hvetja því alla alþingismenn til að vanda meðferð á hinu nýja frumvarpi og nýta þetta góða tækifæri til að standa vörð um hagsmuni heimilanna í málflutningi sínum. Íslensk heimili hafa allt of lengi verið föst í viðjum íþyngjandi lánskostnaðar og þeirrar neikvæðu eignamyndunar sem fylgir verðtryggðum lánum. Samtökin hafa lengi verið ötul í baráttu sinni gegn verðtryggingu og eru sannfærð um að afnám hennar muni stuðla að bættum efnahag á Íslandi með auknu aðhaldi á fjármálastofnanir og styrkari fjárhagstöðu heimilanna.

Read more...

Svör þingmanna vegna frumvarps HH um afnám verðtryggingar

Eins og fram hefur komið hér á heimasíðunni hafa HH óskað eftir samstarfi við þingmenn um að flytja frumvarp samtakanna um afnám verðtryggingar neytendalána. Frumvarpið hefur verið sent á einn þingmann úr hverjum flokki með ósk um að hann gerist meðflutningsmaður, en þannig vonast HH til að mynda þverpólitíska samstöðu um málið. Það ætti að vera auðsótt mál, a.m.k, er litið er til vilja grasrótar stjórnmálaflokkanna, en ALLIR flokkarnir hafa ályktað um leiðréttingu og/eða afnám verðtryggingar (samantekt hér).

Þingmennirnir og svör þeirra eru eftirfarandi:


Lilja Mósesdóttir:  Jákvætt svar, óskar eftir fundi með HH um málið

Margrét Tryggvadóttir:  Jákvætt svar, óskar eftir fundi með HH um málið

Eygló Harðardóttir:  Ekkert svar

Guðlaugur Þ. Þórðarson:  Ekkert svar

Helgi Hjörvar:  Ekkert svar

Ögmundur Jónasson:  Ekkert svar

Guðmundur Steingrímsson: Neikvætt svar   "Ég er ekki reiðubúinn til þess að vera meðflutningsmaður að frumvarpinu. Ég hef fullan skilning á ykkar baráttu og ber mikla virðingu fyrir ykkar málflutningi, en ég hef þó nokkuð aðra sýn á þetta viðfangsefni, sýnist mér, sem gerir það að verkum að mér er ókleift að gerast meðflutningsmaður.

Mér finnst til mikils að vinna að koma íslenskum almenningi út úr því efnahagsumhverfi sem gerir verðtryggð húsnæðislán, því miður, fýsileg fyrir suma lántakendur. Á meðan grunnurinn er svo ótraustur sem raun ber vitni og stjórnvöld virðast ekki geta mótað sannfærandi stefnu um að koma á stöðugra efnahagsumhverfi er viðbúið að verðbólga verði enn höfuðfjandi Íslendinga. Óverðtryggð lán verða því með breytilegum vöxtum, sem taka mið af verðbólgu. Slík lán eru þegar í boði hverjum sem þau kýs. Ég vil ekki standa að því, með lagasetningu, að slík lán -- með tilheyrandi áhættu fyrir heimili -- verði þau einu í boði á Íslandi. Sérstaklega ekki á meðan raunhæft opinbert plan um að koma okkur út úr þessu efnahagsumhverfi skortir.

Verðtryggingin er ömurleg. Ég vil losna við hana. BF vill losna við hana. Í mínum huga endurspeglar hún þó fyrst og fremst uppgjöf í viðureigninni við hinn raunverulega vanda, sem er verðbólgan og óstöðugleikinn.  Takist okkur að yfirbuga þann fjanda mun renna upp betri tíð fyrir heimili á Íslandi, þar sem Íslendingar geta notið húsnæðislána af svipuðum toga og í nágrannalöndum okkar, þar sem algengt er að 3-5% fastir vextir bjóðist á óverðtryggðum lánum til langs tíma.

Þangað vil ég komast. Það finnst mér vera mikilvægasta verkefnið.  Því markmiði er einmitt ágætlega lýst í Ályktun stjórnar Bjartrar framtíðar. Móta þarf raunhæfa stefnu sem skilar okkur að þessu markmiði. Hún hefur ekki verið mörkuð af hálfu stjórnvalda.

Við í BF erum að sjálfsögðu mjög opin fyrir viðræðum og samstarfi við Hagsmunasamtök heimilanna um allt sem lýtur að bættum hag heimilanna, þótt okkur kunni að greina á um leiðir."

Róbert Marshall:  Neikvætt svar.

Read more...

Frumvarp um afnám verðtryggingar

Hagsmunasamtök heimilanna hafa tekið enn eitt skref í baráttu sinni fyrir afnámi verðtryggingar á neytendalánum, en varaformaður samtakanna Guðmundur Ásgeirsson hefur ritað "Frumvarp til laga um breytingu og afnám ýmissa lagaákvæða varðandi verðtryggingu neytendasamninga", sem tilbúið er til flutnings. Megináhrif frumvarpsins ef það yrði að lögum yrðu þau að afnema verðtryggingu neytendalána.

Read more...
Subscribe to this RSS feed

Alþingi

Gagnlegar upplýsingar

Leiðbeiningar í lánamálum heimilanna