Menu
RSS

Niðurstöður aðalfundar Hagsmunasamtaka heimilanna 2019

Aðalfundur Hagsmunasamtaka heimilanna 2019 var haldinn 26. febrúar síðastliðinn. Á fundinum var kosin ný stjórn sem hefur nú skipt með sér verkum og er skipuð þannig:

  • Ásthildur Lóa Þórsdóttir formaður
  • Vilhjálmur Bjarnason varaformaður
  • Guðrún Bryndís Harðardóttir gjaldkeri
  • Einar Valur Ingimundarson ritari
  • Guðrún Indriðadóttir meðstjórnandi
  • Hafþór Ólafsson meðstjórnandi
  • Róbert Þ Bender meðstjórnandi

Varamenn: Sigríður Örlygsdóttir, Björn Kristján Arnarson, Þórarinn Einarsson, Ragnar Unnarsson, Sigurbjörn Vopni Björnsson og Stefán Stefánsson.

Þau hafa öll starfað áður í stjórn samtakanna.

Aðalfundurinn samþykkti að félagsgjöld 2019 skuli vera 4.900 kr. og valkvæð sem fyrr.

Þá voru skoðunarmenn reikninga samtakanna, Sigfríð Gerður Hallgrímsdóttir og Sólveig Sigurgeirsdóttir, endurkjörnar.

Loks samþykkti aðalfundurinn eftirfarandi ályktun:

Aðalfundur Hagsmunasamtaka heimilanna ítrekar áskorun samtakanna til stjórnvalda um að láta fara fram óháða rannsókn á þeim aðgerðum sem stjórnvöld stóðu fyrir eftir hrun. Brýn þörf er á sambærilegri rannsóknarskýrslu og þeirri sem gerð var um aðdraganda og orsakir falls íslensku bankanna en nú þarf að fjalla um aðgerðir stjórnvalda í kjölfar hrunsins og afleiðingar þeirra fyrir heimili landsins.

Við höfum beðið réttlætis í 10 ár og nú er nóg komið. Við krefjumst Rannsóknarskýrslu heimilanna!

Read more...

Ársskýrsla HH 2018-2019

Samkvæmt venju eru fundargögn birt á heimasíðu samtakanna í aðdraganda aðalfundar í formi ársskýrslu sem inniheldur jafnframt allar upplýsingar um efni aðalfundarins samkvæmt boðaðri dagskrá.

Félagsmenn eru minntir á aðalfundinn kl. 20:00 þriðjudaginn 26. febrúar 2019, á Hótel Cabin Borgartúni 32 (7. hæð).

Þegar framboðsfrestur rann út höfðu borist eftirfarandi tilkynningar um framboð.

Aðalstjórn:

Ásthildur Lóa Þórsdóttir
Einar Valur Ingimundarson
Guðrún B. Harðardóttir
Guðrún Indriðadóttir
Hafþór Ólafsson
Róbert Þ Bender
Vilhjálmur Bjarnason

Varastjórn:

Björn Kristján Arnarson
Ragnar Unnarsson
Sigríður Örlygsdóttir
Sigurbjörn Vopni Björnsson
Stefán Stefánsson
Þórarinn Einarsson

Ársskýrsla Hagsmunasamtaka heimilanna 2018-2019

Read more...

Aðalfundur Hagsmunasamtaka heimilanna 2019

Kæru félagsmenn,
Hagsmunasamtök heimilanna boða hér með til aðalfundar, sem verður haldinn þriðjudagskvöldið 26. febrúar 2019, kl. 20:00 á Hótel Cabin við Borgartún 32, í ráðstefnusal á 7. hæð.*

* Athugið að til þess að komast upp á 7. hæð þarf að fara í lyftu sem er í vesturenda hússins, fyrir innan gestamóttöku hótelsins.

Dagskrá:

  1. Skipun fundarstjóra, ritara, og fundarsetning
  2. Skýrsla stjórnar: Ásthildur Lóa Þórsdóttir, formaður
  3. Reikningar samtakanna: Guðrún Harðardóttir, gjaldkeri
  4. Tillaga stjórnar um ákvörðun félagsgjalda
  5. Kosning 7 aðalmanna í stjórn
  6. Kosning 3-7 varamanna í stjórn
  7. Kosning skoðunarmanna
  8. Önnur mál

Kosningu til stjórnar verður hagað þannig að í hvorri umferð má hver atkvæðisbær fundarmaður greiða allt að sjö frambjóðendum atkvæði og ræður hreint atkvæðamagn úrslitum. Þurfi að skera úr um röð ef tveir eða fleiri hljóta jafn mörg atkvæði verður dregið um innbyrðis röð þeirra.

Framboðsfrestur til stjórnarkjörs er 7 dögum fyrir aðalfund eða til 19. febrúar kl. 20:00. Framboð má tilkynna með tölvupósti á netfang samtakanna: This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it..

Einnig er óskað eftir tilnefningum skoðunarmanna og sjálfboðaliðum í talningu atkvæða á fundinum.

Fundargögn verða birt á heimasíðu samtakanna í aðdraganda aðalfundarins.


Bestu kveðjur,
Hagsmunasamtök heimilanna

Read more...
Subscribe to this RSS feed

Alþingi

Gagnlegar upplýsingar

Leiðbeiningar í lánamálum heimilanna