Menu
RSS

Enginn lærdómur dreginn af hruninu

Við losun fjármagnshafta eru engar sértækar aðgerðir boðaðar að hálfu Seðlabankans til þess að standa vörð um hag neytenda, þeirra fjölmörgu Íslendinga sem bundnir eru verðtryggðum lánum. Þetta er ljóst af svari bankans við fyrirspurn Hagsmunasamtaka heimilanna um fyrirhugaðar aðgerðir við losun fjármagnshafta. Það er því mat Hagsmunasamtaka heimilanna að enginn lærdómur hafi verið dreginn af hruninu fyrir neytendur og heimilin í landinu. Ennþá hvílir meginþungi áhættunnar á lánamarkaði af sveiflum verðbólgunnar á neytendum og verðtryggðum lánum þeirra.

Hagsmunasamtök heimilanna vilja vekja athygli á þessari brotalöm í aðgerðum bankans og hvetur stjórnvöld til að bæta úr og draga lærdóm af hruninu fyrir heimilin í landinu og þannig þjóðarbúið í heild sinni. Heimilin eru ein grunnstoð hagkerfisins og óeðlilegt að þau beri þungan af áhættunni af sveiflum verðbólgunnar með verðbótum sem óljósri stærð í lántökukosnaði. Nauðsynlegt sé að verja heimilin ef til mikillar gengislækkunar krónunnar komi. Hagmunasamtök heimilanna hvetja til þess að stjórnvöld sýni fyrirhyggju til varnar heimilunum, svo sagan frá 2008 endurtaki sig ekki.

Read more...

Hvað gerir Seðlabankinn til þess að verja neytendur við afnám hafta?

Hagsmunasamtök heimilanna hafa barist fyrir réttindum neytenda á fjármálamarkaði​ frá því að efnahagshrun varð á Íslandi, 2008. Nú hefur Seðlabankinn kynnt áætlun um afnám fjármagnshafta sem sett voru í kjölfar þessa efnahagsáfalls sem hafði víðtæk áhrif á samfélagið. Samtökin hafa nú óskað eftir formlegu svari um fyrirbyggjandi aðgerðir bankans frá fjármálastöðuleikasviði Seðlabankans fyrir hönd sinna félagsmanna og þeirra fjölmörgu sem eru skuldbundnir verðtryggðum neytendalánum á Íslandi. Óskað er eftir ítarlegum upplýsingum um aðgerðir til þess að tryggja almannahagsmuni hvað þetta varðar við afnám fjármagnshafta. Í ​hnotskurn er því spurt, hvaða aðgerðir standa nú fyrir dyrum hjá Seðlabankanum sem tryggja að fjárhagslegir erfiðleikar lánþega sem skuldbundnir eru verðtryggðum lánum endurtaki sig ekki?

Read more...

Hagsmunasamtök heimilanna mótmæla yfirlýsingu forsætisráðherra

Í viðtali við Ríkissjónvarpið í fréttum í gærkvöldi lýsti forsætisráðherra því yfir að hann hefði ástæðu til þess að vera bjartsýnn fyrir hönd flokksins, þrátt fyrir ólgutíma í pólitík. Það sagðist hann gera með því að byggja á því sem flokkurinn: „hafi gert, sagst ætla að gera...og síðan framkvæmt“.

Hagsmunasamtök heimilanna mótmæla þessari yfirlýsingu forsætisráðherra og minna á að helsta kosningaloforð Framsóknarflokksins var að afnema verðtryggingu neytendalána. Þetta helsta kosningaloforð flokksins hefur hinsvegar ekki verið framkvæmt. Framsetning forsætisráðherra um verk flokksins í viðtali við RÚV, er því hvorki rétt né heiðarleg gagnvart heimilum landsins. Ríkisstjórnin hefur framkvæmt ýmis verk á kjörtímabilinu sem komið hafa heimilunum vel. Hins vegar hefur Framsóknarflokkurinn svikið kjósendur sína um sitt megin kosningaloforð sem átti að verða grundvöllur að bættum fjárhag heimilanna.

Read more...
Subscribe to this RSS feed

Alþingi

Gagnlegar upplýsingar

Leiðbeiningar í lánamálum heimilanna