Menu
RSS

Félagsfundur Hagsmunasamtaka heimilanna 27. mars 2014

Félagsfundur HH 2014 verður haldinn næstkomandi fimmtudagskvöld undir yfirskriftinni "Afnám verðtryggingar neytendalána - nefndir en engar efndir".

Staður og stund:  Fimmtudagur 27. mars kl. 20-22 í sal Stýrimannaskólans við Háteigsveg.

Fundarstjóri: Pálmey Gísladóttir

 

Dagskrá:


1.    Setning fundar og ávarp: Vilhjálmur Bjarnason, formaður HH.

2.    Erindi Ólafs Ísleifssonar, hagfræðings.

3.    Umræður og fyrirspurnir úr sal.

 

Félagsmenn eru hvattir til að fjölmenna. Allir velkomnir!

Read more...

Ályktun félagsfundar HH fimmtudaginn 7. mars 2013

Eftirfarandi ályktun var lögð fram af stjórn HH og samþykkt á félagsfundi samtakanna sem haldinn var í sal Stýrimannaskólans í gær.

Félagsfundur Hagsmunasamtaka heimilanna fimmtudagskvöldið 7. mars 2013 skorar á alla sýslumenn og aðra opinbera embættismenn sem hafa slík mál með höndum, að stöðva nú þegar allar fullnustugerðir á grundvelli ólöglegra lána. Á þeim hvílir sú skylda að rannsaka ávallt gaumgæfilega lögmæti þeirra lánasamninga og annarra gagna sem lögð eru fram vegna slíkra gjörninga. Allan vafa um lögmæti ber að túlka neytendum í hag og sökum þess aðstöðumunar sem er fyrir hendi hlýtur að teljast eðlilegt að sönnunarbyrði um lögmæti krafna hvíli á þeim sem halda þeim kröfum í frammi.

- stjórn Hagsmunasamtaka heimilanna

Read more...
Subscribe to this RSS feed

Alþingi

Gagnlegar upplýsingar

Leiðbeiningar í lánamálum heimilanna